Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki lögfestingu jafnlaunavottunar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að jafnréttismálið um jafnlaunavottun hafi ekki hlotið mikinn hljómgrunn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn frekar en sjávarútvegsmál.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Lög­fest­ing jafn­launa­vott­unar hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn meðal Sjálf­stæð­is­manna í við­ræðum Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar við þá um helg­ina. Þetta kemur fram í færslu Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar, á Face­book. 

Við­reisn hélt blaða­manna­fund fyrir kosn­ingar til að kynna til­lögu sína um jafn­launa­vottun og hét því að málið yrði fyrsta þing­mál flokks­ins. 

Þor­gerður Katrín fer yfir ýmis for­gangs­mál flokks­ins í færsl­unni á Face­book. „Jafn­rétt­is­mál eru risa­mál í okkar aug­um. Þar stöndum við enn frammi fyrir óþol­andi kyn­bundnum launa­mun. Ekk­ert þok­ast og menn ypta öxlum og segja þetta svo flókið og erfitt. En það er ekki svo. Það er aðgerða­leysið sem er vont og erfitt. Því sögðum við að fyrsta mál okkar myndi miða að því að ná fram kynja­jafn­rétti í gegnum jafn­launa­vott­un. Jafn­rétt­is­mál eru alvöru­mál sem snerta alla og í því ljósi lögðum við í Við­reisn fram lausn í mál­in­u,“ skrifar Þor­gerður Katrín. 

Auglýsing

„Því er ekki að leyna að þetta jafn­rétt­is­mál hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn í við­ræðum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn um helg­ina ekki frekar en sjáv­ar­út­vegs­mál­in.“

Þor­gerður Katrín kemur meira inn á sjáv­ar­út­vegs­málin og segir mark­aðs­leið­ina sem Við­reisn hafi lagt til vera hóf­sama. Eng­inn hafi verið að biðja um koll­steypu heldur aukið rétt­læti. „Þessi mik­il­væga atvinnu­grein á ekki í sífellu að vera bit­bein hjá þjóð­inni og stjórn­mála­mönn­um. Þess vegna lögðum við fram lausn til sáttar og stöð­ug­leika.“ 

Flokk­ur­inn hafi líka viljað end­ur­skoða búvöru­samn­ing­ana og hafi lagt áherslu á mynt­ráð sem lausn í pen­inga­mál­u­m. 

„Í heil­brigð­is­málum var stefna okkar skýr. Heil­brigð­is­kerfið þarf að end­ur­reisa með mark­vissum aðgerðum með fókus á sjúkra­húsin okk­ar, heilsu­gæslu, hjúkr­un­ar­heim­ili og lýð­heilsu. Þetta brann á fólki. Áherslum okkar í að efla sál­fræði­þjón­ustu og setja hana inn í sjúkra­trygg­ing­ar­kerfið var einnig tekið fagn­andi. Líka öðrum hug­myndum um end­ur­skoðun á greiðslu­þátt­töku­kerf­inu með það fyrir augum að lækka kostnað ákveð­inna hópa. Heil­brigð­is­málin hvíldu þungt á fólki fyrir kosn­ing­ar.“ 

Þor­gerður Katrín seg­ist geta nefnt mun fleiri mál­efni sem hafi brunnið á fólki fyrir kosn­ing­ar, líkt og umhverf­is­mál, alþjóða­sam­starf og mennta­mál. 

„Í Við­reisn höfum við lagt okkur fram við að horfa á mál­efnin og vera lausn­a­mið­uð, bæði fyrir og eftir kosn­ing­ar. Við gerum okkur líka grein fyrir því að nauð­syn­legt er að gera mála­miðl­an­ir.“ Hú segir það vera fróð­legt að sjá hvort þau frjáls­lyndu við­horf sem Við­reisn og Björt fram­tíð hafi sett fram hljóti braut­ar­gengi í næstu lotu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðn­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None