Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Guðmundur Kristján lauk BES. gráðu í umhverfisfræðum með áherslu á borgarskipulag frá University of Waterloo í Kanada árið 2016. Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og sveinspróf í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík.
Guðmundur hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags ehf., sem hann stofnaði og hefur rekið ásamt Pétri Marteinssyni. Áður starfaði Guðmundur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sem húsasmiður.
Hann er annar aðstoðarmaðurinn sem Þorgerður Katrín ræður sér, en Páll Rafnar Þorsteinsson var í síðustu viku ráðinn sem aðstoðarmaður hennar.