Evrópumálin það sem helst stendur í vegi fyrir stjórnarmyndun

Bjarni Benediktsson fékk stjórnarmyndunarumboð hjá Guðna Th. Jóhannessyni í síðustu viku. Hann mun skila því dragist ekki saman með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn og Bjartri framtíð í dag.
Bjarni Benediktsson fékk stjórnarmyndunarumboð hjá Guðna Th. Jóhannessyni í síðustu viku. Hann mun skila því dragist ekki saman með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn og Bjartri framtíð í dag.
Auglýsing

Evr­ópu­málin eru helsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn í við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins vegar um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur mynd­ast umræðu­grund­völlur fyrir breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­málum sem allir aðilar geta sætt sig við að byggja form­legar umræður á en í Evr­ópu­málum virð­ist eng­inn til­bú­inn að gefa neitt eft­ir. 

Það er yfir­lýst stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins að ganga ekki inn í Evr­ópu­sam­bandið og flokk­ur­inn stóð að því að draga umsókn Íslands að því til baka ásamt Fram­sókn­ar­flokki á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fjórir af þeim sex þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­ar, þar á meðal for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son, höfðu hins vegar lof­að því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kjör­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­son sagði það reyndar oftar en nokkur annar Sjálf­­stæð­is­­maður að þjóð­­ar­at­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Þegar kom að því að draga umsókn­ina til baka, og gera þá án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, bar Bjarni fyrir sig „póli­tískan ómögu­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­ar­flokkar voru and­vígir aðild. Við þá línu hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn haldið sig alla tíð síðan og eng­inn vilji virðist til að gefa neitt eftir varð­andi hana.

Við­reisn varð til út úr þeim óró­leika og mót­mælum sem fylgdu því að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka. Hópur alþjóða­sinn­aðra Sjálf­stæð­is­manna hóf að und­ir­búa myndun nýs stjórn­mála­afls strax í apríl 2014. Eitt helsta stefnu­mál Við­reisnar hefur alla tíð verið að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði haldið áfram. Á því máli getur flokk­ur­inn ekki gefið afslátt. Björt fram­tíð er sömu­leiðis með Evr­ópu­að­ild á sinni stefnu­skrá.

Auglýsing

For­svars­menn flokk­anna tveggja fund­uðu með Bjarna Bene­dikts­syni í gær á fundi sem hófst klukkan 13. Hann skil­aði engri nið­ur­stöðu. Rætt verður aftur saman í dag og í kjöl­farið á að taka afstöðu til þess hvort látið verði reyna á form­legar við­ræður um myndun 32 manna meiri­hluta­stjórnar flokk­anna þriggja eða ekki. Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans voru afar svart­sýnir á að nást myndi saman og töldu því lík­leg­ast að Bjarni myndi skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu í dag eða um helg­ina. Það færi þá til Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, sem myndi reyna að mynda breiða rík­is­stjórn frá miðju til vinstri. Að slíkri rík­is­stjórn gætu komið allir flokkar sem sæta eiga á Alþingi utan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, annað hvort sem hluti af rík­is­stjórn­inni eða sem stuðn­ings­að­ili hennar gegn því að fá lyk­il­mál sín í gegn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None