Brotalamir á ferlinu þegar ríkið seldi vogunarsjóði í Klakka

Helsta eign Klakka er fjármögunarfyrirtækið Lýsing.
Helsta eign Klakka er fjármögunarfyrirtækið Lýsing.
Auglýsing

Stjórn­ar­manni í Klakka, áður Exista, var falið að opna til­boð í hlut Lind­ar­hvols, eigna­um­sýslu­fé­lags rík­is­ins, í félag­inu. Heima­síðan Linda­hvoll­eign­ir.is – en gerð til­boð voru send á net­fang tengt henni – er enn fremur skráð á lög­fræði­stofu stjórn­ar­manns­ins, Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar segir að til­boðin hafi verið send inn á þannig formi að við­tak­andi þeirra var gert kleift að sjá inni­hald þeirra um leið og þau bár­ust. Ekk­ert í ferl­inu tryggði að inni­hald til­boð­anna héld­ist óað­gengi­legt þar til að til­boðs­frestur væri runn­inn út. Í starfs­reglum stjórnar Lindarhvols segir meðal ann­ars að til­gangur þeirra sé að auka gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni, koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra, auka trú­verð­ug­leika félags­ins og stuðla að óhlut­drægni við með­ferð og afgreiðslu mála.

Steinar Þór Guð­geirs­son var for­maður skila­nefndar Kaup­þings um nokkura ára skeið. Á und­an­för­unm árum hef­ur Steinar unnið sem ráð­gjafi fyrir Seðla­banka Íslands og situr meðal ann­ars í stjórnum margra félaga sem voru fram­seld til rík­is­ins í byrjun þessa árs sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­hafa gömlu bank­anna. DV greindi til að mynda frá því í apríl að Steinar hefði fengið það hlut­verk að gæta 

Auglýsing

hags­muna íslenska rík­is­ins sam­hliða sölu­ferli á 87 pró­sent hlut Kaup­þings í Arion banka sem sér­stakur eft­ir­lits­maður inni í Kaup­þingi.

Ríkið seldi vog­un­ar­sjóði

Stjórn Lind­­ar­hvols, eign­­ar­halds­­­fé­lags í eigu íslenska rík­­is­ins, sam­­þykkti í lok októ­ber að selja 17,7 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Klakka, sem hét áður Exista, til vog­un­­ar­­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­­gement. Eftir við­­skiptin á Burlington um 75 pró­­sent hlut í Klakka, en helsta eign félags­­ins í dag er fjár­­­mögn­un­­ar­­fyr­ir­tækið Lýs­ing. Burlington, sem var einn umsvifa­­mesti kröf­u­hafi föllnu bank­anna og keypti gríð­­ar­­legt magn af kröfum á þá á eft­ir­­mark­aði fyrir lágar fjár­­hæð­ir, greiddi 505 millj­­ónir króna fyrir hlut rík­­is­ins í Klakka. Alls bár­ust þrjú til­­­boð í hlut­inn. Bræð­­urnir Ágúst og Lýður Guð­­munds­­syn­ir, oft­­ast kenndir við Bakka­vör, buðu næst­hæst, 501 milljón króna, í hann. Þeir voru aðal­­eig­endur Existu fyrir hrun. 

Lind­­ar­hvoll, sem tók við stöð­ug­­leika­fram­lags­­eignum rík­­is­ins, aug­lýsti til sölu eignir í umsýslu félags­­ins í lok sept­­em­ber. Það vakti athygli, enda mán­uður í kosn­­ingar þegar eign­­irnar voru aug­lýstar til sölu. 

Burlington gerði öðrum hlut­höfum Klakka yfir­­­tökutil­­boð. Smærri hlut­hafar, sem áttu hlut sem er verð­­met­inn á undir 2.000 evr­­­ur, myndu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir myndu ganga að yfir­­­tökutil­­boði Burlington Loan Mana­­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­­­ur, um 248 þús­und krón­­ur, í umsýslu­­gjald fyrir að sjá um fram­­sal á eign­­ar­hlut­un­­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None