Brotalamir á ferlinu þegar ríkið seldi vogunarsjóði í Klakka

Helsta eign Klakka er fjármögunarfyrirtækið Lýsing.
Helsta eign Klakka er fjármögunarfyrirtækið Lýsing.
Auglýsing

Stjórn­ar­manni í Klakka, áður Exista, var falið að opna til­boð í hlut Lind­ar­hvols, eigna­um­sýslu­fé­lags rík­is­ins, í félag­inu. Heima­síðan Linda­hvoll­eign­ir.is – en gerð til­boð voru send á net­fang tengt henni – er enn fremur skráð á lög­fræði­stofu stjórn­ar­manns­ins, Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar segir að til­boðin hafi verið send inn á þannig formi að við­tak­andi þeirra var gert kleift að sjá inni­hald þeirra um leið og þau bár­ust. Ekk­ert í ferl­inu tryggði að inni­hald til­boð­anna héld­ist óað­gengi­legt þar til að til­boðs­frestur væri runn­inn út. Í starfs­reglum stjórnar Lindarhvols segir meðal ann­ars að til­gangur þeirra sé að auka gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni, koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra, auka trú­verð­ug­leika félags­ins og stuðla að óhlut­drægni við með­ferð og afgreiðslu mála.

Steinar Þór Guð­geirs­son var for­maður skila­nefndar Kaup­þings um nokkura ára skeið. Á und­an­för­unm árum hef­ur Steinar unnið sem ráð­gjafi fyrir Seðla­banka Íslands og situr meðal ann­ars í stjórnum margra félaga sem voru fram­seld til rík­is­ins í byrjun þessa árs sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­hafa gömlu bank­anna. DV greindi til að mynda frá því í apríl að Steinar hefði fengið það hlut­verk að gæta 

Auglýsing

hags­muna íslenska rík­is­ins sam­hliða sölu­ferli á 87 pró­sent hlut Kaup­þings í Arion banka sem sér­stakur eft­ir­lits­maður inni í Kaup­þingi.

Ríkið seldi vog­un­ar­sjóði

Stjórn Lind­­ar­hvols, eign­­ar­halds­­­fé­lags í eigu íslenska rík­­is­ins, sam­­þykkti í lok októ­ber að selja 17,7 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Klakka, sem hét áður Exista, til vog­un­­ar­­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­­gement. Eftir við­­skiptin á Burlington um 75 pró­­sent hlut í Klakka, en helsta eign félags­­ins í dag er fjár­­­mögn­un­­ar­­fyr­ir­tækið Lýs­ing. Burlington, sem var einn umsvifa­­mesti kröf­u­hafi föllnu bank­anna og keypti gríð­­ar­­legt magn af kröfum á þá á eft­ir­­mark­aði fyrir lágar fjár­­hæð­ir, greiddi 505 millj­­ónir króna fyrir hlut rík­­is­ins í Klakka. Alls bár­ust þrjú til­­­boð í hlut­inn. Bræð­­urnir Ágúst og Lýður Guð­­munds­­syn­ir, oft­­ast kenndir við Bakka­vör, buðu næst­hæst, 501 milljón króna, í hann. Þeir voru aðal­­eig­endur Existu fyrir hrun. 

Lind­­ar­hvoll, sem tók við stöð­ug­­leika­fram­lags­­eignum rík­­is­ins, aug­lýsti til sölu eignir í umsýslu félags­­ins í lok sept­­em­ber. Það vakti athygli, enda mán­uður í kosn­­ingar þegar eign­­irnar voru aug­lýstar til sölu. 

Burlington gerði öðrum hlut­höfum Klakka yfir­­­tökutil­­boð. Smærri hlut­hafar, sem áttu hlut sem er verð­­met­inn á undir 2.000 evr­­­ur, myndu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir myndu ganga að yfir­­­tökutil­­boði Burlington Loan Mana­­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­­­ur, um 248 þús­und krón­­ur, í umsýslu­­gjald fyrir að sjá um fram­­sal á eign­­ar­hlut­un­­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None