Carrie Fisher, leikkonan sem lék Lilju prinsessu í Star Wars-myndunum, er látin 60 ára að aldri. Hún lést á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þetta er haft eftir talsmanni fjölskyldu hennar.
Fisher er lang þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars-myndum George Lucas en hún hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit og samið bækur. Hún lék einnig í fleiri kvikmyndum.
Hún lék Lilju prinsessu á nýjan leik í Star Wars-myndinni sem var í kvikmyndahúsum í fyrra og mun henni bregða fyrir á ný á hvíta tjaldinu í Star Wars-myndinni sem fer í sýningar á næsta ári (Kafla VIII). Búið er að taka þá mynd upp. Einnig var ráðgert að Fisher yrði Lilja í sjötta sinn í kafla IX af Star Wars.
Auglýsing