Hlutabréf í Icelandair í frjálsu falli – hafa lækkað um 20 prósent í dag

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Icelandair Group hafa hríð­fallið í verði í morgun í kjöl­far þess að félagið birti afkomu­við­vörun í morg­un. Þegar þetta er skrifað hafa bréf í Icelandair lækkað um rúm­lega 20 pró­sent það sem af er degi. Hluta­bréfa­verð í félag­inu hefur lækkað um rúm­lega helm­ing frá því í apríl 2016, eða 54,4 pró­sent.

Icelandair Group birti í morgun til­kynn­ingu um að félagið muni birta afkomu fjórða árs­fjórð­ungs 2016 eftir lokum mark­aða þann 7. febr­úar næst­kom­andi. Í til­kynn­ing­unni segir að að und­an­förnu hafi orðið breyt­ing á bók­un­ar­flæði Icelandair til hins verra. „Bók­anir eru hæg­ari en gert var ráð fyrir og með­al­far­gjöld á mörk­uðum hafa lækkað umfram spár. Þessa þróun má einkum rekja til auk­innar sam­keppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breyt­inga í alþjóða­stjórn­málum hafi áhrif á eft­ir­spurn.  Að auki hafa gjald­miðlar þró­ast á óhag­stæðan máta miðað við fyrra ár, olíu­verð hefur hækkað og verk­fall í sjáv­ar­út­vegi hefur nei­kvæð áhrif á frakt­starf­semi félags­ins. Á móti kemur að horfur í hót­el­starf­semi Icelandair Group eru góð­ar.

Miðað við núver­andi for­sendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA árs­ins 2017 verði 140-150 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Gert er ráð fyrir að verð á þotu­elds­neyti (án til­lits til varna) verði 540 USD/tonn að með­al­tali, gengi EUR gagn­vart USD verði að með­al­tali 1,07 og geng­is­vísi­tala íslensku krón­unnar verði 164 að með­al­tali á árinu 2017.

Auglýsing

Þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í rekstri sam­stæð­unnar sem gert er ráð fyrir að skili hag­ræð­ingu og auknum tekj­um. Áfram er gert ráð fyrir hóf­legum innri vexti á árinu, og að mati stjórn­enda félags­ins eru lang­tíma­horfur þess góð­ar.

Í takt við stefnu félags­ins var efna­hags­reikn­ingur félags­ins sterkur í árs­lok 2016. Sam­kvæmt drögum að árs­reikn­ingi var eig­in­fjár­hlut­fall ríf­lega 40% og hand­bært fé og mark­aðs­verð­bréf um 250 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem eiga sér stað í rekstr­ar­um­hverfi þess.“

Gengi allra hluta­bréfa sem búið er að eiga við­skipti með í dag hafa lækk­að, utan bréfa í Nýherja sem birti sterkt árs­upp­gjör í gær. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None