Stefnt að opnun á bókhaldi ríkisins í mars

7DM_0073_raw_2043.JPG
Auglýsing

Stefnt er að því að opna bók­hald ráðu­neyta og stofn­anna rík­is­ins í mars. Umfang bók­halds­ins er um 50 millj­arðar króna af reikn­ingum sem birtir verða á árs­grunni og það verður birt á net­inu. Þetta kom fram í ávarpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og við­skipta­ráð­herra, á Skatta­degi Deloitte sem fram fór í dag. Mbl.is greinir frá.

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að unnið væri að því innan fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að opna bók­hald rík­is­ins upp á gátt. Þegar það hefur verið gert verður m.a. hægt að fletta upp ein­­stökum kostn­að­­ar­­reikn­ingum ráðu­­neyta. Þetta kom fram í fram­­sögu Bene­dikts á opnum fundi sem þing­­flokkur Við­reisnar hélt með flokks­­mönnum sínum á þriðju­dag. Þar nefndi Bene­dikt dæmi að ef keyptur er þjón­usta leig­u­bíls eða ný ljós­­rit­un­­ar­­vél þá sé hægt að nálg­­ast upp­­lýs­ingar um hvað hafi verið nákvæm­­lega verið keypt, hver keypti, til hvers og hvar ljós­­rit­un­­ar­­vélin sé not­uð. 

Bene­dikt sagði einnig á fund­inum með flokks­mönnum sínum að hann ætl­­aði að opna á allar upp­­lýs­ingar um hvernig skipað yrði í hin ýmsu ráð og nefnd­­ir.  Þá yrði eig­enda­­stefna rík­­is­ins skýr og opin­ber. Til dæmis yrði sölu­­ferlið á bönk­­unum sem ríkið á opið frá upp­­hafi, gerð í góðri sátt flokka á þingi og í góðri sátt við þjóð­ina. Bene­dikt sagði það ekki skipta höf­uð­­máli þótt það myndi taka tíu ár að selja þá þannig að það yrði gert almenn­i­­lega, en að hann væri þeirrar skoð­unar að það væri betra fyrir þjóð­ina að skulda minna og eiga færri banka.

Auglýsing

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None