7DM_4820_raw_1979.JPG
Auglýsing

Prestafélag Íslands vill ekki að prestar, prófastar og biskupar verði færðir undan ákvörðunum kjararáðs, líkt og lagt er til í frumvarpi sem formenn allra stjórnmálaflokka hafa lagt fram á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn Prestafélagsins til efnahags- og viðskiptanefndar. 

Samkvæmt frumvarpinu til breytinga á lögum um kjararáð eru fjölmargar stéttir, sem nú heyra undir ráðið, færðar undan því. Ef frumvarpið verður að lögum mun verkefni kjararáðs verða að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Þá mun kjararáð áfram ákvarða laun forsetaritara, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. 

Til bráðabirgða verða hins vegar laun og starfskjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar áfram ákvörðuð af kjararáði, „þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag.“ 

Auglýsing

Prestar eru ósáttir við þetta og vilja að þeirra kjör verði áfram ákvörðuð af kjararáði. Þeir segja að forsendurnar sem gefnar séu fyrir bráðabirgðaákvæðinu séu ekki fyrir hendi. „Það er mjög mikilvægt, ekki síst vegna hagsmuna Ríkissjóðs, að launaákvarðanir vegna presta, prófasta og biskupa verði teknar af óvilhöllum aðila í ljósi kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997 og lögum samkvæmt. Ekki er neitt sem bendir til þess að breyting verði gerð á þeim ákvæðum og því samkomulagi á næstu misserum,“ segir meðal annars í umsögn presta. Ef breyting verði gerð á samkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar um þessi mál verði hægur vandi að færa ákvarðanir um laun presta frá kjararáði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None