Skuldir sjávarútvegsins lækkað um 286 milljarða frá hruni

Gott gengi sjávarútvegsfyrirtækja hefur gefið þeim svigrúm til að lækka skuldir hratt á undanförnum árum.

skip
Auglýsing

Skulda­staða sjáv­ar­út­vegs­fé­laga hefur lækkað til muna frá­ því að skuldir félaga í grein­inni náðu hámarki í 619 millj­örðum króna á árinu 2008. Á árinu 2015 námu skuld­ir ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um 333 millj­örðum króna og hefur skulda­staða ­fé­lag­anna ekki verið lægri eftir efna­hags­á­fallið 2008. 

Þetta kemur fram í skýrslu sjáv­ar­út­veg­steymis Íslands­banka.

Skuldir hafa lækkað jafnt og þétt hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.Frá hápunkt­i 2008 hafa skuldir sjáv­ar­út­vegs­fé­laga lækkað um 286 millj­arða króna eða um 46 pró­sent. „Þegar fjár­mögn­un­ar­hreyf­ingar sjáv­ar­út­vegs­fé­laga eru ­skoð­aðar sést hvernig bætt afkoma félag­anna und­an­farin ár hef­ur ­skapað svig­rúm til nið­ur­greiðslu lang­tíma­skulda. Í fyrsta skipt­i frá árinu 2007 hafa nýjar lán­tökur verið umfram afborg­anir og ­nemur mun­ur­inn um 18 mö.kr. Til sam­an­burðar námu afborg­an­ir um­fram nýjar lán­tökur á árunum 2008-2014 um 148 mö.kr. á verð­lagi árs­ins 2015. Þrátt fyrir að nýjar lán­tökur ættu sér stað á ár­inu 2015 minnk­aði skuld­setn­ing sjáv­ar­út­vegs­fé­laga engu að ­síð­ur. Bendir það til þess að sjáv­ar­út­vegs­fé­lög séu í auknum mæli að greiða niður skamm­tíma­lán sín,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á árinu 2015 nam 45 millj­örðum króna en heild­ar­tekjur voru 275 millj­arð­ar. Hagn­að­ur­inn jókst um 3,7 pró­sent milli ára. 

Að mati sjáv­ar­út­veg­steym­is­ins mun draga úr hagn­aði fyr­ir­tækj­anna á þessu ári, og jafn­vel því næsta, þar sem styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu alþjóð­legu myntum veikir rekstr­ar­stöðu félag­anna. „Einnig teljum við að gengi krón­unnar muni halda áfram að styrkj­ast á næstu miss­er­um. Mun þetta að öðru óbreyttu leiða til þess að hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fé­laga lækki á árinu 2016,“ segir í skýrslu teym­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None