Evrópumálin það sem helst stendur í vegi fyrir stjórnarmyndun

Bjarni Benediktsson fékk stjórnarmyndunarumboð hjá Guðna Th. Jóhannessyni í síðustu viku. Hann mun skila því dragist ekki saman með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn og Bjartri framtíð í dag.
Bjarni Benediktsson fékk stjórnarmyndunarumboð hjá Guðna Th. Jóhannessyni í síðustu viku. Hann mun skila því dragist ekki saman með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn og Bjartri framtíð í dag.
Auglýsing

Evr­ópu­málin eru helsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn í við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins vegar um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur mynd­ast umræðu­grund­völlur fyrir breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­málum sem allir aðilar geta sætt sig við að byggja form­legar umræður á en í Evr­ópu­málum virð­ist eng­inn til­bú­inn að gefa neitt eft­ir. 

Það er yfir­lýst stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins að ganga ekki inn í Evr­ópu­sam­bandið og flokk­ur­inn stóð að því að draga umsókn Íslands að því til baka ásamt Fram­sókn­ar­flokki á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Fjórir af þeim sex þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­ustu kosn­­ing­ar, þar á meðal for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son, höfðu hins vegar lof­að því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kjör­­tíma­bil­inu. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­son sagði það reyndar oftar en nokkur annar Sjálf­­stæð­is­­maður að þjóð­­ar­at­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Þegar kom að því að draga umsókn­ina til baka, og gera þá án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, bar Bjarni fyrir sig „póli­tískan ómögu­leika“ þess að halda slíka í ljósi þess að báðir þáver­andi stjórn­ar­flokkar voru and­vígir aðild. Við þá línu hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn haldið sig alla tíð síðan og eng­inn vilji virðist til að gefa neitt eftir varð­andi hana.

Við­reisn varð til út úr þeim óró­leika og mót­mælum sem fylgdu því að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka. Hópur alþjóða­sinn­aðra Sjálf­stæð­is­manna hóf að und­ir­búa myndun nýs stjórn­mála­afls strax í apríl 2014. Eitt helsta stefnu­mál Við­reisnar hefur alla tíð verið að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði haldið áfram. Á því máli getur flokk­ur­inn ekki gefið afslátt. Björt fram­tíð er sömu­leiðis með Evr­ópu­að­ild á sinni stefnu­skrá.

Auglýsing

For­svars­menn flokk­anna tveggja fund­uðu með Bjarna Bene­dikts­syni í gær á fundi sem hófst klukkan 13. Hann skil­aði engri nið­ur­stöðu. Rætt verður aftur saman í dag og í kjöl­farið á að taka afstöðu til þess hvort látið verði reyna á form­legar við­ræður um myndun 32 manna meiri­hluta­stjórnar flokk­anna þriggja eða ekki. Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans voru afar svart­sýnir á að nást myndi saman og töldu því lík­leg­ast að Bjarni myndi skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu í dag eða um helg­ina. Það færi þá til Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, sem myndi reyna að mynda breiða rík­is­stjórn frá miðju til vinstri. Að slíkri rík­is­stjórn gætu komið allir flokkar sem sæta eiga á Alþingi utan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, annað hvort sem hluti af rík­is­stjórn­inni eða sem stuðn­ings­að­ili hennar gegn því að fá lyk­il­mál sín í gegn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None