Helgi Hrafn myndi íhuga að verða ráðherra

Helgi.Hrafn_.8.jpg
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Pírata, segir að hann myndi íhuga það eftir atvikum að þiggja ráð­herra­starf, stæði slíkt honum til boða. „En ég geri það ekki vald­anna vegna. Mér finnst sjúkt að þrá völd. Ég vor­kenni fólki sem gerir það. Vald er við­bjóður og fer illa með sumt fólk.“ Þetta segir Helgi Hrafn í við­tali við Frétta­blaðið í dag. 

Þrír umboðs­menn Pírata, Birgitta Jóns­dótt­ir, Smári McCarthy og Einar Brynj­ólfs­son taka nú þátt í óform­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka. Gangi þær eftir munu Píratar vænt­an­lega fá ráð­herra­emb­ætti. Í febr­úar sam­þykktu Píratar ályktun með 94 pró­sent greiddra atkvæða sem í fólst að flokk­ur­inn myndi hafna aðkomu að rík­­is­­stjórn þar sem þing­­menn eru einnig ráð­herr­­ar. Það yrði gert að „al­­gjörri og ófrá­víkj­an­­legri kröfu af hálfu Pírata um stjórn­­­ar­­sam­­starf að þessi háttur verði hafður á.“ Í við­tali við Kjarn­ann skömmu eftir að álykt­unin var sam­þykkt sagði Helgi Hrafn að honum lang­aði ekk­ert til að verða ráð­herra.

Í við­tal­inu við Frétta­blaðið í dag seg­ist Helgi Hrafn geta hugsað sér að halda áfram í stjórn­málum og að hann komi mögu­lega aftur inn á svið þeirra síð­ar, sér­stak­lega ef stjórn­ar­skrár­málið krefj­ist þess. Margar ástæður hafi verið fyrir því að hann hafi ekki boðið sig aftur fram til Alþingis í þetta sinn, meðal ananrs sú að þing­mennska taki yfir líf manna. „Maður starfar ekki á þingi, maður er þing­mað­ur. Þegar maður tekur þessa ákvörðun þá þarf maður að velja á milli tveggja gjör­ó­líkra lífs­stíla, og ég valdi að vera óbreyttur borg­ari þetta kjör­tíma­bil. Mér finnst ekki gaman að vera stjórn­mála­mað­ur. Mér finnst það glatað eins og staðan er núna. Samt finnst mörgum ég góður stjórn­mála­maður og ég býð mig senni­lega aftur fram en þá verður það ekki til gam­ans.“

Auglýsing

Búin til vinstri- og brjál­æð­inga­grýla

Helgi Hrafn segir að á Alþingi líð­ist hegðun sem myndi aldrei líð­ast á öðrum vinnu­stöð­um. „Þú ferð í pont­una og rök­styður þitt mál. Þá kemur ein­hver annar í pont­una, tekur það sem þú sagð­ir, snýr því á hvolf, nið­ur­lægir þig, reynir að gera það sem mest. Þetta er rugl og það eru sjálf­sagt ein­hverjir sem geta ekki sof­ið. Ég er hepp­inn því ég get það.“ Hann telur að vinnu­staða­sál­fræð­ingar ættu að starfa á Alþingi og að einn slíkur ætti að vera til taks fyrir hvern flokk. Það myndi bæta orð­ræð­una og vinnu­brögðin innan þings­ins. 

Að mati Helga var kynnt undir ótta gagn­vart Pírötum í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Hann segir að það hafi verið búin til bæði vinstri grýla og brjál­æð­inga­grýla. „Eins og Bjarni Bene­dikts­son orð­aði það þá leist honum ekk­ert á að fá fólk til valda sem ætl­aði að taka stjórn­ar­skrána, rífa hana í tætlur og henda henni í ruslið. Mér fellur illa svona tal. Því auð­vitað er þetta hug­mynd sem eng­inn hefur stungið upp á. Frekar aug­ljóst. Þetta finnst mér áhuga­vert við póli­tík og það sem ég er mest að pæla í þessa dag­ana. Það er hvað óheið­ar­leiki er inn­byggður í stjórn­mál. Þá er ég ekki bara að tala um óheið­ar­leika stjórn­mála­manna sem birt­ist í orðum og gjörð­um, líka almenn­ings, kjós­enda. Bjarni upp­lifði sig ekk­ert sem óheið­ar­legan, en þetta er þvæla. Nið­ur­lægj­andi tal. Mér leið­ist þetta[...]Ég er ekk­ert að taka Bjarna sér­stak­lega fyr­ir, þetta á við um alla og þar á meðal mig sjálf­an. Það er ekki þannig að menn gangi inn í Alþing­is­hús og breyt­ist í ein­hverja aum­ingja. Þetta er allt harð­dug­legt fólk sem leggur mikið á sig og upp­sker lít­ið. En það má breyta hlut­unum til góðs, ég hef trú á því.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None