Bjarni vill leggja Evrópumálin inn til þingsins

7DM_0734_raw_1878.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hægt verði að finna lausn á Evr­ópu­sam­bands­málum i stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum við Við­reisn og Bjarta fram­tíð með því að leggja „málið frekar inn til þings­ins“. Með þeim hætti sé hægt að finna lausn á því í ljósi þess að tals­vert beri á milli flokk­anna í afstöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins. Frá þessu er greint á mbl.­is.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans snýst sú lausn sem Sjálf­stæð­is­menn geta sætt sig við í því að ákvörð­unin um hvort að farið verði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið verði sett fyrir Alþingi. Þar sé meiri­hluti flokka á móti aðild – en bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn eru með þá afstöðu – og and­stæð­ingar aðildar von­ast til að sá meiri­hluti muni hafna þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það er þó alls ekki víst að Vinstri græn muni hafna slíkri og skemmst er að minn­ast þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins, var á meðal flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í mars í fyrra þar sem lagt var til að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um málið myndi fara fram í sept­em­ber 2015. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, skrif­aði umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una þar sem hann reif­aði svik Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mál­inu og sagð­ist styðja það. 

Í kosn­inga­bar­átt­unni sagð­ist Katrín enn fremur opin fyrir því að í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­mál yrði spurt að tveimur spurn­ing­um: ann­ars vegar hvort að fara ætti inn í sam­bandið og hins vegar hvort að halda ætti áfram við­ræð­um.

Auglýsing

And­stæðir pólar í Evr­ópu­málum

Það er yfir­­lýst stefna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að ganga ekki inn í Evr­­ópu­­sam­­bandið og flokk­­ur­inn stóð að því að draga umsókn Íslands að því til baka ásamt Fram­­sókn­­ar­­flokki á síð­­asta kjör­­tíma­bil­i. Fjórir af þeim sex þing­­­mönnum Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sem leiddu kjör­­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­­­ustu kosn­­­ing­­ar, þar á meðal for­­mað­­ur­inn Bjarni Bene­dikts­­son, höfðu hins vegar lof­að því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­­ópu­­­sam­­­band­inu yrði sett í þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslu á kjör­­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­­is­­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­­is­­­stjórnar eða sýn­i­­­legan þjóð­­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­­son sagði það reyndar oftar en nokkur annar Sjálf­­­stæð­is­­­maður að þjóð­­­ar­at­­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Þegar kom að því að draga umsókn­ina til baka, og gera þá án þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu, bar Bjarni fyrir sig „póli­­tískan ómög­u­­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­­­ar­­flokkar voru and­vígir aðild. Við þá línu hefur Sjálf­­stæð­is­flokk­­ur­inn haldið sig alla tíð síð­an.

Við­reisn varð til út úr þeim óró­­leika og mót­­mælum sem fylgdu því að draga aðild­­ar­um­­sókn­ina til baka. Hópur alþjóða­sinn­aðra Sjálf­­stæð­is­­manna hóf að und­ir­­búa myndun nýs stjórn­­­mála­afls strax í apríl 2014. Eitt helsta stefn­u­­mál Við­reisnar hefur alla tíð verið að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­bandið verði haldið áfram. Á því máli hefur verið talið að flokk­ur­inn geti ekki gefið afslátt. 

Björt fram­­tíð er söm­u­­leiðis með Evr­­ópu­sam­bands­að­ild á sinni stefn­u­­skrá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None