Samfylkingin tapar en meirihlutinn í Reykjavík heldur

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík mælist rúm­lega 17 pró­sent í nýrri skoð­ana­könn­un. Flokk­ur­inn fékk 31,9 pró­sent í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014 og leiðir meiri­hluta­stjórn í borg­inni sem stendur undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra. Borg­ar­full­trúum verður fjölgað úr 15 í 23 næst þegar kosið verð­ur. Þetta er nið­ur­staða nýrrar skoð­ana­könn­unar sem frétta­stofa Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 lét gera. Sam­fylk­ingin myndi samt sem áður tapa einum borg­ar­full­trúa ef kosið yrði í dag, er með fimm en fengi fjóra. Sam­fylk­ingin hefur beðið afhroð í síð­ustu tveimur þing­kosn­ing­um, fékk 12,9 pró­sent árið 2013 og ein­ungis 5,7 pró­sent í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. Því er staða flokks­ins í Reykja­vík enn mun sterk­ari en í þjóð­mál­unum þrátt fyrir að fylgið mælist mun lægra en í síð­ustu kosn­ing­um.

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Bjartrar fram­tíðar og Vinstri grænna myndi halda velli ef kosið yrði í dag. Hann fengi 14 borg­ar­full­trúa en minni­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar níu tals­ins. Í dag er meiri­hlut­inn með níu borg­ar­full­trúa en minni­hlut­inn með sex.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yrði stærsti flokk­ur­inn í borg­inni og myndi bæta við sig fylgi. Hann fékk 25,7 pró­sent 2014 en mælist nú með 32 pró­sent. Vinstri græn mæl­ast með 15,4 pró­sent fylgi, Píratar með 14,6 pró­sent og Björt fram­tíð með 13 pró­sent fylgi. Saman myndu þessir þrír flokkar fá tíu borg­ar­full­trúa. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist minnstur allra þeirra flokka sem í dag eiga full­trúa í borg­ar­stjórn. Fylgi flokks­ins mælist fjögur pró­sent og hann myndi rétt ná inn manni ef kosið yrði í dag.

Auglýsing

Könnun frétta­stofu Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 var gerð dag­ana 12.-14. des­em­ber. Hringt var í 1.016 ein­stak­linga. 617 svör­uðu og tóku tæp 60 pró­sent afstöðu til spurn­ingar um hvaða flokkur í borg­inni yrði fyrir val­inu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None