Verkfall sjómanna hefur alvarleg og víðtæk áhrif í sveitarfélögum sem eiga mikið undir sjávarútvegi. Útsvarstekjur dragast stórlega saman, sem og tekjur hafnarsjóðanna.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að allt samfélagið líði fyrir vinnslustopp þegar enginn afli kemur í land.
Verkfall sjómanna hefur staðið yfir frá 14. desember og er lausn í kjaradeilum þetta við útgerðir ekki í sjónmáli. Útgerðirnir hafa ekki viljað verða við kröfum sjómanna.
Elliði segir í samtali við Morgunblaðið að þótt sveitarfélagið verði af tekjum þoli það tekjumissi lengur en fjölskyldurnar sem reki sig frá launaseðli til launaseðils. „Það á bæði við um fjölskyldur sjómanna og aðra. Við höfum fundið það mjög sterkt, sérstaklega á seinustu rúmri viku, að fiskverkafólk er að lenda í alvarlegum vandamálum. Það leitar eðlilega eftir aðstoð sveitarfélagsins og við reynum eftir fremsta megni að hjálpa,“ segir Elliði.
Vitað er sölufyrirtæki og mörg minni sjávarútvegsfyrirtæki eru komin í nokkur vandræði, enda kemst engin vara á markað á meðan ekki er fiskað.