Hlutabréf í Icelandair í frjálsu falli – hafa lækkað um 20 prósent í dag

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Icelandair Group hafa hríð­fallið í verði í morgun í kjöl­far þess að félagið birti afkomu­við­vörun í morg­un. Þegar þetta er skrifað hafa bréf í Icelandair lækkað um rúm­lega 20 pró­sent það sem af er degi. Hluta­bréfa­verð í félag­inu hefur lækkað um rúm­lega helm­ing frá því í apríl 2016, eða 54,4 pró­sent.

Icelandair Group birti í morgun til­kynn­ingu um að félagið muni birta afkomu fjórða árs­fjórð­ungs 2016 eftir lokum mark­aða þann 7. febr­úar næst­kom­andi. Í til­kynn­ing­unni segir að að und­an­förnu hafi orðið breyt­ing á bók­un­ar­flæði Icelandair til hins verra. „Bók­anir eru hæg­ari en gert var ráð fyrir og með­al­far­gjöld á mörk­uðum hafa lækkað umfram spár. Þessa þróun má einkum rekja til auk­innar sam­keppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breyt­inga í alþjóða­stjórn­málum hafi áhrif á eft­ir­spurn.  Að auki hafa gjald­miðlar þró­ast á óhag­stæðan máta miðað við fyrra ár, olíu­verð hefur hækkað og verk­fall í sjáv­ar­út­vegi hefur nei­kvæð áhrif á frakt­starf­semi félags­ins. Á móti kemur að horfur í hót­el­starf­semi Icelandair Group eru góð­ar.

Miðað við núver­andi for­sendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA árs­ins 2017 verði 140-150 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Gert er ráð fyrir að verð á þotu­elds­neyti (án til­lits til varna) verði 540 USD/tonn að með­al­tali, gengi EUR gagn­vart USD verði að með­al­tali 1,07 og geng­is­vísi­tala íslensku krón­unnar verði 164 að með­al­tali á árinu 2017.

Auglýsing

Þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í rekstri sam­stæð­unnar sem gert er ráð fyrir að skili hag­ræð­ingu og auknum tekj­um. Áfram er gert ráð fyrir hóf­legum innri vexti á árinu, og að mati stjórn­enda félags­ins eru lang­tíma­horfur þess góð­ar.

Í takt við stefnu félags­ins var efna­hags­reikn­ingur félags­ins sterkur í árs­lok 2016. Sam­kvæmt drögum að árs­reikn­ingi var eig­in­fjár­hlut­fall ríf­lega 40% og hand­bært fé og mark­aðs­verð­bréf um 250 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem eiga sér stað í rekstr­ar­um­hverfi þess.“

Gengi allra hluta­bréfa sem búið er að eiga við­skipti með í dag hafa lækk­að, utan bréfa í Nýherja sem birti sterkt árs­upp­gjör í gær. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None