Krefjast þess að Sigmundur Davíð verði ráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Það er krafa stuðn­ings­manna Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar innan Fram­sókn­ar­flokks­ins að ef flokk­ur­inn ætli í rík­is­stjórn­ar­sam­starf þá verði eina leiðin til sátta við þá að gera Sig­mund Davíð að ráð­herra. Þetta segir Sveinn Hjörtur Guð­finns­son, for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, við Morg­un­blaðið í dag. Hann segir enn fremur að eina mann­eskjan til að sætta and­stæðar fylk­ingar í flokknum sé Lilja Alfreðs­dótt­ir, nýkjör­inn vara­for­maður hans. 

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna, segir að hún sé á því að völdum í flokknum hafi verið rænt. „Það voru ekki nema 40 at­­kvæði sem skildu Sig­­mund Davíð og Sig­­urð Inga að og þarna mætti fólk og tók þátt í at­­kvæða­greiðsl­unni sem ég hef ekki séð um lang­an tíma í flokks­­starf­inu. Það eru eng­ar sætt­ir á leið­inni meðal flokks­­manna. Ég mun því íhuga mína stöð­u. Ég veit að for­maður og vara­­for­maður flokks­ins gera allt sem þeir geta til að kom­­ast í rík­­is­­stjórn en það er mín per­­són­u­­lega skoðun að við eig­um ekki að gera það.“ 

Segja hóp hafa hvatt til útstrik­ana

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk verstu útkomu í 100 ára sögu sinni í síð­ustu kosn­ing­unum þegar hann fékk 11,5 pró­sent fylgi. Í kosn­ing­unum 2013 hafði hann fengið 24,4 pró­sent. Sig­mundur Davíð hefur sagt að átökin á flokks­þingi, þegar hann var felldur sem for­mað­ur, sé helsta ástæða þess að flokk­ur­inn hefði tapað svona miklu fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði fengið 18-19 pró­sent atkvæða ef hann hefði enn verið for­mað­ur. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð var sá stjórn­mála­maður í fram­boði sem var strik­aður oft­ast út allra í nýliðnum kosn­ing­um. Alls strik­uðu 18 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi hann út og ein­ungis mun­aði nokkrum tugum atkvæða á að útstrik­anir nægðu til að fella hann niður um sæti. Sig­mundur Davíð sagði að hópur fólks innan flokks­ins hafi ákveðið að verja kosn­inga­bar­átt­unni til að hvetja til útstrik­ana á honum fremur en að afla flokknum fylg­is. 

Anna Kol­brún segir við Morg­un­blaðið að það sé „fótur fyrir því“ að fólk hafi verið hvatt til að strika út Sig­mund Davíð í nýliðnum kosn­ingum þegar það kaus Fram­sókn­ar­flokk­inn í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Páll Marís Páls­­son, for­maður Sam­­bands ungra fram­­sókn­­ar­­manna, seg­ist hins vegar ekki hafa trú á að staðið hafi verið kerf­is­bundið að því að strika út nafn Sig­­mund­ar Dav­íðs.

Brött brekka Sig­mundar Dav­íðs frá því í apríl

Ástæða þess að kosið var nú í októ­ber, en ekki næsta voru þegar kjör­­tíma­bil­inu átti að ljúka, var hið svo­­kall­aða Wintris-­­mál og vera ann­­arra ráð­herra rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í Pana­ma-skjöl­unum sem opin­beruð voru í byrjun apríl síð­­ast­liðn­­­um. Wintris-­­mál­ið sner­ist um að Sig­­mundur Davíð hafi átt félag á aflandseyj­unni Tortóla til helm­inga gegn eig­in­­konu sinni. Í félag­inu eru miklar eign­ir, þótt að ekki hafi verið greint frá því opin­ber­­lega nákvæm­­lega hverjar þær eru. Félagið var einnig kröf­u­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­­mundur Davíð var spurður út í félagið í sjón­­varps­þætti 3. apríl 2016 og þar sagði hann ósátt um til­­­urð þess og til­­­gang. Hann rauk síðan út úr við­tal­inu. Dag­inn eftir mættu 26 þús­und manns á stærstu mót­­mæli Íslands­­­sög­unnar fyrir framan Alþingi og þriðju­dag­inn 5. apríl sagði Sig­­mundur Davíð af sér sem for­­sæt­is­ráð­herra.

Hann snéri síðan aftur í stjórn­­­mál í lok júlí og reyndi að koma í veg fyrir að kosn­­ingar yrðu haldnar í haust. Hann reyndi einnig að koma í veg fyrir að flokks­­þing Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins yrði haldið í aðdrag­anda kosn­­inga en hvor­ugt gekk eft­­ir. Á flokks­­þing­inu bauð Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son sig fram til for­­mennsku í Fram­­sókn­­ar­­flokknum gegn Sig­­mundi Davíð og sigr­að­i. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn reynir nú hvað hann getur að kom­ast í rík­is­stjórn. Í þeim við­ræðum þá kynna for­svars­menn hans sig, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, sem sjö manna þing­flokk en ekki átta. Með fylgir vil­yrði um að Sig­mundur Davíð muni ekki með neinum hætti hafa aðkomu að þeirri rík­is­stjórn sem Fram­sókn myndi setj­ast í. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None