Allt um mætingu þingmanna, afstöðu og það sem þeir töluðu um

Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Willum Þór Þórsson mætti best allra þingmanna í atkvæðagreiðslur og tók oftast afstöðu á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er með bestu mæt­ingu allra þing­manna í atkvæða­greiðslur á kjör­tíma­bil­inu, eða 98,5 pró­sent mæt­ingu. Willum Þór er meira að segja með betri mæt­ingu en Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, sem er í öðru sæti á mæt­ing­ar­list­an­um. Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, er með verstu mæt­ing­una í atkvæða­greiðsl­ur. Hann tók ein­ungis þátt í 52,5 pró­sent þeirra á kjör­tíma­bil­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kemur fast á hæla hans með ein­ungis 56,7 pró­sent mæt­ingu í atkvæða­greiðsl­ur. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram á vefn­um thing­menn.is sem settur hefur verið í loft­ið. Um er að ræða verk­efni sem Bær­ing Gunnar Stein­þórs­son hefur unn­ið. Á vefnum geta kjós­end­ur, og aðrir áhuga­sam­ir, fund­ið ­upp­lýs­ingar og töl­fræði um þing­menn og þing­flokka fyrir kjör­tíma­bilið 2013-2016. Vef­ur­inn sækir gögn af vef Alþingis sjálf­krafa og skiptir þeim niður í tvo meg­in­flokka: atkvæða­skrár og ræður eftir þing­um. Með þess­ari aðferð er hægt að vinna úr þeim og setja þau fram á hlut­lausan máta. 

Ögmundur tók síst afstöðu

Willum Þór er líka sá þing­maður sem oft­ast tekur afstöðu, eða í 94,3 pró­sent þeirra mála sem hafa komið fyrir þingið til atkvæða­greiðslu á kjör­tíma­bil­inu. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en stjórn­ar­þing­menn taka mun frekar afstöðu en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn, enda sitj­andi rík­is­stjórn með mjög rúman meiri­hluta og í aðstöðu til að koma þeim málum sem hún er sam­mála um í gegn þrátt fyrir and­stöðu ann­arra flokka. Ögmundur Jón­as­son er sá þing­maður sem í lang fæst skipti tekur afstöðu, eða í 24,8 pró­sent þeirra mála sem greitt var atkvæði um. Ögmundur tók því ein­ungis afstöðu í fjórða hverju máli á kjör­tíma­bil­inu. Hann greiddi sam­tals atkvæði 650 sinn­um.

Auglýsing

Sá sem tók afstöðu í næst fæst skipti er Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann tók afstöðu í 43,3 pró­sent mála og greiddi atkvæði alls 1.350 sinn­um. 

Stein­grímur tal­aði mest en Fram­sókn minnst

Á vefnum er líka hægt að sjá hversu miklum tíma þing­menn eyddu í ræðu­stól og um hvað þeir töl­uðu mest. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna, tal­aði mest allra, eða sam­tals í 95,9 klukku­stund­ir. Hann tal­aði oft­ast um sveit­ar­fé­lag og fjár­mála­ráð­herra. Ein­ungis einn stjórn­ar­liði kemst á topp tíu list­ann yfir þá sem töl­uðu mest. Það er Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem tal­aði sam­tals í 62,5 klukku­stundir á kjör­tíma­bil­inu. Bjarni tal­aði mest um rík­is­sjóð og skatta. 

Sjö af þeim sem töl­uðu minnst úr ræðu­stól Alþingis á kjör­tíma­bil­inu eru Fram­sókn­ar­menn. Þór­unn Egils­dóttir fer fyrir þeim hópi, en hún tal­aði ein­ungis í 4,7 klukku­stundir á þeim árum sem kjör­tíma­bilið hefur staðið yfir. Þór­unn tal­aði því í fimm pró­sent af þeim tíma sem Stein­grímur tal­aði. Hún ræddi oft­ast um ein­stak­linga eða sveit­ar­fé­lög úr pont­u. 

Talað um heim­ili, sveit­ar­fé­lög og þjóð­ina

Vef­ur­inn býður líka upp á upp­lýs­ingar um hvað hver þing­flokkur gerði á kjör­tíma­bil­inu. Þar má til að mynda sjá að þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar mætti verst í atkvæða­greiðslur en þing­flokkur Pírata, sem telur þrjá aðila, hlut­falls­lega best. Sam­fylk­ingin mætti í 72,9 pró­sent atkvæða­greiðslna á meðan að Píratar mættu í 90,3 pró­sent þeirra. 

Þar má einnig sjá hvað þing­flokk­arnir töl­uðu mest um. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og heim­ili. Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, tal­aði mest um sveit­ar­fé­lög og fjár­lög.

Hjá þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum var mest talað um þjóð. Þ.e. Sam­fylk­ingu, Pírötum og Bjartri fram­tíð. Vinstri grænir skáru sig úr þessum hópi og töl­uðu mest um sveit­ar­fé­lög. En næst mest um þjóð­ina. 

Hægt er að sjá vef­inn hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None