13 milljarða samningur Arion banka til eflingar nýsköpunar

Arion banki hefur gert samning við Fjárfestingasjóð Evrópu um lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi eigi möguleika á hagstæðum lánveitingum til að efla nýsköpun.

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

Arion banki og European Investment Fund, EIF, hafa undirritað svonefndan InnovFin ábyrgðarsamning sem miðar að hagstæðum lánveitingum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja er hyggjast innleiða nýjungar í starfsemi sinni. 

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Arion banka og EIF.

InnovFin samningurinn gerir Arion banka kleift að veita þessum fyrirtækjum lán á næstu tveimur árum sem eru studd með ábyrgð frá Fjárfestingarsjóði Evrópu í samræmi við Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunarrammaáætlun Evrópusambandsinsm (ESB). Áætlað er að stuðningur ESB við íslensk nýsköpunarfyrirtæki leiði af sér lánasafn að andvirði 107 milljón evra eða um 13 milljarða króna, að því er segir í tilkynningunni. 

Auglýsing

EIF ábyrgist helming lánsfjárhæðar hvers láns, sem Arion banki veitir, samkvæmt samningnum.

Framkvæmdastjóri Fjárfestingarsjóðs Evrópu, Pier Luigi Gilibert, segir í tilkynningu að það sé gleðilegt fyrir sjóðinn að undirrita fyrsta samning sem þennan á Íslandi. „Þetta er jafnframt fyrsti InnovFIn samningurinn sem Fjárfestingarsjóður Evrópu gerir í EFTA ríki. 107 milljónir evra er veruleg upphæð fyrir íslensk fyrirtæki og við erum sannfærð um að lánasafnið, sem Arion banki ætlar að byggja upp, stutt  ábyrgðum InnovFin, muni efla nýsköpun á Íslandi,“ segir Gilibert.

Bakábyrgð ESB nýtist vel

Framkvæmdastjóri ESB í málefnum rannsókna, vísinda og nýsköpunar, Carlos Moedas, segir að bakábyrgð ESB muni koma sér vel fyrir íslensk fyrirtæki. „Íslensk fyrirtæki, sem leggja áherslu á nýsköpun, geta nú notið góðs af ábyrgðum ESB sem geta alls numið 107 milljónum evra í takt við Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunarrammaáætlun ESB. Samningurinn, sem var undirritaður í dag, mun hjálpa fyrirtækjum að ná markmiðum sínum og leggja sitt af mörkum til hagvaxtar og atvinnusköpunar á Íslandi.“

Styðja við nýsköpun

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fagnar samningnum í tilkyningu og segir bankann hafa lagt mikið kapp á að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu. „Við leggjum mikla áherslu á að styðja við hvers kyns nýsköpun. Samningurinn við European Investment Fund er liður í því og gerir okkur kleift að lána til lítilla og meðalstórra fyrirtæki vegna fjárfestinga þeirra í nýsköpun – í víðustu merkingu þess orðs. Þessi samningur gerir okkur kleift að lána á hagstæðari kjörum en ella þar sem sjóðurinn tekur á sig hluta þeirrar áhættu sem í lánveitingunni felst. Við erum spennt að kynna þessa nýjung fyrir íslenskum fyrirtækjum sem eru að fjárfesta í nýsköpun, vöruþróun, nýjum framleiðsluaðferðum eða sókn á nýja markaði,“ segir Höskuldur.

Frá samningsundirritunni.

Markmiðið með ábyrgðum InnovFin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er að hvetja fjármálastofnanir til að lána fyrirtækjum, með færri en 500 starfsmenn, til fjárfestinga og/eða fjármögnunar rannsókna, þróunar og nýsköpunar, með fjárstuðningi frá ESB. Fjárfestingarsjóður Evrópu velur fjármálastofnanir víðs vegar um Evrópu sem lýst hafa yfir áhuga á því að gerast milliliðir.

Fjárfestingarsjóður Evrópu (EIF) er hluti af Evrópska fjárfestingarbankanum. Með InnovFin fást ábyrgðir og gagnábyrgðir fyrir fjármögnun að upphæð frá 25 þúsundum evra til 7,5 milljóna evra til þess að auka aðgengi lítilla og meðalstórra nýsköpunarfyrirtækja (með færri en 500 starfsmenn) að lánsfjármagni. Fjárfestingarsjóður Evrópu stýrir verkefninu með milligöngu banka og annarra fjármálastofnana í ESB-ríkjum og öðrum aðildarlöndum. Fjárfestingarsjóður Evrópu tryggir milliliðina fyrir hluta af því tapi sem kann að verða vegna lánveitinga samkvæmt áætluninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None