Prestar fá ekki að heyra undir kjararáð til frambúðar

7DM_4953_raw_1960.JPG
Auglýsing

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur ákveðið að taka ekki tillit til óska presta um að heyra áfram undir kjararáð til frambúðar. Þetta kemur fram í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um breytingar á lögum um kjararáð sem þingmenn allra flokka sem sæti eiga á þingi nema Pírata skrifa undir. Lögin hafa nú verið afgreidd úr nefndinni til annarrar umræðu, sem fer fram síðar í dag. 

Samkvæmt frumvarpinu munu kjör biskups, vígslubiskups, prófasta og presta þjóðkirkjunnar ráðast af samningum innan kirkjunnar í framtíðinni en þar til að samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag mun nýtt ákvæði til bráðabirgða vera í lögum tryggja að launa þeirra verða áfram ákvörðuð af kjararáði. 

Kjarninn greindi frá því 16. desember að Presta­fé­lag Íslands hafi skilað umsögn til nefndarinnar þar sem fram kom að prestar, pró­fastar og bisk­upar vildu ekki verða færðir undan ákvörð­unum kjara­ráðs. Þar kom fram að þeir telji for­send­urnar sem gefnar séu fyrir bráða­birgða­á­kvæð­inu séu ekki fyrir hendi. „Það er mjög mik­il­vægt, ekki síst vegna hags­muna Rík­is­sjóðs, að launa­á­kvarð­anir vegna presta, pró­fasta og bisk­upa verði teknar af óvil­höllum aðila í ljósi kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins frá 1997 og lögum sam­kvæmt. Ekki er neitt sem bendir til þess að breyt­ing verði gerð á þeim ákvæðum og því sam­komu­lagi á næstu miss­erum,“ segir meðal ann­ars í umsögn presta. Ef breyt­ing verði gerð á sam­komu­lagi rík­is­ins og þjóð­kirkj­unnar um þessi mál verði hægur vandi að færa ákvarð­anir um laun presta frá kjara­ráð­i. 

Auglýsing

Nefndin tók ekki tillit til þessarra athugasemda og leggur öll til að bráðabirgðaákvæðið haldi sér.

Sendiherrar áfram undir kjararáði

Sam­kvæmt frum­varp­inu til breyt­inga á lögum um kjara­ráð eru fjöl­margar stétt­ir, sem nú heyra undir ráð­ið, færðar undan því. Ef frum­varpið verður að lögum mun verk­efni kjara­ráðs verða að ákveða laun og starfs­kjör þjóð­kjör­inna manna, dóm­ara, sak­sókn­ara, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og þeirra skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins og fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga. Þá mun kjara­ráð áfram ákvarða laun for­seta­rit­ara, seðla­banka­stjóra, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og rík­is­sátta­semj­ara. 

Nefndin leggur til lítilsháttar breytingar á frumvarpinu milli umræðna. Á meðal þeirra breytinga eru þær að sendiherrum og formönnum sjálfstæðra úrskurðanefnda er bætt við þann hóp sem lagt er til að kjararáð ákveði laun fyrir áfram. Hægt er að lesa álitið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None