Viðreisn boðar innviðasjóð og lækkun vaxta

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Við­reisn vill að tekjur rík­is­ins af upp­boði afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi renni í sér­stakan inn­viða­sjóð sem not­aður verði til að byggja upp­ ­fjöl­breyttar stoðir atvinnu­lífs, ekki síst á lands­byggð­inni. Við­reisn segir að ­upp­boð afla­heim­ilda geti skilað 20 millj­örðum króna á ári í rík­is­sjóð.

Þetta er meðal áherslu­mála Við­reisnar, sem hafa nú ver­ið kynnt form­lega.

Í nán­ari útlistun flokks­ins á inn­viða­sjóðnum kemur fram, að ­flokk­ur­inn vilji fara mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi sem komi í stað veiði­leyfagjalda. „Mark­aðs­leiðin tryggir að loks­ins sé greitt sann­gjarnt verð fyrir afnotin af auð­lind­inni. Verð sem er ákvarðað af mark­að­inum en ekki af mönnum inni í ráðu­neyti. Leiðin hvetur til hag­ræð­ingar og hámarks arð­semi og opnar á nýlið­un. Við­reisn ætlar að setja á fót Inn­viða­sjóð. Þannig verð­i af­gjald­inu sem fæst fyrir afnotin af auð­lind­inni varið til inn­viða­upp­bygg­ing­ar á þeim svæðum þar sem kvót­inn er upp­runn­inn,“ segir í til­kynn­ingu frá Við­reisn.

Auglýsing

Með þessum hætti verði hægt að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og auð­velda upp­bygg­ingu á innviðum víða um land­ið, ekki síst til­ að gera svæðin mót­tæki­legri fyrir erlendum ferða­mönn­um. „Þetta er spurn­ing um að tryggja öryggi bæði borg­ar­anna og ferða­mann­ana - t.d. Að ráð­ast í nauð­syn­legar sam­göngu­úr­bæt­ur, upp­bygg­ingu á ferða­manna­stöð­um, heilsu­gæslu, fjar­skipta­mál og að efla lög­gæslu. Við teljum að var­lega áætlað getum við gert ráð fyrir að kjör­dæmin fái hlut­deild í sem gæti verið 3-4 millj­arðar á hvert lands­byggð­ar­kjör­dæmi og svipað fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið ef mark­aðs­leiðin gef­ur 15 millj­arða en 4-5 millj­arða á kjör­dæmi ef hún gefur 20 millj­arða,“ segir í út­listun flokks­ins á inn­viða­sjóðs­hug­mynd­inni.

Mynt­ráð og lægri vextir

Í kosn­inga­bar­átt­unni hefur Við­reisn talað fyrir mynt­ráði þar ­sem hug­myndin er að festa gengi krón­unnar við erlenda mynt. Með því móti seg­ir Við­reisn mögu­legt að lækka vaxta­stig á land­inu. Miðað við þriggja pró­senta ­lækkun vaxta þá myndi mynd­ast 180 millj­arða sparn­aður á Íslandi hjá sveit­ar­fé­lög­um, rík­inu, fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um.

Með þessu móti telur flokk­ur­inn mögu­legt að lækka vaxta­byrð­i ­dæmi­gerðar fjöl­skyldu um allt að 50 þús­und krónur á mán­uði, því er segir í út­list­unum Við­reisn­ar.

Hóf­leg útgjalda­aukn­ing

Í áformum Við­reisnar er enn fremur horft til þess að auka ­út­gjöld til heil­brigðs­mála umtals­vert og að þau verði 39 millj­örðum hærri, á föstu verð­lagi, árið 2020 en þau eru nú. Þá vill Við­reisn flýta upp­bygg­ingu við Lands­spít­ala. Bygg­ingu með­ferð­ar­kjarna verði lokið eigi síðar en 2022. Gert er ráð fyrir 10 millj­arða fram­lagi á ári til bygg­ing­ar­fram­kvæmda við Lands­spít­ala á kjör­tíma­bil­inu. Það er tvö­földun miðað við gild­andi fimm ára ­rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None