Píratar: Treystum á innsæi og þekkingu forsetans við næstu skref

Píratar
Auglýsing

„Píratar hafa af fullum heil­indum og sam­starfsvilja tekið þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það eru mikil von­briði að ekki hafi orðið af þessu sögu­lega tæki­færi til að mynda frjáls­lynda umbóta­stjórn,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um. Jafn­framt er tekið fram að traust Pírata á þekk­ingu og inn­sæi for­set­ans, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, varð­andi næstu skref, sé mik­ið.

Eins og kunn­ugt er sigldu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður fimm flokka í strand á sjötta tím­anum í dag, en for­ystu­fólk Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Bjartrar fram­tíðar náði ekki saman um að mynda rík­is­stjórn. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur þegar til­kynnt for­set­anum um þetta, en hún er þó ekki búin að missa stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.

„Stefnu­málum Pirata var fyrir kosn­ingar skipt upp í áherslu­mál og fram­tíð­ar­sýn, ásamt því að mál­efni sem kosið er um og til­heyr­andi grein­ar­gerðir eru aðgengi­legar almenn­ingi. Það er ánægju­legt að okkur hafi tek­ist að vinna að mála­miðl­unum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslu­málum Pírata,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um.

Auglýsing

Jafn­framt segir að „til­raunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnu­mál sem ekki voru sett á odd­inn fyrir kosn­ingar hafa verið áhuga­verð­ar,“ og tekið fram það hafi aldrei verið ætl­unin hjá Pírötum að láta stefnu­mál byggð á ákvæðum nýrrar stjórn­ar­skrár koma í veg fyrir sam­starf við aðra flokka í stjórn­ar­mynd­un. „Ferli fyrir inn­leið­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár var vel tek­ið. Rétt­lát dreif­ing á arði af auð­lindum var vel hægt að ná sam­stöðu um. Eng­inn hefur sett sig á móti end­ur­reisn heil­brigð­is­þjón­ustu, efl­ingu aðkomu almenn­ings að ákvörð­un­ar­töku, að tækla spill­ingu og því að end­ur­vekja traust á Alþingi. Ekk­ert af þessum áherslu­málum Pírata stóð í vegi fyrir stjórn­ar­mynd­un. Þetta er sér­lega ánægju­legt í ljósi þess að nið­ur­stöður kosn­inga hafa verið túlk­aðar sem ákall um breiða sam­stöðu og sam­starfsvilja þvert á hið póli­tíska lands­lag,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um.

Upp­fært: 

Í stuttri til­kynn­ingu frá Svandísi Svav­ars­dótt­ur, fyrir hönd Vinstri grænna, kemur fram að þrátt fyrir góðan anda í við­ræð­unum hafi ekki tek­ist að finna grund­völl fyrir áfram­hald­andi við­ræð­um.

„Und­an­farna daga hafa Vinstri græn, Við­reisn, Björt fram­tíð, Píratar og Sam­fylk­ingin átt í form­legum við­ræðum um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Að þeim hafa komið komið yfir þrjá­tíu manns fyrir hönd flokk­anna sem lagt hafa fram mikla vinnu við að skapa grund­völl fyrir sam­starfi þeirra í rík­is­stjórn. Góður andi var í við­ræð­unum og fyrir lá að víða var ágætur sam­hljómur um mál­efni.

Frá upp­hafi var þó ljóst að tölu­vert langt var á milli flokk­anna í ýmsum mál­efn­um, ekki síst hvað varðar fjár­mögnun nauð­syn­legrar upp­bygg­ingar í heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­mál­um. Í dag kom í ljós að ekki voru allir flokk­arnir með sann­fær­ingu fyrir því að halda við­ræð­unum áfram og það var því nið­ur­staða Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna að við­ræðum yrði ekki fram hald­ið,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None