Helgi Hrafn myndi íhuga að verða ráðherra

Helgi.Hrafn_.8.jpg
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Pírata, segir að hann myndi íhuga það eftir atvikum að þiggja ráð­herra­starf, stæði slíkt honum til boða. „En ég geri það ekki vald­anna vegna. Mér finnst sjúkt að þrá völd. Ég vor­kenni fólki sem gerir það. Vald er við­bjóður og fer illa með sumt fólk.“ Þetta segir Helgi Hrafn í við­tali við Frétta­blaðið í dag. 

Þrír umboðs­menn Pírata, Birgitta Jóns­dótt­ir, Smári McCarthy og Einar Brynj­ólfs­son taka nú þátt í óform­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka. Gangi þær eftir munu Píratar vænt­an­lega fá ráð­herra­emb­ætti. Í febr­úar sam­þykktu Píratar ályktun með 94 pró­sent greiddra atkvæða sem í fólst að flokk­ur­inn myndi hafna aðkomu að rík­­is­­stjórn þar sem þing­­menn eru einnig ráð­herr­­ar. Það yrði gert að „al­­gjörri og ófrá­víkj­an­­legri kröfu af hálfu Pírata um stjórn­­­ar­­sam­­starf að þessi háttur verði hafður á.“ Í við­tali við Kjarn­ann skömmu eftir að álykt­unin var sam­þykkt sagði Helgi Hrafn að honum lang­aði ekk­ert til að verða ráð­herra.

Í við­tal­inu við Frétta­blaðið í dag seg­ist Helgi Hrafn geta hugsað sér að halda áfram í stjórn­málum og að hann komi mögu­lega aftur inn á svið þeirra síð­ar, sér­stak­lega ef stjórn­ar­skrár­málið krefj­ist þess. Margar ástæður hafi verið fyrir því að hann hafi ekki boðið sig aftur fram til Alþingis í þetta sinn, meðal ananrs sú að þing­mennska taki yfir líf manna. „Maður starfar ekki á þingi, maður er þing­mað­ur. Þegar maður tekur þessa ákvörðun þá þarf maður að velja á milli tveggja gjör­ó­líkra lífs­stíla, og ég valdi að vera óbreyttur borg­ari þetta kjör­tíma­bil. Mér finnst ekki gaman að vera stjórn­mála­mað­ur. Mér finnst það glatað eins og staðan er núna. Samt finnst mörgum ég góður stjórn­mála­maður og ég býð mig senni­lega aftur fram en þá verður það ekki til gam­ans.“

Auglýsing

Búin til vinstri- og brjál­æð­inga­grýla

Helgi Hrafn segir að á Alþingi líð­ist hegðun sem myndi aldrei líð­ast á öðrum vinnu­stöð­um. „Þú ferð í pont­una og rök­styður þitt mál. Þá kemur ein­hver annar í pont­una, tekur það sem þú sagð­ir, snýr því á hvolf, nið­ur­lægir þig, reynir að gera það sem mest. Þetta er rugl og það eru sjálf­sagt ein­hverjir sem geta ekki sof­ið. Ég er hepp­inn því ég get það.“ Hann telur að vinnu­staða­sál­fræð­ingar ættu að starfa á Alþingi og að einn slíkur ætti að vera til taks fyrir hvern flokk. Það myndi bæta orð­ræð­una og vinnu­brögðin innan þings­ins. 

Að mati Helga var kynnt undir ótta gagn­vart Pírötum í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Hann segir að það hafi verið búin til bæði vinstri grýla og brjál­æð­inga­grýla. „Eins og Bjarni Bene­dikts­son orð­aði það þá leist honum ekk­ert á að fá fólk til valda sem ætl­aði að taka stjórn­ar­skrána, rífa hana í tætlur og henda henni í ruslið. Mér fellur illa svona tal. Því auð­vitað er þetta hug­mynd sem eng­inn hefur stungið upp á. Frekar aug­ljóst. Þetta finnst mér áhuga­vert við póli­tík og það sem ég er mest að pæla í þessa dag­ana. Það er hvað óheið­ar­leiki er inn­byggður í stjórn­mál. Þá er ég ekki bara að tala um óheið­ar­leika stjórn­mála­manna sem birt­ist í orðum og gjörð­um, líka almenn­ings, kjós­enda. Bjarni upp­lifði sig ekk­ert sem óheið­ar­legan, en þetta er þvæla. Nið­ur­lægj­andi tal. Mér leið­ist þetta[...]Ég er ekk­ert að taka Bjarna sér­stak­lega fyr­ir, þetta á við um alla og þar á meðal mig sjálf­an. Það er ekki þannig að menn gangi inn í Alþing­is­hús og breyt­ist í ein­hverja aum­ingja. Þetta er allt harð­dug­legt fólk sem leggur mikið á sig og upp­sker lít­ið. En það má breyta hlut­unum til góðs, ég hef trú á því.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None