Óttarr Proppé hvetur alla til að mótmæla aðgerðum Trump

7DM_0086_raw_2046.JPG
Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar og heil­brigð­is­ráð­herra, hvetur alla til að mót­mæla ákvörðun Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta. Trump hefur einnig fyr­ir­­skipað að ekki verið tekið við flótta­­fólki frá Sýr­landi. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book. 

Þar segir Ótt­arr: „Mót­mælum öll! Það er þyngra en tárum taki að upp­lifa þá mis­munun og mann­vonsku sem nýr banda­ríkja­for­seti leyfir sér að inn­leiða gagn­vart inn­flytj­endum og flótta­mönn­um. Hinn frjálsi heimur hlýtur að sam­ein­ast í for­dæm­ing­u.“

Ótt­arr, sem er einn þeirra þriggja manna sem leiða sitj­andi rík­is­stjórn, vitnar síðan í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar þar sem seg­ir: „Í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi felst mannauður og fjöl­breytt reynsla sem er til þess fallin að auðga sam­skipti ein­stak­linga. Inn­flytj­endum verði auð­veldað að verða full­gildir og virkir þátt­tak­endur í íslensku sam­fé­lag­i. Vandað verði til reglu­bund­innar mót­töku kvótaflótta­fólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flótta­mönn­um. Eftir sem áður verði fjár­magn tryggt til neyð­ar­að­stoðar á vegum alþjóð­legra stofn­ana.“ Ótt­arr biður fólk að halda þessu til haga og segir að það þurfi að berj­ast fyrir því góða í heim­inum því það sigri ekki að sjálfu sér. 

Auglýsing

Fyrr í dag sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra, í tengslum við sama mál, að það væri for­­gangs­­mál að berj­­ast gegn hryðju­verkum „en bar­áttan verður erf­ið­­ari og það gerir illt verra ef við mis­­munum fólki eftir trú­­ar­brögðum eða kyn­þætt­i.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None