Leikskólagjöld lægst í Reykjavík

Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.

barn born rola leikskoli
Auglýsing

Mik­ill munur er á milli sveit­ar­fé­laga hér á landi þegar kemur að leik­skóla­gjöldum en 53 pró­sent munur er á hæstu og lægstu gjöld­unum eða 13.655 krónur á mán­uði sem jafn­gildir 150.205 á ári. Verð­mun­ur­inn er enn meiri eða um 69 pró­sent á milli­ sveit­ar­fé­laga ef sömu leik­skóla­gjöld fyrir for­gangs­hópa eru skoð­uð. Lægstu leik­skóla­gjöldin eru í Reykja­vík, ef miðað er við almennt gjald, en hæst eru þau í Garða­bæ. Þetta kemur fram í sam­an­burði Alþýðu­sam­band Íslands en verð­lags­eft­ir­lit ASÍ kann­aði breyt­ingar á gjald­skrám fyrir vistun og fæði í leik­skólum hjá 16 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins frá 1. jan­úar 2018 til 1. jan­úar 2019.

Leik­skóla­gjöld hæst í Garðabæ

Miðað við 8 tíma, sem er almennt gjald, eru lægstu gjöldin í Reykja­vík, 25.963 krónur þrátt fyrir 2,9 pró­sent hækkun á leik­skóla­gjöldum hjá borg­inni um ára­mót­in. Hæst eru gjöldin í Garðabæ eða 39.618 og hækk­uðu þau um 3 pró­sent um ára­mót­in. Næst hæst eru gjöldin í  Fljóts­dals­hér­aði en þriðju hæst eru leik­skóla­gjöldin á Akra­nesi.

Mynd: Alþýðusamband Íslands

Auglýsing

Heild­ar­myndin breyt­ist tölu­vert þegar gjöld fyrir for­gangs­hópa eru skoðuð en meðal þeirra sem til­heyra þeim hópi eru ein­stæðir for­eldr­ar, náms­menn og öryrkj­ar. Verð­mun­ur­inn er allt að 131.802 á ári milli sveit­ar­fé­laga þegar gjöld ­fyr­ir­ ­for­gangs­hópa eru skoð­uð. ­Fyrir for­gangs­hópa eru gjöldin lægst í Reykja­vík en hæst hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg 29.241.

Níundi tím­inn mjög dýr í sumum sveit­ar­fé­lög­um 

Í grein­ingu Alþýðu­sam­bands­ins segir að margir for­eldrar nýti sér að geta haft börnin í níu tíma á leik­skóla til að auð­veld­ara sé að sam­ræma vist­un­ar­tíma barna við vinnu­tíma og getur það jafn­vel verið nauð­syn­legt fyrir suma eins og ein­stæða for­eldra. Níundi tím­inn er hins vegar mjög dýr í mörgum til­fellum og getur hækkað leik­skóla­gjöldin tölu­vert. Á al­mennu níu tíma gjaldi er 58 pró­sent munur á milli sveit­ar­fé­laga eða 17.837 á mán­uði og 65 pró­sent munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir for­gangs­hópa eða 14.049 á mán­uði.

Kópavogur

Níundi tím­inn er dýrastur í Kópa­vogi en gjöldin þar hækka um 44 pró­sent við að hafa barn í leik­skóla í 9 tíma á dag í stað 8 tíma. Ó­dýrastur er níundi tím­inn í Skaga­firði en þar kostar það ein­ungis 3.066 kr. á mán­uði að bæta níunda tím­anum við.80 pró­sent sveit­ar­fé­laga hækk­uðu gjöld sín um síð­ustu ára­mót

Hjá þrettán af sextán sveit­ar­fé­lögum hækka leik­skóla­gjöld með fæði árið 2019 en hækk­unin nam oftast 2 til 3 pró­sentum á milli ára. Mest var hækk­unin hjá Sel­tjarnesi eða um 5 pró­sent en leik­skóla­gjöldin þar eru þó næst lægst allra leik­skóla­gjalda. ­Mesta lækk­unin eru hjá Fjarð­ar­byggð eða 4,1 pró­sent á 8 tímum m eð mat og 5,3 pró­sent lækkun á sama gjaldi fyrir for­gangs­hópa. 

Systk­ina­af­slættir eru eitt af því sem getur haft mikil áhrif ef fólk er með fleira en eitt barn á leik­skóla. En sam­kvæmt sam­an­burði ASÍ er afslátt­ur­inn mis­mik­ill eftir sveit­ar­fé­lögum eða frá 25 til 7 pró­sent afsláttur fyrir annað barn og 75 til 100 pró­sent afsláttur fyrir þriðja barn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent