Bjarni vill leggja Evrópumálin inn til þingsins

7DM_0734_raw_1878.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hægt verði að finna lausn á Evr­ópu­sam­bands­málum i stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum við Við­reisn og Bjarta fram­tíð með því að leggja „málið frekar inn til þings­ins“. Með þeim hætti sé hægt að finna lausn á því í ljósi þess að tals­vert beri á milli flokk­anna í afstöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins. Frá þessu er greint á mbl.­is.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans snýst sú lausn sem Sjálf­stæð­is­menn geta sætt sig við í því að ákvörð­unin um hvort að farið verði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið verði sett fyrir Alþingi. Þar sé meiri­hluti flokka á móti aðild – en bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn eru með þá afstöðu – og and­stæð­ingar aðildar von­ast til að sá meiri­hluti muni hafna þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það er þó alls ekki víst að Vinstri græn muni hafna slíkri og skemmst er að minn­ast þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins, var á meðal flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í mars í fyrra þar sem lagt var til að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um málið myndi fara fram í sept­em­ber 2015. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, skrif­aði umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una þar sem hann reif­aði svik Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mál­inu og sagð­ist styðja það. 

Í kosn­inga­bar­átt­unni sagð­ist Katrín enn fremur opin fyrir því að í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­mál yrði spurt að tveimur spurn­ing­um: ann­ars vegar hvort að fara ætti inn í sam­bandið og hins vegar hvort að halda ætti áfram við­ræð­um.

Auglýsing

And­stæðir pólar í Evr­ópu­málum

Það er yfir­­lýst stefna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að ganga ekki inn í Evr­­ópu­­sam­­bandið og flokk­­ur­inn stóð að því að draga umsókn Íslands að því til baka ásamt Fram­­sókn­­ar­­flokki á síð­­asta kjör­­tíma­bil­i. Fjórir af þeim sex þing­­­mönnum Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sem leiddu kjör­­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­­­ustu kosn­­­ing­­ar, þar á meðal for­­mað­­ur­inn Bjarni Bene­dikts­­son, höfðu hins vegar lof­að því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­­ópu­­­sam­­­band­inu yrði sett í þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslu á kjör­­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­­is­­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­­is­­­stjórnar eða sýn­i­­­legan þjóð­­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­­son sagði það reyndar oftar en nokkur annar Sjálf­­­stæð­is­­­maður að þjóð­­­ar­at­­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Þegar kom að því að draga umsókn­ina til baka, og gera þá án þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu, bar Bjarni fyrir sig „póli­­tískan ómög­u­­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­­­ar­­flokkar voru and­vígir aðild. Við þá línu hefur Sjálf­­stæð­is­flokk­­ur­inn haldið sig alla tíð síð­an.

Við­reisn varð til út úr þeim óró­­leika og mót­­mælum sem fylgdu því að draga aðild­­ar­um­­sókn­ina til baka. Hópur alþjóða­sinn­aðra Sjálf­­stæð­is­­manna hóf að und­ir­­búa myndun nýs stjórn­­­mála­afls strax í apríl 2014. Eitt helsta stefn­u­­mál Við­reisnar hefur alla tíð verið að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­bandið verði haldið áfram. Á því máli hefur verið talið að flokk­ur­inn geti ekki gefið afslátt. 

Björt fram­­tíð er söm­u­­leiðis með Evr­­ópu­sam­bands­að­ild á sinni stefn­u­­skrá.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None