Vigdís segir RÚV „knésetja íslenskan landbúnað“

vigdís hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að umfjöllun RÚV um Brú­negg sé gerð „til þess að kné­setja íslenskan land­bún­að.“ Það sé „agenda RÚV og "góða fólks­ins".“ 

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu Vig­dís­ar. Þar sakar hún Kast­ljós líka um að falsa mynd­irnar sem birt­ust í þætt­inum í gær­kvöldi og segir þátt­inn þekktan fyrir að falsa myndir með umfjöll­un. „Voru þessar myndir frá búinu? Voru þessar myndir kannski frá öðru hæsna­búi í öðru landi? Kast­ljós er þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun - væri einnar messu virði að senda fyr­ir­spurn um það“ 

Þá segir Vig­dís að Rík­is­út­varpið stundi fals­anir og „3.600 millj­ónir renna úr vasa okkar lands­manna inn í þessa skoð­ana­mynd­andi stofnun - það var maður sem hafði sam­band við mig í gær og sagði mér að starfs­manna­fjöld­inn á RÚV væri kom­inn yfir 700 manns með verk­tökum - hvenær er nóg nóg?“ segir hún á Face­book. 

Auglýsing

Kast­ljós sýndi í gær þátt þar sem fjallað var um for­dæma­laus afskipti Mat­væla­stofn­unar af eggja­búum Brú­neggja. Þar kom fram að Mat­væla­stofnun teldi að fyr­ir­tækið hefði um ára­bil blekkt neyt­endur með því að not­ast við merk­ingar um vist­væna fram­leiðslu og frjálsar varp­hæn­ur. Kast­ljós fékk aðgang að gögnum Mat­væla­stofn­un­ar, um þús­und blað­síður af skýrslum og sam­skipt­um, og komst þannig að því að í tæpan ára­tug hefur verið vit­neskja um að Brú­negg upp­fylli ekki skil­yrði sem sett voru fyrir vist­vænni merk­ing­u. 

Vig­dís gagn­rýnir líka eft­ir­lits­að­ila í færslu sinni og birtir mynd af fjár­lögum árs­ins 2016, þar sem fram kemur að Mat­væla­stofnun hafi fengið 1,6 millj­arð til rekst­urs stofn­un­ar­inn­ar. Hún segir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé „á eftir MS“ fyrir tæpan hálfan millj­arð á ári. 

Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og flokks­bróðir Vig­dís­ar, segir við RÚV að hann hafi verið orð­laus yfir þætt­in­um. „Þetta er algjör við­bjóður hvernig þarna hefur verið staðið að,“ sagði ráð­herr­ann. Hann segir ráðu­neytið ætla að fara betur yfir þetta mál en mis­tök hafi verið gerð þegar starfs­mað­ur, sem fékk málið á sitt borð, hætti störf­um. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
Kjarninn 28. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None