Píratar: Treystum á innsæi og þekkingu forsetans við næstu skref

Píratar
Auglýsing

„Píratar hafa af fullum heil­indum og sam­starfsvilja tekið þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það eru mikil von­briði að ekki hafi orðið af þessu sögu­lega tæki­færi til að mynda frjáls­lynda umbóta­stjórn,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um. Jafn­framt er tekið fram að traust Pírata á þekk­ingu og inn­sæi for­set­ans, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, varð­andi næstu skref, sé mik­ið.

Eins og kunn­ugt er sigldu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður fimm flokka í strand á sjötta tím­anum í dag, en for­ystu­fólk Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Bjartrar fram­tíðar náði ekki saman um að mynda rík­is­stjórn. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur þegar til­kynnt for­set­anum um þetta, en hún er þó ekki búin að missa stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.

„Stefnu­málum Pirata var fyrir kosn­ingar skipt upp í áherslu­mál og fram­tíð­ar­sýn, ásamt því að mál­efni sem kosið er um og til­heyr­andi grein­ar­gerðir eru aðgengi­legar almenn­ingi. Það er ánægju­legt að okkur hafi tek­ist að vinna að mála­miðl­unum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslu­málum Pírata,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um.

Auglýsing

Jafn­framt segir að „til­raunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnu­mál sem ekki voru sett á odd­inn fyrir kosn­ingar hafa verið áhuga­verð­ar,“ og tekið fram það hafi aldrei verið ætl­unin hjá Pírötum að láta stefnu­mál byggð á ákvæðum nýrrar stjórn­ar­skrár koma í veg fyrir sam­starf við aðra flokka í stjórn­ar­mynd­un. „Ferli fyrir inn­leið­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár var vel tek­ið. Rétt­lát dreif­ing á arði af auð­lindum var vel hægt að ná sam­stöðu um. Eng­inn hefur sett sig á móti end­ur­reisn heil­brigð­is­þjón­ustu, efl­ingu aðkomu almenn­ings að ákvörð­un­ar­töku, að tækla spill­ingu og því að end­ur­vekja traust á Alþingi. Ekk­ert af þessum áherslu­málum Pírata stóð í vegi fyrir stjórn­ar­mynd­un. Þetta er sér­lega ánægju­legt í ljósi þess að nið­ur­stöður kosn­inga hafa verið túlk­aðar sem ákall um breiða sam­stöðu og sam­starfsvilja þvert á hið póli­tíska lands­lag,“ segir í til­kynn­ingu frá Píröt­um.

Upp­fært: 

Í stuttri til­kynn­ingu frá Svandísi Svav­ars­dótt­ur, fyrir hönd Vinstri grænna, kemur fram að þrátt fyrir góðan anda í við­ræð­unum hafi ekki tek­ist að finna grund­völl fyrir áfram­hald­andi við­ræð­um.

„Und­an­farna daga hafa Vinstri græn, Við­reisn, Björt fram­tíð, Píratar og Sam­fylk­ingin átt í form­legum við­ræðum um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Að þeim hafa komið komið yfir þrjá­tíu manns fyrir hönd flokk­anna sem lagt hafa fram mikla vinnu við að skapa grund­völl fyrir sam­starfi þeirra í rík­is­stjórn. Góður andi var í við­ræð­unum og fyrir lá að víða var ágætur sam­hljómur um mál­efni.

Frá upp­hafi var þó ljóst að tölu­vert langt var á milli flokk­anna í ýmsum mál­efn­um, ekki síst hvað varðar fjár­mögnun nauð­syn­legrar upp­bygg­ingar í heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­mál­um. Í dag kom í ljós að ekki voru allir flokk­arnir með sann­fær­ingu fyrir því að halda við­ræð­unum áfram og það var því nið­ur­staða Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna að við­ræðum yrði ekki fram hald­ið,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None