Framsókn hefði fengið 19 prósent með Sigmund sem formann, segir Sigmundur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir átök á flokks­þingi flokks­ins í byrjun októ­ber, þar sem hann tap­aði for­manns­kosn­ingu, vera ástæðu þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­aði jafn miklu fylgi og raun ber vitni í kosn­ing­unum um helg­ina. Hann seg­ist hafa hitt fjölda fólks sem sagð­ist ekki geta kosið Fram­sókn­ar­flokk­inn vegna átak­ana á flokks­þing­inu. Sjálf­stæð­is­menn hafi hins vegar staðið saman í kosn­inga­bar­átt­unni og það hafi skilað þeim flokki miklu. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Í Frétta­blað­inu segir Sig­mundur Davíð að hann hefði getað tryggt flokknum 18 til 19 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum ef hann hefði verið for­mað­ur. „Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öfl­ugri kosn­inga­bar­áttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjög­ur ­pró­sentu­stig og svo kannski tvö í við­bót í kosn­ing­unum sjálf­um. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 pró­senta fylg­i.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur aldrei fengið hlut­falls­lega færri atkvæði í alþing­is­kosn­ingum í 100 ára sögu sinni og hann fékk á laug­ar­dag. Alls fékk flokk­ur­inn 11,5 pró­sent atkvæða og átta þing­menn, en hafði fengið 24,4 pró­sent árið 2013 og 19 þing­menn. Versta nið­ur­staða flokks­ins fyrir þessa var árið 2007 þegar Jón Sig­urðs­son stýrði flokknum og hann fékk 11,7 pró­sent atkvæða. Þá fékk flokk­ur­inn hins vegar færri þing­menn, eða sjö. 

Auglýsing

Ástæða þess að kosið var nú í októ­ber, en ekki næsta voru þegar kjör­tíma­bil­inu átti að ljúka, var hið svo­kall­aða Wintris-­mál og vera ann­arra ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar í Pana­ma-skjöl­unum sem opin­beruð voru í byrjun apríl síð­ast­liðn­um. Wintris-­málið snérist um að Sig­mundur Davíð hafi átt félag á aflandseyj­unni Tortóla til helm­inga gegn eig­in­konu sinni. Í félag­inu eru miklar eign­ir, þótt að ekki hafi verið greint frá því opin­ber­lega nákvæm­lega hverjar þær eru. Félagið var einnig kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð var spurður út í félagið í sjón­varps­þætti 3. apríl 2016 og þar sagði hann ósátt um til­urð þess og til­gang. Hann rauk síðan út úr við­tal­inu. Dag­inn eftir mættu 26 þús­und manns á stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar fyrir framan Alþingi og þriðju­dag­inn 5. apríl sagði Sig­mundur Davíð af sér sem for­sæt­is­ráð­herra.

Hann snéri síðan aftur í stjórn­mál í lok júlí og reyndi að koma í veg fyrir að kosn­ingar yrðu haldnar í haust. Hann reyndi einnig að koma í veg fyrir að flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði haldið í aðdrag­anda kosn­inga en hvor­ugt gekk eft­ir. Á flokks­þing­inu bauð Sig­urður Ingi Jóhanns­son sig fram til for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum gegn Sig­mundi Davíð og sigr­að­i. 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None