Ekkert heyrst frá íslenskum stjórnvöldum

Íslensk stjórnvöld hafa vitað í rúm tvö ár að þau hafi gerst brotleg við EES-samninginn með ólöglegri ríkisaðstoð. Ríkið var dæmt vegna málsins í sumar, en eftirlitsstofnun EFTA hefur ekkert heyrt frá stjórnvöldum.

eftacourt-1.jpg
Auglýsing

ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, hefur ekki fengið neinar upp­lýs­ingar frá íslenskum stjórn­völdum um það hvort stjórn­völd séu byrjuð að end­ur­heimta ólög­mæta rík­is­að­stoð, sem þeim var gert að gera fyrir rúmum tveimur árum síð­an. 

Þetta kemur fram í svari ESA við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Í lok júlí síð­ast­lið­ins var Ísland dæmt fyrir að end­ur­heimta ekki rík­is­að­stoð til fimm fyr­ir­tækja, Becrom­al, Ver­ne, Íslenska kís­il­fé­lags­ins, Thorsil og GMR End­ur­vinnsl­unn­ar. Fyrir rúmum tveimur árum síðan komst ESA að þeirri nið­ur­stöðu að samn­ingar um ívilnun sem voru gerðir við þessi fyr­ir­tæki hafi falið í sér ólög­mæta rík­is­að­stoð. Íslenskum stjórn­völdum var gert að stöðva allar frek­ari greiðslur til þess­ara fyr­ir­tækja og sjá til þess að öll aðstoðin yrði end­ur­greidd innan fjög­urra mán­aða. 

Sá frestur rann út þann 9. febr­úar í fyrra. Þá var íslenskum stjórn­­­völdum gert að til­­­kynna eft­ir­lits­­­stofn­un­inni hver heild­­­ar­fjár­­­hæð ólög­­­mætrar rík­­­is­að­­­stoðar hefði verið veitt og til­­­kynna hvernig íslenska ríkið hygð­ist end­­­ur­heimta þessa fjár­­­hæð. Það var aldrei gert. 

Auglýsing

Því var íslenska rík­inu stefnt fyrir EFTA dóm­stól­inn, og hann komst að þeirri nið­ur­stöðu í sumar að Ísland hefði gerst brot­leg­t. Atvinn­u­­vega­ráðu­­neytið gerði lítið úr dóm­inum í frétta­til­kynn­ingu sem það sendi frá sér um málið þegar dóm­ur­inn lá fyr­ir. Þar kom aðeins fram að EFTA dóm­­stóll­inn hafi átalið drátt á end­­ur­heimt. Þá sagði ráðu­neytið að íslensk stjórn­­völd hafi unnið að lausn máls­ins und­an­farna mán­uði í sam­ráði við umrædd fyr­ir­tæki og stefnt væri að því að ljúka mál­unum á allra næstu vik­um. Það var þann 29. júlí síð­ast­lið­inn. 

Íslensk stjórn­völd vissu allan tím­ann að þau hefðu gerst brot­leg með íviln­un­ar­samn­ing­unum en sinntu því ekki að end­ur­heimta aðstoð­ina, að því er fram kom í dómi EFTA dóm­stóls­ins. Stjórn­­völd hafi ekki lagt fram neinar sann­­anir fyrir því fyrir dómi að samn­ing­­arnir hafi verið ógildir eða að greiðslum til fyr­ir­tækj­anna hafi verið hætt. Þá hafi Ísland ekki sýnt fram á nákvæmar upp­­hæðir sem ætti að end­­ur­heimta né heldur hvernig stæði til að standa að end­­ur­heimt­un­­um. 

Í við­tali við Kjarn­ann í ágúst sagði Gjer­mund Mathies­en, yfir­maður sam­keppn­is­mála hjá ESA að endur­heimtur á ólög­mætri rík­is­að­stoð væru orðnar að við­var­andi vanda­máli á Íslandi og stofn­unin hefði áhyggjur af stöðu mála hér­lend­is. 

Íslensk stjórn­­völd héldu því fram fyrir dómi að upp­­hæð­­irnar sem um ræðir séu mjög litl­­ar. Mathiesen segir að upp­­hæð­­irnar hafi vissu­­lega ekki verið mjög háar, en það veki einmitt upp áhyggjur af því hvað myndi ger­­ast í stærri mál­­um. „Myndi þá taka ennþá lengri tíma að end­­ur­heimta rík­­is­að­­stoð­ina? Það er það sem við höfum miklar áhyggjur af.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None