Viðreisn: Áherslur VG komu einkum í veg fyrir samstöðu

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Áherslur Vinstri grænna í rík­is­fjár­mál­um, sjáv­ar­út­vegs­málum og land­bún­að­ar­málum stóðu fjarri áherslum Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata. Þess vegna náð­ist ekki sam­staða um myndun fimm flokka rík­is­stjórn­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá þing­flokki Við­reisn­ar. 

Þar segir að sam­talið sem átt hafi sér stað í við­ræð­unum hafi verið gagn­legt og sýnt að raun­veru­legur vilji sé til umbóta á íslensku sam­fé­lagi hjá öllum flokk­unum sem þátt í þeim tóku. „Því miður náð­ist þó ekki sam­staða um mik­il­væg efn­is­at­riði. Einkum voru það áherslur VG í rík­is­fjár­mál­um, sjáv­ar­út­vegs­málum og land­bún­að­ar­málum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokk­anna,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þar er Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Pírata, og sam­starfs­fólki hennar hrósað sér­stak­lega fyrir vand­aða verk­stjórn í við­ræð­un­um.

Auglýsing

Píratar birtu til­kynn­ingu á vef sínum fyrr í dag, eftir að við­ræðum var slit­ið, þar sem þeir segja að mikil mál­efna­vinna hafi farið fram und­an­farna tíu daga í við­ræðum flokk­anna fimm. Áhersla hafi verið lögð á erf­ið­­ustu við­fangs­efn­in. „Mjög lítið bar á milli og sátt hafði náðst um flest mál­in.“ 

Píratar segj­­ast hafa sýnt það í stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræð­unum að þar fari flokkur sem beri hag almenn­ings fyrir brjósti og sé til­­­bú­inn til að gera mála­mið­l­­anir án þess að fara yfir eigin sár­s­auka­­þrösk­uld. 

Vinstri græn sendu einnig frá sér til­­kynn­ingu fyrr í dag, þar sem sagt er að við­ræð­­urnar hafi verið gagn­­legar þrátt fyrir að ekki hafi náðst sam­­staða um að halda þeim áfram að sinni. Flokk­­ur­inn hafi talið brýnt að gerðar verði breyt­ingar í þágu umbóta í heil­brigð­is-, mennta- og vel­­ferð­­ar­­málum og við upp­­­bygg­ingu inn­­viða. „Það er mat þing­­flokks­ins að til að mæta lág­­marks­þörfum og koma til móts við ákall úr sam­­fé­lag­inu í þessum efnum þurfi, var­­lega áætl­­að, á þriðja tug millj­­arða króna.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None