Falsaðar fréttir náðu meiri útbreiðslu en alvöru fréttir

Síðustu þrjá mánuði kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum fengu tuttugu vinsælustu fölsuðu fréttirnar miklu meiri virkni á Facebook en tuttugu vinsælustu alvöru fréttirnar.

facebook_vef.jpg
Auglýsing

Vinsælustu fölsuðu kosningafréttirnar fyrir bandarísku forsetakosningarnar náðu meiri útbreiðslu á Facebook en vinsælustu raunverulegu fréttirnar gerðu á síðustu þremur mánuðum kosningabaráttunnar, samkvæmt nýrri athugun sem BuzzFeed News gerði. Athugunin náði til stærstu fjölmiðla í Bandaríkjunum. 

Þær tuttugu fölsuðu fréttir sem höfðu mesta virkni, eða engagement eins og það er kallað á ensku, sem er fjöldi deilinga, athugasemda og viðbragða, fengu yfir 8,7 milljón deilingar, athugasemdir og viðbrögð á Facebook. Tuttugu vinsælustu alvöru fréttirnar fengu á sama tíma 7,3 milljónir deilinga, athugasemda og viðbragða. 

Fram að þessum síðustu þremur mánuðum hafði kosningaefni frá stærstu fréttamiðlunum fengið margfalt meiri virkni en falsaðar fréttir. Á tímabilinu febrúar til apríl var virknin til dæmis um tólf milljónir á alvöru fréttirnar en þrjár milljónir á þær fölsuðu. 

Auglýsing

Af þessum tuttugu vinsælustu fölsku fréttum voru sautján annað hvort mjög til stuðnings Donald Trump eða mjög gegn Hillary Clinton. Tvær stærstu fréttirnar voru um að Benedikt páfi styddi Trump og að Clinton hafi selt vopn til Íslamska ríkisins. 

Mikið hefur verið rætt um rangar fréttir og um mátt eða vanmátt samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter í því að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði fyrst að það væri brjáluð hugmynd að halda að falsaðar fréttir á Facebook hafi haft áhrif á kosningarnar. En nú er engu að síður hafin vinna hjá Facebook við að reyna að stöðva útbreiðslu efnis sem er falsað. Einnig hefur verið greint frá því að Google ætli að banna þekktar síður sem birta falsað efni í auglýsingum. 

Paul Horner er einn þeirra sem hefur verið duglegur við að skrifa falsaðar fréttir, sem hafa náð mikilli útbreiðslu á Facebook og Twitter, og er eins konar frumkvöðull í þessum málum. Hann talar um þetta við Washington Post. Hann segir að honum finnist hann bera ábyrgð á því að Trump sé á leið í Hvíta húsið. Stuðningsmenn hans hafi einfaldlega verið mjög ginnkeyptir fyrir fölsuðum fréttum. „Stuðningsmenn hans sannreyndu ekki neitt – þeir deildu öllu, trúðu öllu. Kosningastjórinn hans deildi fréttinni minni um að mótmælandi hefði fengið 3.500 dollara eins og það væri staðreynd. Ég bjó það til. Ég setti falsaða auglýsingu á Craigslist,“ segir hann og á við frétt um að mótmælandi á kosningafundi Trumps hafi fengið borgað fyrir. 

Margir sem unnu við kosningabaráttu Trumps deildu efni frá Horner. Hann segist hafa sett þessar fölsuðu fréttir fram til þess að láta stuðningsmenn Trump líta illa út. „Ég hélt að þau myndu staðreyndatékka þetta, og það myndi láta þau líta enn verr út. Ég meina, þannig virkar þetta alltaf. Einhver deilir einhverju sem ég skrifa, og kemst svo að því að það sé falsað, og lítur út eins og auli. En stuðningsmenn Trump – þeir bara halda áfram með það. Þeir staðreyndatékka aldrei neitt! Nú er hann í Hvíta húsinu. Þegar ég lít til baka, í stað þess að skemma fyrir kosningabaráttunni, þá held ég að ég hafi hjálpað henni. Það er ekki góð tilfinning.“ 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None