Stefnt að opnun á bókhaldi ríkisins í mars

7DM_0073_raw_2043.JPG
Auglýsing

Stefnt er að því að opna bók­hald ráðu­neyta og stofn­anna rík­is­ins í mars. Umfang bók­halds­ins er um 50 millj­arðar króna af reikn­ingum sem birtir verða á árs­grunni og það verður birt á net­inu. Þetta kom fram í ávarpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og við­skipta­ráð­herra, á Skatta­degi Deloitte sem fram fór í dag. Mbl.is greinir frá.

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að unnið væri að því innan fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að opna bók­hald rík­is­ins upp á gátt. Þegar það hefur verið gert verður m.a. hægt að fletta upp ein­­stökum kostn­að­­ar­­reikn­ingum ráðu­­neyta. Þetta kom fram í fram­­sögu Bene­dikts á opnum fundi sem þing­­flokkur Við­reisnar hélt með flokks­­mönnum sínum á þriðju­dag. Þar nefndi Bene­dikt dæmi að ef keyptur er þjón­usta leig­u­bíls eða ný ljós­­rit­un­­ar­­vél þá sé hægt að nálg­­ast upp­­lýs­ingar um hvað hafi verið nákvæm­­lega verið keypt, hver keypti, til hvers og hvar ljós­­rit­un­­ar­­vélin sé not­uð. 

Bene­dikt sagði einnig á fund­inum með flokks­mönnum sínum að hann ætl­­aði að opna á allar upp­­lýs­ingar um hvernig skipað yrði í hin ýmsu ráð og nefnd­­ir.  Þá yrði eig­enda­­stefna rík­­is­ins skýr og opin­ber. Til dæmis yrði sölu­­ferlið á bönk­­unum sem ríkið á opið frá upp­­hafi, gerð í góðri sátt flokka á þingi og í góðri sátt við þjóð­ina. Bene­dikt sagði það ekki skipta höf­uð­­máli þótt það myndi taka tíu ár að selja þá þannig að það yrði gert almenn­i­­lega, en að hann væri þeirrar skoð­unar að það væri betra fyrir þjóð­ina að skulda minna og eiga færri banka.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None