Katrín útilokar ekki að VG taki sæti í minnihlutastjórn

7DM_0080_raw_1817.JPG
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, útilokar ekki að Vinstri græn taki sæti í minnihlutastjórn. Staðan sé þannig að fólk sé farið að hugsa út fyrir kassann og skoða slíkar leiðir. „Það var auðvitað lögð mikil áhersla á myndun meirihlutastjórnar í upphafi. Nú hafa hugmyndir um myndun til dæmis minnihlutastjórnar skotið upp kollinum og ég held að það sé eitthvað sem allir flokkarnir hljóta að velta fyrir sér.“ Þetta kemur fram á vef RÚV.  Katrín vonast til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. 

Viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar undir forystu Pírata lauk í gær þegar ljóst væri að ekki myndi nást saman um lykilmál. Þar munaði mestu á milli Viðreisnar annars vegar og Vinstri grænna hins vegar m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og í ríkisfjármálum. Vinstri græn hafa lagt höfuðáherslu á mikla aukningu útgjalda til að fjárfesta í velferðarmálum og innviðum og á að fjármagna þá aukningu með nýjum sjálfbærum tekjum. Á meðal þeirra tillagna sem Vinstri græn lögðu til var auðlegðarskattur á stóreignafólk, að taka upp sykurskatt á nýjan leik auk þess sem flokkurinn hefur einnig viðrað hugmyndir um hátekjuskatt. Katrín sagði hins vegar við RÚV að Vinstri græn hafi ekki viljað hækka almennan tekjuskatt til að ná markmiðum sínum. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands,hvatti stjórnmálaflokkanna til að kanna möguleikann á myndun minnihlutastjórnar eftir að Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboði sínu í gær. „Í ljósi þeirra sjón­ar­miða sem fram komu í við­ræðum mínum við flokks­leið­toga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórn­ar­mynd­unar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óform­legum við­ræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögu­legar til mynd­unar rík­is­stjórnar sem njót­i ­meiri­hluta­stuðn­ings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar van­trausti. Í sam­tölum mínum við for­ystu­fólk flokk­anna nefndi ég einnig þau brýnu verk­efni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefj­ast góðrar sam­vinnu og sam­stöð­u. Loks minnti ég flokks­leið­tog­ana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná ­sam­komu­lagi um myndun rík­is­stjórn­ar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíð­inda í þeim efn­um í þess­ari viku,“ sagði í til­kynn­ingu for­seta­emb­ætt­is­ins. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None