Katrín hefur verið boðuð á Bessastaði

7DM_0077_raw_1816.JPG
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, hefur verið boðuð á fund for­seta Íslands á morg­un. Þau munu hitt­ast klukkan eitt á morg­un. Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti ákvað að boða Katrínu á sinn fund eftir að hafa átt fund með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og rætt við aðra leið­toga flokka. 

Fyrr í dag ræddi Kjarn­inn við Katrínu en þá hafði hún ekki heyrt neitt frá for­set­an­um. Fréttin sem þá var skrifuð fer hér á eft­ir. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar–græns fram­boðs, hefur ekki verið boðuð á fund á Bessa­stöð­um. Þetta segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Að öðru leyti sagð­ist hún lítið geta tjáð sig um tíð­indi dags­ins, en stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar var slitið í dag eftir tæp­lega fjög­urra daga við­ræð­ur. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun mæta til fundar við for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­es­son, núna klukkan 17. Mögu­lega mun hann skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu, sem Guðni fól honum fyrir tveimur vikum síð­an. Það verður vænt­an­lega ljóst að fundi þeirra lokn­um. 

Ef Bjarni skilar umboð­inu eða Guðni ákveður að fela það ein­hverjum öðrum er talið lík­legt að sú mann­eskja verði Katrín Jak­obs­dótt­ir. Vinstri-græn eru næst­stærsti flokkur lands­ins eftir kosn­ing­arn­ar, og Katrín hefur lýst því yfir að fengi hún umboðið yrði hennar fyrsti kostur að reyna að mynda stjórn frá vinstri og að miðju. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None