Framsókn hefði fengið 19 prósent með Sigmund sem formann, segir Sigmundur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir átök á flokks­þingi flokks­ins í byrjun októ­ber, þar sem hann tap­aði for­manns­kosn­ingu, vera ástæðu þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­aði jafn miklu fylgi og raun ber vitni í kosn­ing­unum um helg­ina. Hann seg­ist hafa hitt fjölda fólks sem sagð­ist ekki geta kosið Fram­sókn­ar­flokk­inn vegna átak­ana á flokks­þing­inu. Sjálf­stæð­is­menn hafi hins vegar staðið saman í kosn­inga­bar­átt­unni og það hafi skilað þeim flokki miklu. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Í Frétta­blað­inu segir Sig­mundur Davíð að hann hefði getað tryggt flokknum 18 til 19 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum ef hann hefði verið for­mað­ur. „Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öfl­ugri kosn­inga­bar­áttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjög­ur ­pró­sentu­stig og svo kannski tvö í við­bót í kosn­ing­unum sjálf­um. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 pró­senta fylg­i.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur aldrei fengið hlut­falls­lega færri atkvæði í alþing­is­kosn­ingum í 100 ára sögu sinni og hann fékk á laug­ar­dag. Alls fékk flokk­ur­inn 11,5 pró­sent atkvæða og átta þing­menn, en hafði fengið 24,4 pró­sent árið 2013 og 19 þing­menn. Versta nið­ur­staða flokks­ins fyrir þessa var árið 2007 þegar Jón Sig­urðs­son stýrði flokknum og hann fékk 11,7 pró­sent atkvæða. Þá fékk flokk­ur­inn hins vegar færri þing­menn, eða sjö. 

Auglýsing

Ástæða þess að kosið var nú í októ­ber, en ekki næsta voru þegar kjör­tíma­bil­inu átti að ljúka, var hið svo­kall­aða Wintris-­mál og vera ann­arra ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar í Pana­ma-skjöl­unum sem opin­beruð voru í byrjun apríl síð­ast­liðn­um. Wintris-­málið snérist um að Sig­mundur Davíð hafi átt félag á aflandseyj­unni Tortóla til helm­inga gegn eig­in­konu sinni. Í félag­inu eru miklar eign­ir, þótt að ekki hafi verið greint frá því opin­ber­lega nákvæm­lega hverjar þær eru. Félagið var einnig kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð var spurður út í félagið í sjón­varps­þætti 3. apríl 2016 og þar sagði hann ósátt um til­urð þess og til­gang. Hann rauk síðan út úr við­tal­inu. Dag­inn eftir mættu 26 þús­und manns á stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar fyrir framan Alþingi og þriðju­dag­inn 5. apríl sagði Sig­mundur Davíð af sér sem for­sæt­is­ráð­herra.

Hann snéri síðan aftur í stjórn­mál í lok júlí og reyndi að koma í veg fyrir að kosn­ingar yrðu haldnar í haust. Hann reyndi einnig að koma í veg fyrir að flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði haldið í aðdrag­anda kosn­inga en hvor­ugt gekk eft­ir. Á flokks­þing­inu bauð Sig­urður Ingi Jóhanns­son sig fram til for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum gegn Sig­mundi Davíð og sigr­að­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None