Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Vinstri græn vilja að bætt verði við hátekju­skatt­þrepi á laun sem eru yfir einni og hálfri milljón króna á mán­uði. Flokk­ur­inn er þó opinn fyrir því að mörkin geti legið ofar en ætlar ekki að hækka skatta á milli­tekju­fólk. Þá vilja Vinstri græn leggja á stór­eigna­skatt þar sem heim­ili eru und­an­skilin sem skatt­stofn. Tvær ástæður eru fyrir þessum vilja flokks­ins, ann­ars vegar að auka tekjur rík­is­sjóðs til að fara í sókn í heil­brigð­is­málum og hins vegar að ráð­ast í kerf­is­breyt­ingu til að auka jöfn­uð. Slíkur skattur ætti því að leggj­ast á þá sem eiga mjög mikil auð­ævi. Þetta segir Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, í Frétta­blað­inu í dag.

Katrín segir þar að flokkur hennar meti sem svo að það vanti 19 millj­arða króna inn í heil­brigð­is­kerfið á næstu árum til við­bótar við rík­is­fjár­mála­á­ætlun síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Sækja þurfi þá fjár­muni ein­hvers­staðar og ekki verði nóg að auka álögur á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eða í ferða­þjón­ustu. Um þessi skatta­mál, og önnur fjár­öfl­un­ar­mál rík­is­sjóðs, hefur verið tek­ist á fundum þeirra fimm flokka sem nú reyna að mynda rík­is­stjórn, líkt og Kjarn­inn greindi frá á mánu­dag. Þar ber mest á milli Vinstri grænna og Við­reisn­ar. Sá mál­efna­hópur flokk­anna fimm sem ræðir um efna­hags­mál hefur tvo fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra inn­an­borðs, þau Stein­grím J. Sig­fús­son og Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur. Auk þeirra sitja í hópnum Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Smári McCarthy og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir. Ýmsir sér­fræð­ingar hafa komið til fundar við hóp­inn á und­anförnum dögum og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur komið fram í máli þeirra að svig­rúm til aukn­ingar rík­is­út­gjalda sé mun minna en áður hefur verið gefið upp. Ein­skiptis­tekjur og stöð­ug­leika­eignir sýni góða stöðu rík­is­sjóðs – raunar nán­ast ein­staka – en aðrir tekju­stofnar séu ekki nægi­lega sterkir til að bæta sjálf­bært í vel­ferð­ar­mál með þeim hætti sem vilji flestra flokka standi til. Því þurfi að auka tekj­ur, og það þurfi að gera með því að hækka skatta eða auka ann­ars konar gjald­töku. Eftir erf­iða byrjun þá gengu við­ræður um rík­is­fjár­mála­á­ætlun vel í gær og full­trúar flokk­anna fimm voru von­góðir að þar myndi nást sátt. 

Fleiri atriði eru þó óaf­greidd. Lítið hefur til að mynda verið rætt um stór­iðju­stefnu sem sumir flokk­anna vilja afleggja með öllu og þá hafa umræður um sjáv­ar­út­vegs­mál ekki þótt skila nægi­lega miklum árangri. Von­ast var til þess að nið­ur­staða lægi fyrir í dag um hvort hægt yrði að mynda rík­is­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sam­fylk­ingar en ekki er víst að það tak­ist. Ljóst er þó að sú nið­ur­staða mun liggja fyrir á allra næstu dög­um.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None