Samkomulag um helstu skilmála sameiningar Kviku og Virðingar undirritað

Hannes Frímann
Auglýsing

Stjórnir Kviku banka og Virð­ingar hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um helstu skil­mála fyr­ir­hug­aðs sam­runa félag­anna með fyr­ir­vara um nið­ur­stöður áreið­an­leikakann­ana, sam­þykki hlut­hafa­funda og eft­ir­lits­að­ila. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar. Þar segir einnig að í byrjun næsta árs muni hefj­ast vinna við áreið­an­leikakann­anir og við­ræður um nán­ari útfærslu á sam­ein­ingu félag­anna. Nið­ur­stöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir hlut­hafa Kviku og Virð­ingar til end­an­legs sam­þykk­is. 

Stjórnir Virð­ingar hf. og Kviku banka und­ir­­rit­uðu vilja­yf­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar verður eigið fé Kviku lækkað um 600 millj­­ónir króna og lækk­­unin greidd til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku munu eftir sam­runa eiga 70 pró­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­sent hlut. 

DV greindi frá því í októ­ber að Virð­ing væri að reyna að eign­­ast stóran hlut í Kviku. Hannes Frí­­­mann Hrólfs­­­son, for­­­stjóri Virð­ing­­­ar, og Ármann Þor­­­valds­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og einn hlut­hafa félags­­­ins, hefðu vik­­urnar á undan fundað með nokkrum af stærri hlut­höfum Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa hlut þeirra í bank­an­­­um. Þá kom fram að það gæti skýrst á næstu vikum hvort af sam­run­­anum yrði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félögin tvö reyna sam­runa.  Um haustið 2014 áttu sér  stað for­m­­­legar við­ræður milli Virð­ingar og MP banka, sem síðar breytti nafni sínu í Kviku, um sam­ein­ingu sem runnu út í sand­­­inn.

Auglýsing

Í til­­kynn­ing­unni vegna und­ir­­rit­unar vilja­yf­­ir­lýs­ingar um sam­runa sagði: „Með sam­ein­ingu Kviku og Virð­ingar yrði til öfl­­ugt fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sem væri leið­andi á fjár­­­fest­inga­­banka­­mark­aði. Sam­einað félag yrði einn stærsti aðili í eigna­­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri s.s. verð­bréfa­­sjóði, fjár­­­fest­inga­­sjóði, fram­taks­­sjóði, fast­­eigna­­sjóði, veð­skulda­bréfa­­sjóði og ýmsa fag­fjár­­­festa­­sjóði. Auk þess myndi sam­einað félag ráða yfir öfl­­ugum mark­aðsvið­­skipt­um, fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf, sér­­hæfðri lána­­starf­­semi og einka­­banka­­þjón­­ustu.

Á næstu vikum verður unnið að sam­komu­lagi um helstu skil­­mála fyrir sam­run­an­um, þ.m.t. um for­­send­­ur, gerð áreið­an­­leikakann­ana, end­an­­lega samn­ings­­gerð og aðgerð­­ar- og tíma­á­ætl­­un. Ef sam­ein­ing félag­anna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi um mitt næsta ár.“ Nú liggur sam­komu­lagið um helstu skil­mála sam­komu­lags­ins fyr­ir.

Bók­­­fært eigið fé Kviku nam tæp­­­lega 6,2 millj­­­örðum króna í lok sept­­­em­ber á þessu ári. Stærstu hlut­hafar bank­ans eru Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna, félagið Varða Capi­­tal ehf. ( í eigu Gríms A. Garð­­ar­s­­son­­ar, Edward Schmidt og Jónasar H. Guð­­munds­­son­­ar), félagið Sigla ehf. (í eigu Tómasar Krist­jáns­­son­­ar, Finns Reys Stef­áns­­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­­ur) og Títan B ehf. (fé­lags í eigu Skúla Mog­en­­sen).

Virð­ing sam­ein­að­ist Auði Capi­­­tal í byrjun árs 2014. Hlut­hafar Virð­ingar eru félag í eigu Krist­ínar Pét­­­ur­s­dótt­­­ur, Líf­eyr­is­­­sjóður Versl­un­­­ar­­­manna, Sam­ein­aði líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn, félag í eigu Guð­­­bjargar Eddu Egg­erts­dótt­­­ur, Stafir líf­eyr­is­­­sjóð­ir, félag í eigu Ármanns Þor­­­valds­­­sonar og með­­­fjár­­­­­festa, félag í eigu Vil­hjálms Þor­­­steins­­­sonar og félag í eigu Krist­ína Jóhann­es­dóttur og Ásu Karenar Ásgeir­s­dótt­­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None