Þjóðaratkvæði um ESB og umbætur í kvótakerfi of stór biti

Óttarr Proppé
Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að við­ræður milli Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisnar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins strandað á Evr­ópu­sam­bands­málum og sjáv­ar­út­vegs­mál­u­m. 

„Á end­anum reynd­ist hug­myndin um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um áfram­hald við­ræðna við ESB ann­ars veg­ar, og umbætur í kvóta­kerf­inu hins veg­ar, of stór biti fyrir menn að kyngja.“ 

Það hafi hins vegar verið vel þess virði að taka þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum til að reyna að ná saman um frjáls­lyndar áherslur og umbætur í íslensku sam­fé­lagi. „Björt fram­tíð hefur frá upp­hafi verið skýr um það að við erum til­búin að axla ábyrgð til góðra verka en ekki lélegra. Við höfum staðið fast á þeim prinsipum og munu gera það áfram. Á end­anum er það almanna­hagur sem skiptir máli. Ekk­ert ann­að. Ást og frið­ur,“ skrifar Ótt­arr á Face­book-­síðu sína. 

Auglýsing

Pawel Bar­toszek þing­maður segir á Face­book að flokk­ur­inn hafi farið bjart­sýnn inn í við­ræð­urnar og með áherslu á ákveðin mál­efni. Bilið hafi hins vegar reynst óbrú­an­legt að sinni, sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður segir að sér­stak­lega hafi ekki náðst árangur í sjáv­ar­út­vegs­málum og Evr­ópu­mál­u­m. 

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, tjáir sig um málið á Vísi. Hann segir þetta auð­vitað von­brigði, því menn færu ekki í svona við­ræður nema með ein­lægum ásetn­ingi um að það gang­i. „Það er nátt­úru­lega rétt að það er lít­ill meiri­hluti og í stórum þing­flokki eru kannski ekki allir sam­stíga,“ segir Bene­dikt. Hann segir erfitt að ná sam­komu­lagi í stórum málum þegar nýir flokkar sem vilji fara í alvöru kerf­is­breyt­ingar komi inn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None