Segist hafa komið að tómu borði hvað varðar sjómannaverkfallið

7DM_0442_raw_2107.JPG
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að það hefði verið æski­legt fyrir hana að koma ekki að „tómu borði“ í ráðu­neyti sínu hvað varðar deilu sjó­manna og útgerð­ar­manna. Verk­fall sjó­manna sé eldra en rík­is­stjórnin sem hún sitji í. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Þor­gerðar á Face­book. 

Í Morg­un­blað­inu í morgun birt­ist for­síðu­frétt þar sem sagði að ákveð­innar gremju og óþreyju gætti í röðum útgerð­ar­manna í garð Þor­gerðar og Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna „and­vara­leysis ráð­herr­anna gagn­vart verk­falli sjó­manna“. Morg­un­blaðið hafði eftir ónafn­greindum útgerð­ar­mönnum að stjórn­völd „réðu yfir ákveðnum tækjum til þess að höggva á hnút­a“. Blaðið sagð­ist enn fremur hafa heim­ildir fyrir því að óþreyju gætti innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks vegna máls­ins. Þá gagn­rýndi Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, það að rík­is­stjórnin væri að láta reka á reið­anum þegar helsta atvinnu­grein lands­manna væri í lama­sessi. Félög tengd sjáv­ar­út­vegi eiga 96 pró­sent hlut í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. 

Þor­gerður seg­ist skilja vel að þrýst­ingur skap­ist á stjórn­völd til að grípa inn í deilu útgerð­ar­manna og sjó­manna, sem hefur staðið yfir frá miðjum des­em­ber­mán­uði. „Sá þrýst­ingur ein­skorð­ast ekki við ein­staka hópa eða þing­flokka, enda hefur verk­fallið áhrif á sam­fé­lagið allt og langt út fyrir land­stein­ana. Aðal þrýst­ing­ur­inn er hins­vegar á deilu­að­ila að ná samn­ing­um. Stjórn­völd eiga að fylgj­ast vel með á með­an, greina þjóð­hags­leg áhrif verk­falls­ins og und­ir­búa ólíkar sviðs­mynd­ir. Sú vinna er nú í fullum gangi í ráðu­neyt­un­um.

Auglýsing

Ég neita því hins­vegar ekki að æski­legt hefði verið að koma ekki að tómu borði hvað þetta ærna verk­efni varð­ar, en verk­fallið er auð­vitað eldra en rík­is­stjórnin sjálf.

Eftir stendur að lausnin liggur hjá samn­ings­að­ilum sem ég treysti fylli­lega að finna þá lausn sem skyn­söm er fyrir sjó­menn, útgerðir og þar með sam­fé­lagið allt.“

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None