Bjarni vill leggja Evrópumálin inn til þingsins

7DM_0734_raw_1878.JPG
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hægt verði að finna lausn á Evrópusambandsmálum i stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð með því að leggja „málið frekar inn til þingsins“. Með þeim hætti sé hægt að finna lausn á því í ljósi þess að talsvert beri á milli flokkanna í afstöðu til Evrópusambandsins. Frá þessu er greint á mbl.is.

Samkvæmt heimildum Kjarnans snýst sú lausn sem Sjálfstæðismenn geta sætt sig við í því að ákvörðunin um hvort að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett fyrir Alþingi. Þar sé meirihluti flokka á móti aðild – en bæði Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru með þá afstöðu – og andstæðingar aðildar vonast til að sá meirihluti muni hafna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þó alls ekki víst að Vinstri græn muni hafna slíkri og skemmst er að minnast þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, var á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu í mars í fyrra þar sem lagt var til að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið myndi fara fram í september 2015. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, skrifaði umsögn um þingsályktunartillöguna þar sem hann reifaði svik Sjálfstæðisflokksins í málinu og sagðist styðja það. 

Í kosningabaráttunni sagðist Katrín enn fremur opin fyrir því að í þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumál yrði spurt að tveimur spurningum: annars vegar hvort að fara ætti inn í sambandið og hins vegar hvort að halda ætti áfram viðræðum.

Auglýsing

Andstæðir pólar í Evrópumálum

Það er yfir­lýst stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins að ganga ekki inn í Evr­ópu­sam­bandið og flokk­ur­inn stóð að því að draga umsókn Íslands að því til baka ásamt Fram­sókn­ar­flokki á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fjórir af þeim sex þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­ar, þar á meðal for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son, höfðu hins vegar lof­að því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kjör­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­son sagði það reyndar oftar en nokkur annar Sjálf­­stæð­is­­maður að þjóð­­ar­at­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Þegar kom að því að draga umsókn­ina til baka, og gera þá án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, bar Bjarni fyrir sig „póli­tískan ómögu­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­ar­flokkar voru and­vígir aðild. Við þá línu hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn haldið sig alla tíð síðan.

Við­reisn varð til út úr þeim óró­leika og mót­mælum sem fylgdu því að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka. Hópur alþjóða­sinn­aðra Sjálf­stæð­is­manna hóf að und­ir­búa myndun nýs stjórn­mála­afls strax í apríl 2014. Eitt helsta stefnu­mál Við­reisnar hefur alla tíð verið að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði haldið áfram. Á því máli hefur verið talið að flokkurinn geti ekki gefið afslátt. 

Björt fram­tíð er sömu­leiðis með Evr­ópusambands­að­ild á sinni stefnu­skrá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None