Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Búið er að slíta stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum milli Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sem hófust form­lega á föstu­dag. Það var gert í dag og ástæðan er ágrein­ingur milli flokk­anna um sjáv­ar­út­vegs­mál sem ekki náð­ist sátt um.

Lík­legt er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins skili nú umboði sínu til stjórn­ar­mynd­un­ar, og að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, fái umboðið næst. Hún hefur áður sagt að hennar fyrsti kostur væri að mynda rík­is­stjórn frá vinstri og að miðju. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að vel hafi gengið að ræða um breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu um liðna helgi. Ákveðið hafði verið að geyma Evr­ópu­málin þar til síð­ast og dag­ur­inn í dag átti að fara í að ræða sig niður á mögu­legar lausnir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar bar tölu­vert á milli. Við­reisn og Björt fram­tíð vilja að afla­heim­ildir verði að hluta aft­ur­kall­aðar og boðnar upp á mark­aði, til að stuðla að meira jafn­ræði í grein­inni og frek­ari tekjum fyrir sam­neysl­una vegna nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið alfarið á móti þessum leiðum og á því strand­aði á end­an­um.

Auglýsing

Voru búin að fresta Evr­ópu­málum

Stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður Sjálf­­stæð­is­­flokks, Bjartrar fram­­tíðar og Við­reisnar hófust for­m­­lega á laug­­ar­­dags­morgun eftir að ákveðið var að láta á þær reyna á föst­u­dag. Áður höfðu óform­legar þreif­ingar átt sér stað dögum sam­an.

Eftir að til­kynnt var um að form­legar við­ræður myndu eiga sér stað á föstu­dag reis reiði­bylgja upp þar sem hin fyr­ir­hug­aði ráða­hagur var harð­lega gagn­rýndur í opin­berri umræðu og á sam­fé­lags­miðl­um. Andúðin beind­ist fyrst og fremst að Ótt­arri Proppé, for­manni Bjartrar fram­tíð­ar, og kom í flestum til­fellum frá stjórn­mála­mönn­um og aðilum sem eru fylg­is­menn þeirra flokka sem eiga ekki aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eða fólki sem er alfarið á móti veru Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn.

Þessi mikla opin­bera andúð hafði áhrif á við­ræð­urnar og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sá sig knú­inn til að taka upp hansk­ann fyr­ir­ Ótt­arr á sam­fé­lags­miðlum á sunnu­dags­kvöld. Samt sem áður töldu við­mæl­endur Kjarn­ans að góðar líkur væru á að nást myndi sam­an, sér­stak­lega varð­andi sjáv­ar­út­vegs­mál. Helsta ásteyt­ing­ar­steinn­inn yrði Evr­ópu­mál og var ákveðið að fást við þau síð­ast. Þau komust þó ekki form­lega á dag­skrá vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagð­ist gegn aft­ur­köllun á hluta fisk­veiði­heim­ilda og/eða upp­boði á hluta þeirra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None