Ríkisstjórnin ósammála um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Jón Gunnarsson segir að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Hann hefur áður sagst fylgjandi því að taka jafnvel skipulagsvald af Reykjavík. Ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á öndverðu meiði.

Vantsmýri
Auglýsing

Ráð­herrar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eru á þeirri skoðun að skipu­lags­vald yfir Vatns­mýr­inni, og þar með Reykja­vík­ur­flug­velli, eigi að liggja hjá Reykja­vík­ur­borg, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Eng­inn vilji er hjá þeim að víkja frá fyr­ir­liggj­andi stefnu til að tryggja veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni til fram­búð­ar. Þessi afstaða stang­ast á við skoðun nýs ráð­herra sam­göngu­mála í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, Jóns Gunn­ars­son­ar. Hann segir við Vísi að eng­inn önnur lausn sé í stöð­unni en að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni.

Fylgj­andi því að skerða jafn­vel skipu­lags­vald Reykja­víkur

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem birt var í gær, kemur fram að rík­is­stjórnin muni „beita sér fyrir lausn á ára­tuga­deilu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar með því að stofna til form­legra við­ræðna sam­göngu­yf­ir­valda, heil­brigð­is­yf­ir­valda, Reykja­vík­ur­borg­ar, ann­arra sveit­ar­fé­laga og hags­muna­að­ila. Tekin verði ákvörðun um fyr­ir­liggj­andi kosti að und­an­gengnu mati og inn­viðir inn­an­lands- og sjúkra­flugs þannig tryggðir til fram­tíð­ar.“

Efn­is­greinin er mjög loðin og opin til túlk­un­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var það með vilja gert, enda alls ekki ein­ing innan rík­is­stjórn­ar­innar þegar kemur að mál­efnum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, sem fer með sam­göngu­mál í nýrri rík­is­stjórn og þar með mál­efni inn­an­lands­flug, hefur verið ein­arður stuðn­ings­maður þess að flug­völl­ur­inn verði áfram í Vatns­mýr­inni og þjón­usta hans verði byggð þar upp.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var Jón einn þeirra 25 þing­manna sem lögðu fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Alls stóðu sjö þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks að til­lög­unni ásamt þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokk, tveimur þing­mönnum Vinstri grænna (Lilju Raf­ney Magn­ús­dóttur og Ögmundi Jónassyni) og Krist­jáni L. Möller úr Sam­fylk­ingu. Tólf af þeim 25 þing­mönnum sem lögðu til­lög­una fram sitja ekki lengur á þingi.

Jón blogg­aði á vef­síðu sína um til­lög­una þegar hún var lögð fram. Þar sagði m.a.: „Því miður hafa borg­ar­yf­ir­völd ekki hlustað á vilja þings né þjóðar í þessu mik­il­væga máli og því er ein­boðið að gera þeim grein fyrir því að ekki verður áfram haldið á sömu braut.[...]Í öllum skoð­ana­könn­unum hefur stór meiri­hluti lands­manna og borg­ar­búa lýst þeirri skoðun sinni að völlur verði stað­settur áfram í Reykja­vík. Hug­myndin um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu er til­komin til að treysta grunn Alþing­is­manna til að taka jafn­vel ákvörðun sem skerðir skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga.“

Ótt­arr segir Reykja­vík vera í rétti

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­stöð inn­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Reykja­vík­ur­borg hefur lengi viljað að flug­völl­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­borg­ina. Um sér að ræða verð­mætasta bygg­ing­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­ar.

Sam­kvæmt sam­göngu­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­völl­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Í fyrra­sumar komst Hæsti­réttur Íslands að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið þurfi að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­ur­borg um loka norð­aust­­ur/suð­vest­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­ar­braut­in, á Reykja­vík­ur­flug­velli. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Einn þeirra flokka sem stýrir Reykja­vík­ur­borg um þessar mundir er Björt fram­tíð. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sat áður í borg­ar­stjórn þegar Besti flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing mynd­uðu meiri­hluta á árunum 2010-2014 og hefur margoft tjáð sig um það opin­ber­lega. Í þing­ræðu sem hann hélt um mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vallar í sept­em­ber 2013 sagði Ótt­arr m.a.: „Það er ekki bara réttur borg­ar­innar heldur skylda að setja fram aðal­skipu­lag þar sem eru fram­tíð­ar­lausnir, fram­tíð­ar­hugsun í skipu­lagi borg­ar­svæð­is­ins. Við höfum margoft heyrt það í umræð­unni að stað­setn­ing Reykja­vík­ur­flug­vallar hafi ýtt á dreifða byggð sem hefur margt nei­kvætt í för með sér fyrir borg­ina. Við skulum ekki gleyma því að það búa 20 þús. manns fyrir vestan flug­völl­inn og það eru líka Íslend­ing­ar. Það er ekki fólk af annarri teg­und en fólk sem býr úti á land­i.“

Í þing­ræðu 11. febr­úar 2014, þar sem rætt var um fram­lagt frum­varp um að taka skipu­lags­valdið í Vatns­mýr­inni af Reykja­vík­ur­borg sagði Ótt­arr: „Mér finnst sú leið að taka mjög skýrt vald og ábyrgð sveit­ar­fé­lag­anna í sér­stöku til­viki af einu sveit­ar­fé­lagi á land­inu til þess að tryggja skoðun sem virt­ist ekki vera póli­tískt vin­sæl í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi mjög stór aðgerð, og kannski ekki endi­lega sú eina rétta til þess að fá þá nið­ur­stöðu að umræða yrði meðal fleiri sem koma að ákvörðun um stöðu eða stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.“

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Við­reisnar taka undir þessa skoð­un. Ekki komi til greina að taka skipu­lags­valdið af Reykja­vík­ur­borg til að tryggja veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None