Viðreisn: Áherslur VG komu einkum í veg fyrir samstöðu

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Áherslur Vinstri grænna í rík­is­fjár­mál­um, sjáv­ar­út­vegs­málum og land­bún­að­ar­málum stóðu fjarri áherslum Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata. Þess vegna náð­ist ekki sam­staða um myndun fimm flokka rík­is­stjórn­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá þing­flokki Við­reisn­ar. 

Þar segir að sam­talið sem átt hafi sér stað í við­ræð­unum hafi verið gagn­legt og sýnt að raun­veru­legur vilji sé til umbóta á íslensku sam­fé­lagi hjá öllum flokk­unum sem þátt í þeim tóku. „Því miður náð­ist þó ekki sam­staða um mik­il­væg efn­is­at­riði. Einkum voru það áherslur VG í rík­is­fjár­mál­um, sjáv­ar­út­vegs­málum og land­bún­að­ar­málum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokk­anna,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þar er Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Pírata, og sam­starfs­fólki hennar hrósað sér­stak­lega fyrir vand­aða verk­stjórn í við­ræð­un­um.

Auglýsing

Píratar birtu til­kynn­ingu á vef sínum fyrr í dag, eftir að við­ræðum var slit­ið, þar sem þeir segja að mikil mál­efna­vinna hafi farið fram und­an­farna tíu daga í við­ræðum flokk­anna fimm. Áhersla hafi verið lögð á erf­ið­­ustu við­fangs­efn­in. „Mjög lítið bar á milli og sátt hafði náðst um flest mál­in.“ 

Píratar segj­­ast hafa sýnt það í stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræð­unum að þar fari flokkur sem beri hag almenn­ings fyrir brjósti og sé til­­­bú­inn til að gera mála­mið­l­­anir án þess að fara yfir eigin sár­s­auka­­þrösk­uld. 

Vinstri græn sendu einnig frá sér til­­kynn­ingu fyrr í dag, þar sem sagt er að við­ræð­­urnar hafi verið gagn­­legar þrátt fyrir að ekki hafi náðst sam­­staða um að halda þeim áfram að sinni. Flokk­­ur­inn hafi talið brýnt að gerðar verði breyt­ingar í þágu umbóta í heil­brigð­is-, mennta- og vel­­ferð­­ar­­málum og við upp­­­bygg­ingu inn­­viða. „Það er mat þing­­flokks­ins að til að mæta lág­­marks­þörfum og koma til móts við ákall úr sam­­fé­lag­inu í þessum efnum þurfi, var­­lega áætl­­að, á þriðja tug millj­­arða króna.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None