Helgi Hrafn myndi íhuga að verða ráðherra

Helgi.Hrafn_.8.jpg
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Pírata, segir að hann myndi íhuga það eftir atvikum að þiggja ráð­herra­starf, stæði slíkt honum til boða. „En ég geri það ekki vald­anna vegna. Mér finnst sjúkt að þrá völd. Ég vor­kenni fólki sem gerir það. Vald er við­bjóður og fer illa með sumt fólk.“ Þetta segir Helgi Hrafn í við­tali við Frétta­blaðið í dag. 

Þrír umboðs­menn Pírata, Birgitta Jóns­dótt­ir, Smári McCarthy og Einar Brynj­ólfs­son taka nú þátt í óform­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka. Gangi þær eftir munu Píratar vænt­an­lega fá ráð­herra­emb­ætti. Í febr­úar sam­þykktu Píratar ályktun með 94 pró­sent greiddra atkvæða sem í fólst að flokk­ur­inn myndi hafna aðkomu að rík­­is­­stjórn þar sem þing­­menn eru einnig ráð­herr­­ar. Það yrði gert að „al­­gjörri og ófrá­víkj­an­­legri kröfu af hálfu Pírata um stjórn­­­ar­­sam­­starf að þessi háttur verði hafður á.“ Í við­tali við Kjarn­ann skömmu eftir að álykt­unin var sam­þykkt sagði Helgi Hrafn að honum lang­aði ekk­ert til að verða ráð­herra.

Í við­tal­inu við Frétta­blaðið í dag seg­ist Helgi Hrafn geta hugsað sér að halda áfram í stjórn­málum og að hann komi mögu­lega aftur inn á svið þeirra síð­ar, sér­stak­lega ef stjórn­ar­skrár­málið krefj­ist þess. Margar ástæður hafi verið fyrir því að hann hafi ekki boðið sig aftur fram til Alþingis í þetta sinn, meðal ananrs sú að þing­mennska taki yfir líf manna. „Maður starfar ekki á þingi, maður er þing­mað­ur. Þegar maður tekur þessa ákvörðun þá þarf maður að velja á milli tveggja gjör­ó­líkra lífs­stíla, og ég valdi að vera óbreyttur borg­ari þetta kjör­tíma­bil. Mér finnst ekki gaman að vera stjórn­mála­mað­ur. Mér finnst það glatað eins og staðan er núna. Samt finnst mörgum ég góður stjórn­mála­maður og ég býð mig senni­lega aftur fram en þá verður það ekki til gam­ans.“

Auglýsing

Búin til vinstri- og brjál­æð­inga­grýla

Helgi Hrafn segir að á Alþingi líð­ist hegðun sem myndi aldrei líð­ast á öðrum vinnu­stöð­um. „Þú ferð í pont­una og rök­styður þitt mál. Þá kemur ein­hver annar í pont­una, tekur það sem þú sagð­ir, snýr því á hvolf, nið­ur­lægir þig, reynir að gera það sem mest. Þetta er rugl og það eru sjálf­sagt ein­hverjir sem geta ekki sof­ið. Ég er hepp­inn því ég get það.“ Hann telur að vinnu­staða­sál­fræð­ingar ættu að starfa á Alþingi og að einn slíkur ætti að vera til taks fyrir hvern flokk. Það myndi bæta orð­ræð­una og vinnu­brögðin innan þings­ins. 

Að mati Helga var kynnt undir ótta gagn­vart Pírötum í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Hann segir að það hafi verið búin til bæði vinstri grýla og brjál­æð­inga­grýla. „Eins og Bjarni Bene­dikts­son orð­aði það þá leist honum ekk­ert á að fá fólk til valda sem ætl­aði að taka stjórn­ar­skrána, rífa hana í tætlur og henda henni í ruslið. Mér fellur illa svona tal. Því auð­vitað er þetta hug­mynd sem eng­inn hefur stungið upp á. Frekar aug­ljóst. Þetta finnst mér áhuga­vert við póli­tík og það sem ég er mest að pæla í þessa dag­ana. Það er hvað óheið­ar­leiki er inn­byggður í stjórn­mál. Þá er ég ekki bara að tala um óheið­ar­leika stjórn­mála­manna sem birt­ist í orðum og gjörð­um, líka almenn­ings, kjós­enda. Bjarni upp­lifði sig ekk­ert sem óheið­ar­legan, en þetta er þvæla. Nið­ur­lægj­andi tal. Mér leið­ist þetta[...]Ég er ekk­ert að taka Bjarna sér­stak­lega fyr­ir, þetta á við um alla og þar á meðal mig sjálf­an. Það er ekki þannig að menn gangi inn í Alþing­is­hús og breyt­ist í ein­hverja aum­ingja. Þetta er allt harð­dug­legt fólk sem leggur mikið á sig og upp­sker lít­ið. En það má breyta hlut­unum til góðs, ég hef trú á því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None