Björgunarsveitir leita Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar stúlku, við og í Hafnarfjarðarhöfn nærri athafnasvæði Atlantsolíu við Óseyrarbraut.
Birna hvarf aðfararnótt laugardags og hefur hennar verið saknað síðan. Áköf leit hefur staðið yfir síðastliðinn sólarhring og er síðast vitað um ferðir hennar klukkan 05:25 á laugardagsmorgun. Eftirlitsmyndavélar sýndu hana þá á ferðinni.
Auglýsing
Skópar af gerðinni Dr. Martens, sömu tegundar og Birna klæddist þegar hún hvarf, fannst við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Lögreglan vinnur að því að rannsaka svæðið nánar, að því er fram kemur á vef RÚV.