Logi segist „pínu spenntur“ fyrir viðræðunum á morgun

Formaður Samfylkingarinnar segist hlakka til að vinna undir verkstjórn Pírata í fimm flokka viðræðum á morgun.

Logi Einarsson
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist vera „pínu spenntur fyrir næstu skref­um“ í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Flokkur hans er einn þeirra fimm flokka sem funda á morgun undir verk­stjórn Pírata. Logi segir ótta við önnur vinnu­brögð og hræðslu um að ekki tæk­ist að sætta ólík sjón­ar­mið hafi valdið því að flokk­arnir fimm náðu ekki saman í fyrstu atlögu. Logi var við­mæl­andi Krist­jáns Krist­jáns­sonar í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun.

„Við erum komin með nýjan og öfl­ugan stjórn­mála­flokk sem heita Píratar inn á þing. Þau byggja að mörgu leyti á öðrum kúltúr en við erum vön sem höfum starfað í þessum hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­um. Það á ekki að hræða okk­ur. Það á að gleðja okkur að það komi inn ný hugsun og nýjar leiðir til þess að nálg­ast verk­efn­i,“ sagði Logi í þætt­in­um. „Ég er pínu spenntur fyrir í raun­inni fyrir næstu skrefum sem verður það hvernig Birgitta og hennar fólk hjá Pírötum halda á mál­u­m.“

Sam­fylk­ingin tók þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Pírata, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar undir verk­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur í síð­asta mán­uði. Þeim við­ræðum var slitið og Katrín skil­aði stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði aftur til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands. Nokkur sam­hljómur er meðal þeirra þing­manna sem tóku þátt í þessum við­ræðum að ekki hafi verið búið að reyna til þrautar að sætta ólík sjón­ar­mið flokk­anna.

Auglýsing

Logi vonar að vinnan verði kláruð við að koma flokk­unum fimm saman sem ætla að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður á nýjan leik á morg­un. „Það er alltaf vont að labba frá verki og gef­ast upp áður en þú hefur reynt allt sem þú get­ur. Okkur mun líða betur jafn­vel þó það komi í ljós að við náum ekki saman ef við höfum full­vissu fyrir því.“

Logi telur að ótti við annan kúltúr og annað yfir­bragð ann­ara flokka hafi gert það að verkum að við­ræðum flokk­ana fimm var hætt síð­ast þegar á það sam­starf var reynt. „Og svo á hinn bog­inn var það hræðslan við það að menn næðu ekki saman um mál­efn­in.“ Spurður hvað hafi komið honum mest á óvart, ver­andi nýr þing­maður og for­maður stjórn­mála­flokks síðan eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber nefnir Logi tor­tryggni í garð ann­arra. „Það kemur mér pínu á óvart hversu mikil áhrif það hef­ur, svona hug­lægir hlutir eins og hvernig þér líkar við þenn­an, tor­tryggni út þennan og slíkir hlut­ir.“

Búið var að ná „nokkuð skemmti­legri lend­ingu“ í stjórn­ar­skrár­mál­inu að sögn Loga og byrjað var að þreifa á sjáv­ar­út­vegs­mál­um. „Eftir stendur að allir flokk­arnir lof­uðu gríð­ar­legri upp­bygg­ingu inn­viða og það er nauð­syn­legt. En síðan eru kannski skiptar skoð­anir um með hvaða hætti eigi að fjár­magna þetta. Á milli flokk­ana – lengst til vinstri og lengst til hægri í þessu mynstri – eru bara eðli­lega ólíkar skoð­anir á því. Og við þurfum að mæt­ast ein­hvers staðar á miðri leið.“

Þátt­taka Sam­fylk­ing­ar­innar ekki ólýð­ræð­is­leg

Logi var kjör­inn vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á síð­asta lands­fundi flokks­ins þegar Oddný Harð­ar­dóttir var kjör­inn for­mað­ur. Eftir kosn­inga­ó­sigur flokks­ins 29. októ­ber síð­ast­lið­inn sagði Oddný af sér sem for­maður en situr enn sem þing­maður úr Suð­ur­kjör­dæmi. Logi varð þess vegna for­maður flokks­ins strax í vik­unni eftir að hafa hlotið kjör á Alþingi í fyrsta sinn.

Oddný hafði sagt strax eftir að úrslit kosn­ing­anna voru ljós að Sam­fylk­ingin myndi ekki geta setið í rík­is­stjórn með svo lítið fylgi miðað við úrslit fyrri Alþing­is­kosn­inga. Eftir að Logi varð for­maður hefur afstaða flokks­ins breyst. Hann segir Odd­nýju aðeins hafa farið fram úr sér í hita leiks­ins.

„Ég held að hún [Odd­ný] hafi látið þessi orð falla svona eftir þetta þung högg sem við feng­um. Það held ég að flestir hefðu gert í hita augna­bliks­ins. En síðan þegar við fórum að skoða stöð­una og mögu­leik­ana þá sáum við strax að þetta yrði flókið og hinn minnst bútur gæti skipt máli í þessu sam­hengi. Það hefur svo komið á dag­inn.“

Loga þykir það ekki ólýð­ræð­is­legt að Sam­fylk­ing­in, með svo lítið fylgi á lands­vísu, komi að myndun rík­is­stjórn­ar. „Á end­anum skiptir það máli að það verði til starf­hæfur meiri­hluti á þing­inu og þá eru þing­menn taldir en ekki endi­lega fylgi flokk­anna,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None