Prestar fá ekki að heyra undir kjararáð til frambúðar

7DM_4953_raw_1960.JPG
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hefur ákveðið að taka ekki til­lit til óska presta um að heyra áfram undir kjara­ráð til fram­búð­ar. Þetta kemur fram í áliti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um breyt­ingar á lögum um kjara­ráð sem þing­menn allra flokka sem sæti eiga á þingi nema Pírata skrifa und­ir. Lögin hafa nú verið afgreidd úr nefnd­inni til ann­arrar umræðu, sem fer fram síðar í dag. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu munu kjör bisk­ups, vígslu­bisk­ups, pró­fasta og presta þjóð­kirkj­unnar ráð­ast af samn­ingum innan kirkj­unnar í fram­tíð­inni en þar til að sam­komu­lag hefur náðst við þjóð­kirkj­una um nýtt launa­fyr­ir­komu­lag mun nýtt ákvæði til bráða­birgða vera í lögum tryggja að launa þeirra verða áfram ákvörðuð af kjara­ráð­i. 

Kjarn­inn greindi frá því 16. des­em­ber að Presta­­fé­lag Íslands hafi skilað umsögn til nefnd­ar­innar þar sem fram kom að prestar, pró­fastar og bisk­­upar vildu ekki verða færðir undan ákvörð­unum kjara­ráðs. Þar kom fram að þeir telji for­­send­­urnar sem gefnar séu fyrir bráða­birgða­á­­kvæð­inu séu ekki fyrir hendi. „Það er mjög mik­il­vægt, ekki síst vegna hags­muna Rík­­is­­sjóðs, að launa­á­kvarð­­anir vegna presta, pró­fasta og bisk­­upa verði teknar af óvil­höllum aðila í ljósi kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins frá 1997 og lögum sam­­kvæmt. Ekki er neitt sem bendir til þess að breyt­ing verði gerð á þeim ákvæðum og því sam­komu­lagi á næstu mis­s­erum,“ segir meðal ann­­ars í umsögn presta. Ef breyt­ing verði gerð á sam­komu­lagi rík­­is­ins og þjóð­­kirkj­unnar um þessi mál verði hægur vandi að færa ákvarð­­anir um laun presta frá kjara­ráð­i. 

Auglýsing

Nefndin tók ekki til­lit til þess­arra athuga­semda og leggur öll til að bráða­birgða­á­kvæðið haldi sér.

Sendi­herrar áfram undir kjara­ráði

Sam­­kvæmt frum­varp­inu til breyt­inga á lögum um kjara­ráð eru fjöl­margar stétt­ir, sem nú heyra undir ráð­ið, færðar undan því. Ef frum­varpið verður að lögum mun verk­efni kjara­ráðs verða að ákveða laun og starfs­­kjör þjóð­­kjör­inna manna, dóm­­ara, sak­­sókn­­ara, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og þeirra skrif­­stofu­­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­­manna­­mál rík­­is­ins og fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­­samn­inga. Þá mun kjara­ráð áfram ákvarða laun for­­seta­­rit­­ara, seðla­­banka­­stjóra, aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóra og rík­­is­sátta­­semj­­ara. 

Nefndin leggur til lít­ils­háttar breyt­ingar á frum­varp­inu milli umræðna. Á meðal þeirra breyt­inga eru þær að sendi­herrum og for­mönnum sjálf­stæðra úrskurða­nefnda er bætt við þann hóp sem lagt er til að kjara­ráð ákveði laun fyrir áfram. Hægt er að lesa álitið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None