Viðreisn boðar innviðasjóð og lækkun vaxta

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Við­reisn vill að tekjur rík­is­ins af upp­boði afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi renni í sér­stakan inn­viða­sjóð sem not­aður verði til að byggja upp­ ­fjöl­breyttar stoðir atvinnu­lífs, ekki síst á lands­byggð­inni. Við­reisn segir að ­upp­boð afla­heim­ilda geti skilað 20 millj­örðum króna á ári í rík­is­sjóð.

Þetta er meðal áherslu­mála Við­reisnar, sem hafa nú ver­ið kynnt form­lega.

Í nán­ari útlistun flokks­ins á inn­viða­sjóðnum kemur fram, að ­flokk­ur­inn vilji fara mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi sem komi í stað veiði­leyfagjalda. „Mark­aðs­leiðin tryggir að loks­ins sé greitt sann­gjarnt verð fyrir afnotin af auð­lind­inni. Verð sem er ákvarðað af mark­að­inum en ekki af mönnum inni í ráðu­neyti. Leiðin hvetur til hag­ræð­ingar og hámarks arð­semi og opnar á nýlið­un. Við­reisn ætlar að setja á fót Inn­viða­sjóð. Þannig verð­i af­gjald­inu sem fæst fyrir afnotin af auð­lind­inni varið til inn­viða­upp­bygg­ing­ar á þeim svæðum þar sem kvót­inn er upp­runn­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Við­reisn.

Auglýsing

Með þessum hætti verði hægt að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og auð­velda upp­bygg­ingu á innviðum víða um land­ið, ekki síst til­ að gera svæðin mót­tæki­legri fyrir erlendum ferða­mönn­um. „Þetta er spurn­ing um að tryggja öryggi bæði borg­ar­anna og ferða­mann­ana - t.d. Að ráð­ast í nauð­syn­legar sam­göngu­úr­bæt­ur, upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöð­um, heilsu­gæslu, fjar­skipta­mál og að efla lög­gæslu. Við teljum að var­lega áætlað getum við gert ráð fyrir að kjör­dæmin fái hlut­deild í sem gæti verið 3-4 millj­arðar á hvert lands­byggð­ar­kjör­dæmi og svipað fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið ef mark­aðs­leiðin gef­ur 15 millj­arða en 4-5 millj­arða á kjör­dæmi ef hún gefur 20 millj­arða,“ segir í út­listun flokks­ins á inn­viða­sjóðs­hug­mynd­inni.

Mynt­ráð og lægri vextir

Í kosn­inga­bar­átt­unni hefur Við­reisn talað fyrir mynt­ráði þar ­sem hug­myndin er að festa gengi krón­unnar við erlenda mynt. Með því móti seg­ir Við­reisn mögu­legt að lækka vaxta­stig á land­inu. Miðað við þriggja pró­senta ­lækkun vaxta þá myndi mynd­ast 180 millj­arða sparn­aður á Íslandi hjá sveit­ar­fé­lög­um, rík­inu, fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um.

Með þessu móti telur flokk­ur­inn mögu­legt að lækka vaxta­byrð­i ­dæmi­gerðar fjöl­skyldu um allt að 50 þús­und krónur á mán­uði, því er segir í út­list­unum Við­reisn­ar.

Hóf­leg útgjalda­aukn­ing

Í áformum Við­reisnar er enn fremur horft til þess að auka ­út­gjöld til heil­brigðs­mála umtals­vert og að þau verði 39 millj­örðum hærri, á föstu verð­lagi, árið 2020 en þau eru nú. Þá vill Við­reisn flýta upp­bygg­ingu við Lands­spít­ala. Bygg­ingu með­ferð­ar­kjarna verði lokið eigi síðar en 2022. Gert er ráð fyrir 10 millj­arða fram­lagi á ári til bygg­ing­ar­fram­kvæmda við Lands­spít­ala á kjör­tíma­bil­inu. Það er tvö­földun miðað við gild­andi fimm ára ­rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None