Borgarstjóri spyr hvort eitthvað sé að marka stjórnarsáttmálann

dagur-b-eggertsson_14428169166_o.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að miðað við fyrstu yfir­lýs­ingar Jóns Gunn­ars­son­ar, nýs ráð­herra sam­göngu­mála, um Reykja­vík­ur­flug­völl megi velta því fyrir sér hvort eitt­hvað sé að marka stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Jón sagði í gær að eng­inn önnur lausn sé í stöð­unni en að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni. Hann end­ur­tók þá skoðun í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun og úti­lok­aði þar ekki inn­grip í skipu­lags­vald Reykja­vík­ur­borgar í mál­inu. „„Það eru mörg for­dæmi fyrir því að stjórn­völd hafa gripið inn í skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga þegar almanna­hags­munir liggja við. Þær skyldur sem við berum gagn­vart þessu mik­il­væga sam­göngu­mann­virki geta alveg rétt­lætt það ef við náum ekki sam­komu­lagi. Í þessu felst engin hótun af minni hálfu.  Það hefur blasað við okkur öllum að þetta hefur gengið erf­ið­lega, að ná ásætt­an­legri nið­ur­stöð­u,“ sagði Jón.

Stefnt að því að flug­völl­ur­inn víki eftir 2022

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­stöð inn­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Reykja­vík­­­ur­­borg hefur lengi viljað að flug­­­völl­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­borg­ina. Um sér að ræða verð­­mætasta bygg­ing­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­ar.

Auglýsing

Sam­­kvæmt sam­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­völl­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 hið minnsta en aðal­­­skipu­lag Reykja­vík­­­ur­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár og loki árið 2024. Í fyrra­­sumar komst Hæst­i­­réttur Íslands að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið þurfi að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­ur­­borg um loka norð­aust­­­ur/suð­vest­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­ur­flug­velli. Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan um þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Spyr hvort eitt­hvað sé að marka sátt­mál­ann

Í stefn­u­yf­­ir­lýs­ingu nýrrar rík­­is­­stjórn­­­ar, sem birt var á mið­viku­dag, kemur fram að rík­­is­­stjórnin muni „beita sér fyrir lausn á ára­tuga­­deilu um fram­­tíð Reykja­vík­­­ur­flug­vallar með því að stofna til for­m­­legra við­ræðna sam­­göng­u­yf­­ir­­valda, heil­brigð­is­yf­­ir­­valda, Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar, ann­­arra sveit­­ar­­fé­laga og hags­muna­að­ila. Tekin verði ákvörðun um fyr­ir­liggj­andi kosti að und­an­­gengnu mati og inn­­viðir inn­­an­lands- og sjúkra­flugs þannig tryggðir til fram­­tíð­­ar.“ Fyrir liggur að ráða­menn innan bæði Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eru alfarið á móti því að skipu­lags­vald verði tekið af Reykja­vík­ur­borg í mál­inu og fylgj­andi því að aðrir kostir verði skoð­aðir fyrir mið­stöð inn­an­lands­flugs.

Dagur segir Reykja­vík­ur­borg sé að sjálf­sögðu reiðu­búin að ræða flug­vall­ar­mál­ið. „Það höfum við ítrekað und­ir­strikað og teljum að nið­ur­staða Rögn­u-­nefnd­ar­innar hafi lagt góðan grunn að því. Miðað við fyrstu yfir­lýs­ingar ráð­herra sýn­ist mér aðal­spurn­ingin vera sú hvort eitt­hvað sé að marka stjórn­ar­sátt­mál­ann sem talar um að horfa til fram­tíðar og vinna að sátt í mál­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None