Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Vinstri græn vilja að bætt verði við hátekju­skatt­þrepi á laun sem eru yfir einni og hálfri milljón króna á mán­uði. Flokk­ur­inn er þó opinn fyrir því að mörkin geti legið ofar en ætlar ekki að hækka skatta á milli­tekju­fólk. Þá vilja Vinstri græn leggja á stór­eigna­skatt þar sem heim­ili eru und­an­skilin sem skatt­stofn. Tvær ástæður eru fyrir þessum vilja flokks­ins, ann­ars vegar að auka tekjur rík­is­sjóðs til að fara í sókn í heil­brigð­is­málum og hins vegar að ráð­ast í kerf­is­breyt­ingu til að auka jöfn­uð. Slíkur skattur ætti því að leggj­ast á þá sem eiga mjög mikil auð­ævi. Þetta segir Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, í Frétta­blað­inu í dag.

Katrín segir þar að flokkur hennar meti sem svo að það vanti 19 millj­arða króna inn í heil­brigð­is­kerfið á næstu árum til við­bótar við rík­is­fjár­mála­á­ætlun síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Sækja þurfi þá fjár­muni ein­hvers­staðar og ekki verði nóg að auka álögur á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eða í ferða­þjón­ustu. Um þessi skatta­mál, og önnur fjár­öfl­un­ar­mál rík­is­sjóðs, hefur verið tek­ist á fundum þeirra fimm flokka sem nú reyna að mynda rík­is­stjórn, líkt og Kjarn­inn greindi frá á mánu­dag. Þar ber mest á milli Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Sá mál­efna­hópur flokk­anna fimm sem ræðir um efna­hags­mál hefur tvo fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra inn­an­borðs, þau Stein­grím J. Sig­fús­son og Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur. Auk þeirra sitja í hópnum Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Smári McCarthy og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir. Ýmsir sér­fræð­ingar hafa komið til fundar við hóp­inn á und­anförnum dögum og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur komið fram í máli þeirra að svig­rúm til aukn­ingar rík­is­út­gjalda sé mun minna en áður hefur verið gefið upp. Ein­skiptis­tekjur og stöð­ug­leika­eignir sýni góða stöðu rík­is­sjóðs – raunar nán­ast ein­staka – en aðrir tekju­stofnar séu ekki nægi­lega sterkir til að bæta sjálf­bært í vel­ferð­ar­mál með þeim hætti sem vilji flestra flokka standi til. Því þurfi að auka tekj­ur, og það þurfi að gera með því að hækka skatta eða auka ann­ars konar gjald­töku. Eftir erf­iða byrjun þá gengu við­ræður um rík­is­fjár­mála­á­ætlun vel í gær og full­trúar flokk­anna fimm voru von­góðir að þar myndi nást sátt. 

Fleiri atriði eru þó óaf­greidd. Lítið hefur til að mynda verið rætt um stór­iðju­stefnu sem sumir flokk­anna vilja afleggja með öllu og þá hafa umræður um sjáv­ar­út­vegs­mál ekki þótt skila nægi­lega miklum árangri. Von­ast var til þess að nið­ur­staða lægi fyrir í dag um hvort hægt yrði að mynda rík­is­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sam­fylk­ingar en ekki er víst að það tak­ist. Ljóst er þó að sú nið­ur­staða mun liggja fyrir á allra næstu dög­um.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None