Ákvörðun um formlegar viðræður fimm flokka tekin fyrir vikulok

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ræddu í dag  saman um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Pírötum gengu umræðurnar vel og gert er ráð fyrir að fulltrúar flokkana fimm fundi aftur á morgun. Ákvörðun um hvort ráðist verði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður mun liggja fyrir í lok þessarar viku.

Birgitta Jóns­dótt­ir, full­trúi Pírata á Alþingi, fékk á föstudag umboð for­seta Íslands til þess að mynda rík­is­stjórn. Tveir stjórn­mála­leið­togar hafa áður fengið þetta umboð eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber, þau Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna.

Píratar gerðu það strax ljóst að þeir vildu taka upp þrá­inn á ný í fimm flokka við­ræðum sem fóru út um þúfur undir verk­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Þeir flokkar höfðu all­ir, nema Vinstri græn, rætt saman aftur í síðustu viku, eftir að Katrín skil­aði umboði sínu til stjórn­ar­mynd­un­ar. 

Auglýsing

Birgitta sagði eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag að ­mik­il­vægt væri að finna þjóð­ar­sátt­ar­tón því framundan séu mjög erfið mál sem muni koma til kasta stjórn­mála­manna að leysa. Hún sagði að ef hægt yrði að ná flokkum sem eru lengst til vinstri og lengst til hægri að þá séum við komin með „litla þjóð­stjórn“. Þar átti hún augljóslega við Vinstri græn og Viðreisn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None