Manning biður Obama um að stytta dóminn

Chelsea Manning hefur setið í fangelsi í rúmlega sex ár eftir að hafa lekið gögnum úr hernum til Wikileaks árið 2010.

Chelsea Manning hét Bradley áður en hún breytti opinberlega um kyn.
Chelsea Manning hét Bradley áður en hún breytti opinberlega um kyn.
Auglýsing

Chel­sea Mann­ing hefur biðlað til Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, um að hann stytti fang­els­is­dóm hennar í þau rúm­lega sex ár sem hún hefur þegar dúsað í fang­elsi. Mann­ing við­ur­kenndi að árið 2010 hafi hún lekið gagna­safni um utan­rík­is- og varn­ar­mál Banda­ríkj­anna til Wiki­leaks. Hún var dæmd í 35 ára fang­elsi. Frá þessu er meðal ann­ars greint í The New York Times.

Chel­sea Mann­ing óskar eftir í form­legri beiðni sinni til Obama að fang­els­is­dóm­ur­inn verði styttur í þessi sex ár sem hún hefur setið í fang­elsi. Hún við­ur­kennir brot sín á ný og lýsir erf­iðu lífi sínu og þeirri ringul­reið sem hafi kom­ist í líf hennar þegar hún var að átta sig á eigin kyni. Þá var hún fót­göngu­liði í banda­ríska hernum í Írak. Mann­ing gekk áður undir nafn­inu Bradley Mann­ing, eða þar til hún ákvað að leið­rétta kyn sitt.

Fjöl­miðlar greindu frá því á dög­unum að Mann­ing hafi gert aðra til­raun til þess að svipta sig lífi í fang­els­inu í októ­ber. Eftir fyrri til­raun­ina var hún sett í ein­angr­un, ekki síst vegna þeirrar með­ferðar sem hún sætir í fang­els­inu.

Auglýsing

„Ég bið ekki um að dómnum verði aflétt,“ skrifar Mann­ing til Obama. „Eina eft­ir­gjöfin sem ég óska er að mér verði sleppt úr her­fang­elsi eftir sex ár í haldi sem ein­stak­lingur sem hafði ekki í hyggju að koma höggi á hags­muni Banda­ríkj­anna eða á þá sem gegna her­þjón­ust­u.“

Her­réttur dæmdi Mann­ing til 35 ára fang­els­is­vistar í júlí 2013 eftir lögum um njósn­ir. Þetta er lang­sam­lega þyngsti fang­els­is­dómur sem kveð­inn hefur verið upp og byggður á þessum njósn­a­lög­um. Aðrir þeir sem hafa lekið gögnum og hlotið dóma hafa þurft að sæta fang­els­is­vist í eitt til þrjú og hálft ár.

Með beiðn­inni, sem lög­maður Mann­ing sendi fjöl­miðlum vest­an­hafs, fylgja stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar ann­arra upp­ljóstr­ara á borð við Daniel Ells­berg sem lak Penta­gonskjöl­unum um Víetnam­stríðið árið 1971. Einnig fylgdi stuðn­ings­bréf frá Morris Davis, fyrr­ver­andi aðal­sak­sókn­ara í her­rétti Banda­ríkj­anna, og frá Glenn Greenwald, blaða­manni sem hefur stutt Mann­ing.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None