Allt um mætingu þingmanna, afstöðu og það sem þeir töluðu um

Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er með bestu mæt­ingu allra þing­manna í atkvæða­greiðslur á kjör­tíma­bil­inu, eða 98,5 pró­sent mæt­ingu. Willum Þór er meira að segja með betri mæt­ingu en Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sem er í öðru sæti á mæt­ing­ar­list­an­um. Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, er með verstu mæt­ing­una í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 52,5 pró­sent þeirra á kjör­tíma­bil­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kemur fast á hæla hans með ein­ungis 56,7 pró­sent mæt­ingu í atkvæða­greiðsl­ur. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram á vefn­um thing­menn.is sem settur hefur verið í loft­ið. Um er að ræða verk­efni sem Bær­ing Gunnar Stein­þórs­son hefur unn­ið. Á vefnum geta kjós­end­ur, og aðrir áhuga­sam­ir, fund­ið ­upp­lýs­ingar og töl­fræði um þing­menn og þing­flokka fyrir kjör­tíma­bilið 2013-2016. Vef­ur­inn sækir gögn af vef Alþingis sjálf­krafa og skiptir þeim niður í tvo meg­in­flokka: atkvæða­skrár og ræður eftir þing­um. Með þess­ari aðferð er hægt að vinna úr þeim og setja þau fram á hlut­lausan máta. 

Ögmundur tók síst afstöðu

Willum Þór er líka sá þing­maður sem oft­ast tekur afstöðu, eða í 94,3 pró­sent þeirra mála sem hafa komið fyrir þingið til atkvæða­greiðslu á kjör­tíma­bil­inu. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en stjórn­ar­þing­menn taka mun frekar afstöðu en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn, enda sitj­andi rík­is­stjórn með mjög rúman meiri­hluta og í aðstöðu til að koma þeim málum sem hún er sam­mála um í gegn þrátt fyrir and­stöðu ann­arra flokka. Ögmundur Jón­as­son er sá þing­maður sem í lang fæst skipti tekur afstöðu, eða í 24,8 pró­sent þeirra mála sem greitt var atkvæði um. Ögmundur tók því ein­ungis afstöðu í fjórða hverju máli á kjör­tíma­bil­inu. Hann greiddi sam­tals atkvæði 650 sinn­um.

Auglýsing

Sá sem tók afstöðu í næst fæst skipti er Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann tók afstöðu í 43,3 pró­sent mála og greiddi atkvæði alls 1.350 sinn­um. 

Stein­grímur tal­aði mest en Fram­sókn minnst

Á vefnum er líka hægt að sjá hversu miklum tíma þing­menn eyddu í ræðu­stól og um hvað þeir töl­uðu mest. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna, tal­aði mest allra, eða sam­tals í 95,9 klukku­stund­ir. Hann tal­aði oft­ast um sveit­ar­fé­lag og fjár­mála­ráð­herra. Ein­ungis einn stjórn­ar­liði kemst á topp tíu list­ann yfir þá sem töl­uðu mest. Það er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem tal­aði sam­tals í 62,5 klukku­stundir á kjör­tíma­bil­inu. Bjarni tal­aði mest um rík­is­sjóð og skatta. 

Sjö af þeim sem töl­uðu minnst úr ræðu­stól Alþingis á kjör­tíma­bil­inu eru Fram­sókn­ar­menn. Þór­unn Egils­dóttir fer fyrir þeim hópi, en hún tal­aði ein­ungis í 4,7 klukku­stundir á þeim árum sem kjör­tíma­bilið hefur staðið yfir. Þór­unn tal­aði því í fimm pró­sent af þeim tíma sem Stein­grímur tal­aði. Hún ræddi oft­ast um ein­stak­linga eða sveit­ar­fé­lög úr pont­u. 

Talað um heim­ili, sveit­ar­fé­lög og þjóð­ina

Vef­ur­inn býður líka upp á upp­lýs­ingar um hvað hver þing­flokkur gerði á kjör­tíma­bil­inu. Þar má til að mynda sjá að þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar mætti verst í atkvæða­greiðslur en þing­flokkur Pírata, sem telur þrjá aðila, hlut­falls­lega best. Sam­fylk­ingin mætti í 72,9 pró­sent atkvæða­greiðslna á meðan að Píratar mættu í 90,3 pró­sent þeirra. 

Þar má einnig sjá hvað þing­flokk­arnir töl­uðu mest um. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og heim­ili. Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og fjár­lög.

Hjá þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum var mest talað um þjóð. Þ.e. Sam­fylk­ingu, Pírötum og Bjartri fram­tíð. Vinstri grænir skáru sig úr þessum hópi og töl­uðu mest um sveit­ar­fé­lög. En næst mest um þjóð­ina. 

Hægt er að sjá vef­inn hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None