7DM_4820_raw_1979.JPG
Auglýsing

Presta­fé­lag Íslands vill ekki að prestar, pró­fastar og bisk­upar verði færðir undan ákvörð­unum kjara­ráðs, líkt og lagt er til í frum­varpi sem for­menn allra stjórn­mála­flokka hafa lagt fram á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn Presta­fé­lags­ins til efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu til breyt­inga á lögum um kjara­ráð eru fjöl­margar stétt­ir, sem nú heyra undir ráð­ið, færðar undan því. Ef frum­varpið verður að lögum mun verk­efni kjara­ráðs verða að ákveða laun og starfs­kjör þjóð­kjör­inna manna, dóm­ara, sak­sókn­ara, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og þeirra skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins og fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga. Þá mun kjara­ráð áfram ákvarða laun for­seta­rit­ara, seðla­banka­stjóra, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og rík­is­sátta­semj­ara. 

Til bráða­birgða verða hins vegar laun og starfs­kjör bisk­ups, vígslu­bisk­upa, pró­fasta og presta þjóð­kirkj­unnar áfram ákvörðuð af kjara­ráði, „þar til sam­komu­lag hefur náðst við þjóð­kirkj­una um nýtt launa­fyr­ir­komu­lag.“ 

Auglýsing

Prestar eru ósáttir við þetta og vilja að þeirra kjör verði áfram ákvörðuð af kjara­ráði. Þeir segja að for­send­urnar sem gefnar séu fyrir bráða­birgða­á­kvæð­inu séu ekki fyrir hendi. „Það er mjög mik­il­vægt, ekki síst vegna hags­muna Rík­is­sjóðs, að launa­á­kvarð­anir vegna presta, pró­fasta og bisk­upa verði teknar af óvil­höllum aðila í ljósi kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins frá 1997 og lögum sam­kvæmt. Ekki er neitt sem bendir til þess að breyt­ing verði gerð á þeim ákvæðum og því sam­komu­lagi á næstu miss­erum,“ segir meðal ann­ars í umsögn presta. Ef breyt­ing verði gerð á sam­komu­lagi rík­is­ins og þjóð­kirkj­unnar um þessi mál verði hægur vandi að færa ákvarð­anir um laun presta frá kjara­ráð­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None