Clinton með gott forskot á Trump þegar tvær vikur eru til kosninga

Hillary Clinton mælist nú með tólf prósentustiga forskot á Trump, en mælingar úr fleiri könnunum sína aðra stöðu þar sem mjórra er á munum.

Hillary Clinton
Auglýsing

Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, mælist nú með tólf­pró­sentu­stiga for­skot á Don­ald Trump, for­seta­efni Repúblikana, þegar fimmtán dagar eru til kosn­inga. Ný könn­un, sem unnin var fyrir ABC-frétta­stöð­ina, leiddi í ljós 50 pró­sent stuðn­ing við Hill­ary en 38 pró­sent studdu Trump. Um fimm pró­sent studdu Gary John­son, og rúm­lega tvö pró­sent Jill Stein. Ómark­tækur stuðn­ingur var við aðra. 

Afger­andi munur er á stuðn­ingi þegar skoðuð eru við­horf karla og kvenna, en Hill­ary er með meira en 20 pró­sentu­stiga for­skot hjá konum en aðeins þriggja pró­sentu­stiga for­skot hjá körl­u­m. 

Þrátt fyrir að þessa nýjasta könnun sýni meiri mun á milli Hill­ary og Trump, en mælst hefur áður, þá sýna útreikn­ingar FiveT­hir­tyEight.com, sem vegur og metur kann­anir á lands­vísu, að Hill­ary er nú með 49,6 pró­sent fylgi en Don­ald Trump 43,2 pró­sent. 

AuglýsingÞegar sig­ur­lík­urnar eru metn­ar, eftir skoðun á stöðu mála í ein­staka ríkj­um, er staðan veru­lega mikið Hill­ary í vil um þessar mund­ir. FiveT­hir­tyEight telur 86,2 pró­sent líkur á að Hill­ary vinni kosn­ing­arnar en 13,8 pró­sent að Trump. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None