Samkomulag um helstu skilmála sameiningar Kviku og Virðingar undirritað

Hannes Frímann
Auglýsing

Stjórnir Kviku banka og Virðingar hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála fyrirhugaðs samruna félaganna með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafunda og eftirlitsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Þar segir einnig að í byrjun næsta árs muni hefjast vinna við áreiðanleikakannanir og viðræður um nánari útfærslu á sameiningu félaganna. Niðurstöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir hluthafa Kviku og Virðingar til endanlegs samþykkis. 

Stjórnir Virð­ingar hf. og Kviku banka und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um að und­ir­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku í lok nóvember síðastliðins. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar verður eigið fé Kviku lækkað um 600 millj­ónir króna og lækk­unin greidd til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku munu eftir sam­runa eiga 70 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­sent hlut. 

DV greindi frá því í októ­ber að Virð­ing væri að reyna að eign­ast stóran hlut í Kviku. Hannes Frí­­mann Hrólfs­­son, for­­stjóri Virð­ing­­ar, og Ármann Þor­­valds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og einn hlut­hafa félags­­ins, hefðu vik­urnar á undan fundað með nokkrum af stærri hlut­höfum Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa hlut þeirra í bank­an­­um. Þá kom fram að það gæti skýrst á næstu vikum hvort af sam­run­anum yrði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félögin tvö reyna sam­runa.  Um haustið 2014 áttu sér  stað for­m­­legar við­ræður milli Virð­ingar og MP banka, sem síðar breytti nafni sínu í Kviku, um sam­ein­ingu sem runnu út í sand­­inn.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni vegna und­ir­rit­unar vilja­yf­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­ugt fjár­mála­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­fest­inga­banka­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­sjóði, fjár­fest­inga­sjóði, fram­taks­sjóði, fast­eigna­sjóði, veð­skulda­bréfa­sjóði og ýmsa fag­fjár­festa­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­ugum mark­aðsvið­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­gjöf, sér­hæfðri lána­starf­semi og einka­banka­þjón­ustu.

Á næstu vikum verður unnið að sam­komu­lagi um helstu skil­mála fyrir sam­run­an­um, þ.m.t. um for­send­ur, gerð áreið­an­leikakann­ana, end­an­lega samn­ings­gerð og aðgerð­ar- og tíma­á­ætl­un. Ef sam­ein­ing félag­anna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár.“ Nú liggur samkomulagið um helstu skilmála samkomulagsins fyrir.

Bók­­fært eigið fé Kviku nam tæp­­lega 6,2 millj­­örðum króna í lok sept­­em­ber á þessu ári. Stærstu hlut­hafar bank­ans eru Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, félagið Varða Capi­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­ars­son­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­munds­son­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­son­ar, Finns Reys Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur) og Títan B ehf. (fé­lags í eigu Skúla Mog­en­sen).

Virð­ing sam­ein­að­ist Auði Capi­­tal í byrjun árs 2014. Hlut­hafar Virð­ingar eru félag í eigu Krist­ínar Pét­­ur­s­dótt­­ur, Líf­eyr­is­­sjóður Versl­un­­ar­­manna, Sam­ein­aði líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn, félag í eigu Guð­­bjargar Eddu Egg­erts­dótt­­ur, Stafir líf­eyr­is­­sjóð­ir, félag í eigu Ármanns Þor­­valds­­sonar og með­­fjár­­­festa, félag í eigu Vil­hjálms Þor­­steins­­sonar og félag í eigu Krist­ína Jóhann­es­dóttur og Ásu Karenar Ásgeir­s­dótt­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None