Bensínlítrinn hækkar um þrjár krónur og kostar 190,3 krónur

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir hækkun bensíngjaldsins á næsta ári. Einnig má búast við hækkun eldsneytisverðs vegna ákvörðunar OPEC-ríkjanna um að takmarka framleiðslu sína.

yemen-oil-exports_20322552098_o.jpg
Auglýsing

Algengt bens­ín­verð á Íslandi hefur hækkað um þrjár krónur síðan í nóv­em­ber og er nú 190,30 krónur á hvern lítra. Í nóv­em­ber var algengt bens­ín­verð 187,30 krónur á hvern lítra. Sam­kvæmt sund­ur­liðun Kjarn­ans á elds­neyt­is­verði þá virð­ast hækk­unin milli mán­aða aðal­lega vera á hlut olíu­fé­lag­anna. Gert er ráð fyrir hækkun krónu­gjalda á bensín í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu fyrir Alþingi.

Bens­ín­verð á Íslandi skipt­ist í þrjá meg­in­liði. Það er algengt inn­kaupa­verð, opin­ber gjöld sem ríkið leggur á elds­neyt­is­verð og hlutur olíu­fé­laga. Opin­beru gjöldin breyt­ast lítið á milli mán­aða; það er raunar aðeins virð­is­auka­skatt­ur­inn sem getur breyst nema með sér­stökum laga­breyt­ingum frá Alþingi. Virð­is­auka­skatt­ur­inn er hlut­falls­legur skattur á elds­neyt­is­verð en önnur opin­ber gjöld sem leggj­ast á lítra­verðið eru föst krónu­tala sem ákvörðuð er í fjár­lög­um. Krónu­gjöldin á bens­ín­verð eru almenn vöru­gjöld, sér­stök vöru­gjöld og kolefn­is­gjald.

Algengt inn­kaupa­verð getur vit­an­lega sveifl­ast á milli mán­aða. Í bens­ín­vakt Kjarn­ans er inn­kaupa­verðið reiknað út frá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­hafi mán­aðar frá banda­rískum yfir­völdum og mið­gengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði. Nánar má lesa um for­sendur bens­ín­vakt­ar­innar hér.

Auglýsing

Á árinu 2016 náði bens­ín­verðið hámarki í júní þegar algengt verð á bens­ín­lítra var 204,40 krón­ur. Lægst var verðið í febr­úar þegar lítr­inn kostn­aði að víð­ast hvar 186,50 krón­ur.

Verðið hækkar lík­lega á næsta ári

Tveir þættir gætu haft ráð­andi áhrif á elds­neyt­is­verð á næsta ári. Um mán­aða­mótin tóku sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC-­ríkin svoköll­uðu, ákvörðun um að tak­marka olíu­fram­leiðslu sína á næst­unni til þess að hækka heims­mark­aðs­verð á olíu. Þessi ákvörðun hefur þegar haft áhrif á heims­mark­aðs­verð­ið; nú kostar fatið af hrá­olíu nærri 52 doll­ara en um mán­aða­mótin var verðið um 45 doll­ar­ar.

Heims­mark­aðs­verð á olíu ræðst hins vegar af fjöl­mörgum flóknum þáttum og þess vegna er erfitt að gera lang­tíma­verð­spár. Sem dæmi um hugs­an­legt mót­vægi við ákvörðun OPEC-­ríkj­anna er aukin olíu­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna. Ef fram­boðið helst jafn mikið eða jafn­vel meira en það hefur verið mun verðið hugs­an­lega ekki hækka jafn ört og nú er gert ráð fyr­ir.

Eftir stendur hins vegar sú stað­reynd að und­an­farið ár hefur heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu hækkað um um það bil 19 pró­sent.

Fylgstu með bens­ín­verð­inu á Bens­ín­vakt Kjarn­ans
Kann­aðu verðið

Gert er ráð fyrir 2,5 pró­sent hækkun á almenn og sér­stök vöru­gjöld á bensín og kolefn­is­gjald umfram 2,2 pró­sent verð­lags­upp­færslu í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu á Alþingi. Þess vegna munu krónu­tölu­gjöldin svoköll­uðu hækka um ára­mótin um 4,7 pró­sent ef frum­varpið fer óbreytt í gegnum þing­ið. Allir þessir þrír liðir hafa tölu­verð áhrif á elds­neyt­is­verð hér á landi. Hægt er að sjá sund­ur­liðun elds­neyt­is­verðs­ins á vefnum gogn.kjarn­inn.is. Auk þess­ara þriggja gjalda þá telj­ast áfeng­is­gjald, tóbaks­gjald, bif­reiða­gjald og kíló­metra­gjald einnig til krónu­tölu­gjalda.

Almennt bens­ín­gjald er föst krónu­tala sem leggst á hvern bens­ín­lítra og rennur í rík­is­sjóð. Í dag nemur þetta gjald 25,6 krónum á hvern lítra. Sömu sögu er að segja um sér­stakt vöru­gjald á bens­ín­lítr­ann. 41,3 krónur leggj­ast á lítra­verð á bens­íni í dag. Mun­ur­inn á þessum tveimur gjöldum – almennum og sér­stökum vöru­gjöldum á bensín – er að almenna gjaldið rennur óskipt í rík­is­sjóð en sér­staka gjaldið rennur óskipt til Vega­gerð­ar­inn­ar, að frá­dregnu inn­heimtu­gjaldi rík­is­sjóðs.

Kolefn­is­gjald á hvern bens­ín­lítra er einnig ákvarðað með lög­um. Það mun hækka að sama skapi um 2,5 pró­sent umfram verð­lags­upp­færslu ef fjár­laga­frum­varpið fer óbreytt í gegnum þing­ið. Í dag er gjaldið föst krónu­tala að upp­hæð 5,25 krónur sem leggj­ast á hvern seldan lítra af bens­íni.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er gert ráð fyrir að elds­neyt­is­gjöldin muni skila sam­an­lagt 26,9 millj­örðum króna í rík­is­sjóð á næsta ári. Þar er einnig gert ráð fyrir aukn­ingu í sölu elds­neytis um þrjú pró­sent. Á sama og fólk muni aka meira á næsta ári þá fer floti spar­neytn­ari bíla stækk­andi sem vegur upp á móti aukn­ingu í elds­neyt­is­sölu.

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) hafa gagn­rýnt þennan lið fjár­laga­frum­varps­ins og segja þessa hækkun á elds­neyt­is­gjöldum munu fara „beint út í verð­lag“. „Reikna má með að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,2 pró­sent bara vegna þess­arar hækk­unar og eykur þannig verð­bólgu sem því nemur og dregur úr kaup­mætt­i,“ er haft eftir Almari Guð­munds­syni, fram­kvæmda­stjóra SI, í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna sem barst fjöl­miðlum á fimmtu­dag. Hann bendir einnig á að hér sé um að ræða við­bót­ar­skatta­hækkun á „vörur sem þegar bera mjög háa skatta“.

Ástæða þess að gert er ráð fyrir umfram­hækkun krónu­tölu­gjalda í nýjum fjár­lögum er til þess að „slá á þau þenslu­á­hrif sem látið hafa á sér kræla und­an­farna mán­uð­i“, svo vitnað sé beint í ræðu Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra á Alþingi þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn. „Gert er ráð fyrir að þessi hækkun skili rík­is­sjóði sam­an­lagt 3,2 millj­örðum króna á ári að með­töldum hlið­ar­á­hrifum á virð­is­auka­skatt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None