Það snjóar! Margir hrukku í kút í Japan þegar skyndilega byrjaði að kyngja niður snjó í höfuðborginni í Tókýó. Óhætt er að segja að það gerist sjaldan, en 54 ár eru síðan það gerðist síðast í nóvember.
Hitastigið á þessum tíma er oftast á bilinu 10 til 17 gráður, en að undanförnu hefur verið óvenjulega kalt.
Auglýsing
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC varaði japanska veðurstofan við því að hálka gæti myndast á vegum á næstunni.
