Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Búið er að slíta stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum milli Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sem hófust form­lega á föstu­dag. Það var gert í dag og ástæðan er ágrein­ingur milli flokk­anna um sjáv­ar­út­vegs­mál sem ekki náð­ist sátt um.

Lík­legt er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins skili nú umboði sínu til stjórn­ar­mynd­un­ar, og að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, fái umboðið næst. Hún hefur áður sagt að hennar fyrsti kostur væri að mynda rík­is­stjórn frá vinstri og að miðju. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að vel hafi gengið að ræða um breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu um liðna helgi. Ákveðið hafði verið að geyma Evr­ópu­málin þar til síð­ast og dag­ur­inn í dag átti að fara í að ræða sig niður á mögu­legar lausnir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar bar tölu­vert á milli. Við­reisn og Björt fram­tíð vilja að afla­heim­ildir verði að hluta aft­ur­kall­aðar og boðnar upp á mark­aði, til að stuðla að meira jafn­ræði í grein­inni og frek­ari tekjum fyrir sam­neysl­una vegna nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið alfarið á móti þessum leiðum og á því strand­aði á end­an­um.

Auglýsing

Voru búin að fresta Evr­ópu­málum

Stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður Sjálf­­stæð­is­­flokks, Bjartrar fram­­tíðar og Við­reisnar hófust for­m­­lega á laug­­ar­­dags­morgun eftir að ákveðið var að láta á þær reyna á föst­u­dag. Áður höfðu óform­legar þreif­ingar átt sér stað dögum sam­an.

Eftir að til­kynnt var um að form­legar við­ræður myndu eiga sér stað á föstu­dag reis reiði­bylgja upp þar sem hin fyr­ir­hug­aði ráða­hagur var harð­lega gagn­rýndur í opin­berri umræðu og á sam­fé­lags­miðl­um. Andúðin beind­ist fyrst og fremst að Ótt­arri Proppé, for­manni Bjartrar fram­tíð­ar, og kom í flestum til­fellum frá stjórn­mála­mönn­um og aðilum sem eru fylg­is­menn þeirra flokka sem eiga ekki aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eða fólki sem er alfarið á móti veru Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn.

Þessi mikla opin­bera andúð hafði áhrif á við­ræð­urnar og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sá sig knú­inn til að taka upp hansk­ann fyr­ir­ Ótt­arr á sam­fé­lags­miðlum á sunnu­dags­kvöld. Samt sem áður töldu við­mæl­endur Kjarn­ans að góðar líkur væru á að nást myndi sam­an, sér­stak­lega varð­andi sjáv­ar­út­vegs­mál. Helsta ásteyt­ing­ar­steinn­inn yrði Evr­ópu­mál og var ákveðið að fást við þau síð­ast. Þau komust þó ekki form­lega á dag­skrá vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagð­ist gegn aft­ur­köllun á hluta fisk­veiði­heim­ilda og/eða upp­boði á hluta þeirra.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None