Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Búið er að slíta stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum milli Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sem hófust form­lega á föstu­dag. Það var gert í dag og ástæðan er ágrein­ingur milli flokk­anna um sjáv­ar­út­vegs­mál sem ekki náð­ist sátt um.

Lík­legt er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins skili nú umboði sínu til stjórn­ar­mynd­un­ar, og að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, fái umboðið næst. Hún hefur áður sagt að hennar fyrsti kostur væri að mynda rík­is­stjórn frá vinstri og að miðju. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að vel hafi gengið að ræða um breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu um liðna helgi. Ákveðið hafði verið að geyma Evr­ópu­málin þar til síð­ast og dag­ur­inn í dag átti að fara í að ræða sig niður á mögu­legar lausnir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar bar tölu­vert á milli. Við­reisn og Björt fram­tíð vilja að afla­heim­ildir verði að hluta aft­ur­kall­aðar og boðnar upp á mark­aði, til að stuðla að meira jafn­ræði í grein­inni og frek­ari tekjum fyrir sam­neysl­una vegna nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið alfarið á móti þessum leiðum og á því strand­aði á end­an­um.

Auglýsing

Voru búin að fresta Evr­ópu­málum

Stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður Sjálf­­stæð­is­­flokks, Bjartrar fram­­tíðar og Við­reisnar hófust for­m­­lega á laug­­ar­­dags­morgun eftir að ákveðið var að láta á þær reyna á föst­u­dag. Áður höfðu óform­legar þreif­ingar átt sér stað dögum sam­an.

Eftir að til­kynnt var um að form­legar við­ræður myndu eiga sér stað á föstu­dag reis reiði­bylgja upp þar sem hin fyr­ir­hug­aði ráða­hagur var harð­lega gagn­rýndur í opin­berri umræðu og á sam­fé­lags­miðl­um. Andúðin beind­ist fyrst og fremst að Ótt­arri Proppé, for­manni Bjartrar fram­tíð­ar, og kom í flestum til­fellum frá stjórn­mála­mönn­um og aðilum sem eru fylg­is­menn þeirra flokka sem eiga ekki aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eða fólki sem er alfarið á móti veru Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn.

Þessi mikla opin­bera andúð hafði áhrif á við­ræð­urnar og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sá sig knú­inn til að taka upp hansk­ann fyr­ir­ Ótt­arr á sam­fé­lags­miðlum á sunnu­dags­kvöld. Samt sem áður töldu við­mæl­endur Kjarn­ans að góðar líkur væru á að nást myndi sam­an, sér­stak­lega varð­andi sjáv­ar­út­vegs­mál. Helsta ásteyt­ing­ar­steinn­inn yrði Evr­ópu­mál og var ákveðið að fást við þau síð­ast. Þau komust þó ekki form­lega á dag­skrá vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagð­ist gegn aft­ur­köllun á hluta fisk­veiði­heim­ilda og/eða upp­boði á hluta þeirra.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None