Óttarr Proppé hvetur alla til að mótmæla aðgerðum Trump

7DM_0086_raw_2046.JPG
Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar og heil­brigð­is­ráð­herra, hvetur alla til að mót­mæla ákvörðun Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta. Trump hefur einnig fyr­ir­­skipað að ekki verið tekið við flótta­­fólki frá Sýr­landi. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book. 

Þar segir Ótt­arr: „Mót­mælum öll! Það er þyngra en tárum taki að upp­lifa þá mis­munun og mann­vonsku sem nýr banda­ríkja­for­seti leyfir sér að inn­leiða gagn­vart inn­flytj­endum og flótta­mönn­um. Hinn frjálsi heimur hlýtur að sam­ein­ast í for­dæm­ing­u.“

Ótt­arr, sem er einn þeirra þriggja manna sem leiða sitj­andi rík­is­stjórn, vitnar síðan í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar þar sem seg­ir: „Í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi felst mannauður og fjöl­breytt reynsla sem er til þess fallin að auðga sam­skipti ein­stak­linga. Inn­flytj­endum verði auð­veldað að verða full­gildir og virkir þátt­tak­endur í íslensku sam­fé­lag­i. Vandað verði til reglu­bund­innar mót­töku kvótaflótta­fólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flótta­mönn­um. Eftir sem áður verði fjár­magn tryggt til neyð­ar­að­stoðar á vegum alþjóð­legra stofn­ana.“ Ótt­arr biður fólk að halda þessu til haga og segir að það þurfi að berj­ast fyrir því góða í heim­inum því það sigri ekki að sjálfu sér. 

Auglýsing

Fyrr í dag sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra, í tengslum við sama mál, að það væri for­­gangs­­mál að berj­­ast gegn hryðju­verkum „en bar­áttan verður erf­ið­­ari og það gerir illt verra ef við mis­­munum fólki eftir trú­­ar­brögðum eða kyn­þætt­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None