Allt um mætingu þingmanna, afstöðu og það sem þeir töluðu um

Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er með bestu mæt­ingu allra þing­manna í atkvæða­greiðslur á kjör­tíma­bil­inu, eða 98,5 pró­sent mæt­ingu. Willum Þór er meira að segja með betri mæt­ingu en Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sem er í öðru sæti á mæt­ing­ar­list­an­um. Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, er með verstu mæt­ing­una í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 52,5 pró­sent þeirra á kjör­tíma­bil­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kemur fast á hæla hans með ein­ungis 56,7 pró­sent mæt­ingu í atkvæða­greiðsl­ur. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram á vefn­um thing­menn.is sem settur hefur verið í loft­ið. Um er að ræða verk­efni sem Bær­ing Gunnar Stein­þórs­son hefur unn­ið. Á vefnum geta kjós­end­ur, og aðrir áhuga­sam­ir, fund­ið ­upp­lýs­ingar og töl­fræði um þing­menn og þing­flokka fyrir kjör­tíma­bilið 2013-2016. Vef­ur­inn sækir gögn af vef Alþingis sjálf­krafa og skiptir þeim niður í tvo meg­in­flokka: atkvæða­skrár og ræður eftir þing­um. Með þess­ari aðferð er hægt að vinna úr þeim og setja þau fram á hlut­lausan máta. 

Ögmundur tók síst afstöðu

Willum Þór er líka sá þing­maður sem oft­ast tekur afstöðu, eða í 94,3 pró­sent þeirra mála sem hafa komið fyrir þingið til atkvæða­greiðslu á kjör­tíma­bil­inu. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en stjórn­ar­þing­menn taka mun frekar afstöðu en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn, enda sitj­andi rík­is­stjórn með mjög rúman meiri­hluta og í aðstöðu til að koma þeim málum sem hún er sam­mála um í gegn þrátt fyrir and­stöðu ann­arra flokka. Ögmundur Jón­as­son er sá þing­maður sem í lang fæst skipti tekur afstöðu, eða í 24,8 pró­sent þeirra mála sem greitt var atkvæði um. Ögmundur tók því ein­ungis afstöðu í fjórða hverju máli á kjör­tíma­bil­inu. Hann greiddi sam­tals atkvæði 650 sinn­um.

Auglýsing

Sá sem tók afstöðu í næst fæst skipti er Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann tók afstöðu í 43,3 pró­sent mála og greiddi atkvæði alls 1.350 sinn­um. 

Stein­grímur tal­aði mest en Fram­sókn minnst

Á vefnum er líka hægt að sjá hversu miklum tíma þing­menn eyddu í ræðu­stól og um hvað þeir töl­uðu mest. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna, tal­aði mest allra, eða sam­tals í 95,9 klukku­stund­ir. Hann tal­aði oft­ast um sveit­ar­fé­lag og fjár­mála­ráð­herra. Ein­ungis einn stjórn­ar­liði kemst á topp tíu list­ann yfir þá sem töl­uðu mest. Það er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem tal­aði sam­tals í 62,5 klukku­stundir á kjör­tíma­bil­inu. Bjarni tal­aði mest um rík­is­sjóð og skatta. 

Sjö af þeim sem töl­uðu minnst úr ræðu­stól Alþingis á kjör­tíma­bil­inu eru Fram­sókn­ar­menn. Þór­unn Egils­dóttir fer fyrir þeim hópi, en hún tal­aði ein­ungis í 4,7 klukku­stundir á þeim árum sem kjör­tíma­bilið hefur staðið yfir. Þór­unn tal­aði því í fimm pró­sent af þeim tíma sem Stein­grímur tal­aði. Hún ræddi oft­ast um ein­stak­linga eða sveit­ar­fé­lög úr pont­u. 

Talað um heim­ili, sveit­ar­fé­lög og þjóð­ina

Vef­ur­inn býður líka upp á upp­lýs­ingar um hvað hver þing­flokkur gerði á kjör­tíma­bil­inu. Þar má til að mynda sjá að þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar mætti verst í atkvæða­greiðslur en þing­flokkur Pírata, sem telur þrjá aðila, hlut­falls­lega best. Sam­fylk­ingin mætti í 72,9 pró­sent atkvæða­greiðslna á meðan að Píratar mættu í 90,3 pró­sent þeirra. 

Þar má einnig sjá hvað þing­flokk­arnir töl­uðu mest um. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og heim­ili. Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og fjár­lög.

Hjá þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum var mest talað um þjóð. Þ.e. Sam­fylk­ingu, Pírötum og Bjartri fram­tíð. Vinstri grænir skáru sig úr þessum hópi og töl­uðu mest um sveit­ar­fé­lög. En næst mest um þjóð­ina. 

Hægt er að sjá vef­inn hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None