Framsókn hefði fengið 19 prósent með Sigmund sem formann, segir Sigmundur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir átök á flokks­þingi flokks­ins í byrjun októ­ber, þar sem hann tap­aði for­manns­kosn­ingu, vera ástæðu þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­aði jafn miklu fylgi og raun ber vitni í kosn­ing­unum um helg­ina. Hann seg­ist hafa hitt fjölda fólks sem sagð­ist ekki geta kosið Fram­sókn­ar­flokk­inn vegna átak­ana á flokks­þing­inu. Sjálf­stæð­is­menn hafi hins vegar staðið saman í kosn­inga­bar­átt­unni og það hafi skilað þeim flokki miklu. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Í Frétta­blað­inu segir Sig­mundur Davíð að hann hefði getað tryggt flokknum 18 til 19 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum ef hann hefði verið for­mað­ur. „Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öfl­ugri kosn­inga­bar­áttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjög­ur ­pró­sentu­stig og svo kannski tvö í við­bót í kosn­ing­unum sjálf­um. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 pró­senta fylg­i.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur aldrei fengið hlut­falls­lega færri atkvæði í alþing­is­kosn­ingum í 100 ára sögu sinni og hann fékk á laug­ar­dag. Alls fékk flokk­ur­inn 11,5 pró­sent atkvæða og átta þing­menn, en hafði fengið 24,4 pró­sent árið 2013 og 19 þing­menn. Versta nið­ur­staða flokks­ins fyrir þessa var árið 2007 þegar Jón Sig­urðs­son stýrði flokknum og hann fékk 11,7 pró­sent atkvæða. Þá fékk flokk­ur­inn hins vegar færri þing­menn, eða sjö. 

Auglýsing

Ástæða þess að kosið var nú í októ­ber, en ekki næsta voru þegar kjör­tíma­bil­inu átti að ljúka, var hið svo­kall­aða Wintris-­mál og vera ann­arra ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar í Pana­ma-skjöl­unum sem opin­beruð voru í byrjun apríl síð­ast­liðn­um. Wintris-­málið snérist um að Sig­mundur Davíð hafi átt félag á aflandseyj­unni Tortóla til helm­inga gegn eig­in­konu sinni. Í félag­inu eru miklar eign­ir, þótt að ekki hafi verið greint frá því opin­ber­lega nákvæm­lega hverjar þær eru. Félagið var einnig kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð var spurður út í félagið í sjón­varps­þætti 3. apríl 2016 og þar sagði hann ósátt um til­urð þess og til­gang. Hann rauk síðan út úr við­tal­inu. Dag­inn eftir mættu 26 þús­und manns á stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar fyrir framan Alþingi og þriðju­dag­inn 5. apríl sagði Sig­mundur Davíð af sér sem for­sæt­is­ráð­herra.

Hann snéri síðan aftur í stjórn­mál í lok júlí og reyndi að koma í veg fyrir að kosn­ingar yrðu haldnar í haust. Hann reyndi einnig að koma í veg fyrir að flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði haldið í aðdrag­anda kosn­inga en hvor­ugt gekk eft­ir. Á flokks­þing­inu bauð Sig­urður Ingi Jóhanns­son sig fram til for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum gegn Sig­mundi Davíð og sigr­að­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None