Sigmundur vill setja bráðabirgðalög í vikunni fyrir kosningar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, vill að ríkisstjórnin setji bráðabirgalög strax í þessari viku til að koma í veg fyrir frekari tafir á vinnu við að tengja orku frá Þeistareykjum við Kröflu við iðnaðarsvæðið á Bakka. Í dag eru fimm dagar í kosningar. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Sigmund Davíð í Morgunblaðinu í dag.

Þar ræðir hann um þá stórsókn í byggðarmálum sem ráðist hefði verið í ef kjörtímabilið hefði ekki verið stytt og fjárlög fyrir árið 2017 lögð fram af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sigmundur Davíð segir að stjórnmálamenn verði að hafa þor til að beita sér fyrir því að ríkisvaldið liðki fyrir uppbyggingu á sviði iðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins. „Ný­leg dæmi sýna að ekki aðeins hef­ur kerfið til­hneig­ingu til að þvæl­ast fyr­ir því að slík verk­efni fari af stað, það get­ur jafn­vel gripið inn í til að stöðva stór og mik­il­væg verk­efni sem eru þegar far­in af stað. Rík­is­stjórn­in þarf strax í þess­ari viku að setja bráðabirgðalög svo hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og upp­bygg­ing­una á Bakka. Ella geta get­ur því mik­il­væga verk­efni verið stefnt í óvissu mánuðum sam­an og það jafn­vel sett í upp­nám fyr­ir vikið.“

Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála stöðv­aði fram­kvæmdir vegna lagn­ingu á raf­línu frá Þeista­reykjum og Kröflu­svæð­inu að iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka í ágúst. Ástæðan var kæra Land­verndar vegna máls­ins. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar á að liggja fyrir um miðjan októ­ber.

Auglýsing

Það þótti hins vegar of langur tími til að bíða eftir slíkri nið­ur­stöðu og því ákvað rík­is­stjórnin að leggja fram frum­varp um að kæru­ferlið yrði stöðvað og fram­kvæmdum áfram­hald­ið. Áður en frumvarpið fékk afgreiðslu kom niðurstaða nefndarinnar fram og því varð samþykkt þess aldrei að veruleika. 

Í honum felldi úrskurðarnefndin úr gildi framkvæmdaleyfi sem Skútustaðahreppur hafði veitt Landsneti vegna Kröflulínu 4.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None