Segist hafa komið að tómu borði hvað varðar sjómannaverkfallið

7DM_0442_raw_2107.JPG
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að það hefði verið æski­legt fyrir hana að koma ekki að „tómu borði“ í ráðu­neyti sínu hvað varðar deilu sjó­manna og útgerð­ar­manna. Verk­fall sjó­manna sé eldra en rík­is­stjórnin sem hún sitji í. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Þor­gerðar á Face­book. 

Í Morg­un­blað­inu í morgun birt­ist for­síðu­frétt þar sem sagði að ákveð­innar gremju og óþreyju gætti í röðum útgerð­ar­manna í garð Þor­gerðar og Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna „and­vara­leysis ráð­herr­anna gagn­vart verk­falli sjó­manna“. Morg­un­blaðið hafði eftir ónafn­greindum útgerð­ar­mönnum að stjórn­völd „réðu yfir ákveðnum tækjum til þess að höggva á hnút­a“. Blaðið sagð­ist enn fremur hafa heim­ildir fyrir því að óþreyju gætti innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks vegna máls­ins. Þá gagn­rýndi Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, það að rík­is­stjórnin væri að láta reka á reið­anum þegar helsta atvinnu­grein lands­manna væri í lama­sessi. Félög tengd sjáv­ar­út­vegi eiga 96 pró­sent hlut í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. 

Þor­gerður seg­ist skilja vel að þrýst­ingur skap­ist á stjórn­völd til að grípa inn í deilu útgerð­ar­manna og sjó­manna, sem hefur staðið yfir frá miðjum des­em­ber­mán­uði. „Sá þrýst­ingur ein­skorð­ast ekki við ein­staka hópa eða þing­flokka, enda hefur verk­fallið áhrif á sam­fé­lagið allt og langt út fyrir land­stein­ana. Aðal þrýst­ing­ur­inn er hins­vegar á deilu­að­ila að ná samn­ing­um. Stjórn­völd eiga að fylgj­ast vel með á með­an, greina þjóð­hags­leg áhrif verk­falls­ins og und­ir­búa ólíkar sviðs­mynd­ir. Sú vinna er nú í fullum gangi í ráðu­neyt­un­um.

Auglýsing

Ég neita því hins­vegar ekki að æski­legt hefði verið að koma ekki að tómu borði hvað þetta ærna verk­efni varð­ar, en verk­fallið er auð­vitað eldra en rík­is­stjórnin sjálf.

Eftir stendur að lausnin liggur hjá samn­ings­að­ilum sem ég treysti fylli­lega að finna þá lausn sem skyn­söm er fyrir sjó­menn, útgerðir og þar með sam­fé­lagið allt.“

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None