20 prósent skattur á vörur frá Mexíkó gæti haft mikil áhrif á Össur

Hugmyndir bandarískra stjórnvalda um að leggja sértækan skatt á innflutning vara frá Mexíkó, gætu haft mikil áhrif á efnahagslífið í löndunum báðum.

Össur
Auglýsing

„Við erum að fylgjast grannt með gangi mála og það er ljóst að áhrifin á okkur, samkeppnisaðila okkar og vitaskuld fleiri geira, geta orðið mikil,“ segir Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, um hugmyndirnar sem Sean Spice, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, kynnti í gær um að Bandaríkin ætluðu að setja á 20 prósent skatt á allar vörur sem framleiddar væru í Mexíkó og kæmu inn á bandarískan markað. 

Eins og greint var frá í morgun á vef Kjarnans, þá er 20 prósent skatturinn nú sagður ein leið af mörgum sem bandarísk stjórnvöld eru að skoða til afla fjár, sem síðan verður notað til að reisa vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sagt að þau muni ekki greiða fyrir vegginn og að sértækur skattur sem þessi muni ekki lenda á neinum öðrum en neytendum í Bandaríkjunum þegar upp er staðið í formi hærra vöruverðs. 

Össur er með framleiðslu á sínum vegum í Tijuana í Mexíkó og flytur meðal annars vörur sem framleiddar eru þar inn á Bandaríkjamarkað. Það er þó aðeins hluti af starfseminni á heimsvísu, en hann hefur farið vaxandi þar á undanförnum árum.

Auglýsing

Donald Trump hefur ekki komið fram með nákvæmlega útfærð áform varðandi viðskiptasamband Mexíkó og Bandaríkjanna.

Sveinn segir að samkeppnisaðilar Össurar séu einnig að framleiða vörur í Mexíkó og að því leyti sé líklegt að breytingar á regluverki eða viðskiptasamningum milli þjóðanna muni hafa svipuð áhrif á alla keppinauta. Erfitt sé þó að segja þar sem ekkert liggi fyrir ennþá hvað muni gerast.

Össur er eitt stærsta fyrirtæki landsins en markaðsvirði þess er nú 172 milljarðar króna. Það er í meirihlutaeigu danskra hluthafa, en hjartað í starfseminni er engu að síður á Íslandi og hefur alltaf verið. Fyrirtækið hefur oft verið nefnt eitt af flaggskipum íslenskrar nýsköpunar og eitt fárra fyrirtækja sem náð hefur rótfestu á alþjóðamarkaði með einstakri tækni sinni og hönnun. 

Eigið fé félagsins er nú um 460 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 55 milljörðum króna.

Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Mexíkó en Bandaríkin er langsamlega mikilvægasta markaðssvæði landsins þegar kemur að útflutningi. Á ári eru vörur fluttar frá Mexíkó til Bandaríkjanna fyrir meira en 300 milljarða Bandaríkjadala, og gæti sértæk skattlagning upp á 20 prósent stórskaðað hagkerfi Mexíkó þar sem búa 122 milljónir manna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None