Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við af Hannesi G. Sigurðssyni sem hefur gengt starfinu frá því í ágúst, þegar Þorsteinn Víglundsson lét af störfum til að fara í þingframboð fyrir Viðreisn.
Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group undanfarin sjö ár. Áður starfaði hann meðal annars sem hagfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Starf framkvæmdastjóra var auglýst í byrjun september.
Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, formanni SA, að það sé mikill fengur að Halldóri í starfið. Hann hafi alla þá eiginleika sem leitað hafi verið að og mikils sé vænst af honum í spennandi en krefjandi verkefnum sem séu framundan í íslensku atvinnulífi.