Eigandi Morgunblaðsins tapaði 160 milljónum í fyrra

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur tapað tæpum 1,5 milljarði króna frá 2009. Skuldir félagsins hafa verið færðar niður um 4,5 milljarða á sama tíma. Félög úr sjávarútvegi eiga tæp 96 prósenta hlut. Þau hafa sett 1,2 milljarða í reksturinn.

Davíð Oddsson tók við ritstjórastarfinu á Morgunblaðinu haustið 2009 ásamt Haraldi Jóhannessen. Því hefur hann gengt sleitlaust síðan að undanskildu því að Davíð tók sér leyfi til að bjóða sig fram til forseta. Þar hlaut hann 13,7 prósent atkvæða.
Davíð Oddsson tók við ritstjórastarfinu á Morgunblaðinu haustið 2009 ásamt Haraldi Jóhannessen. Því hefur hann gengt sleitlaust síðan að undanskildu því að Davíð tók sér leyfi til að bjóða sig fram til forseta. Þar hlaut hann 13,7 prósent atkvæða.
Auglýsing

Þórs­mörk ehf., eig­andi Árvak­urs, tap­aði 160 millj­ónum króna á árinu 2015. Allt tap­ið, og rúm­lega það, er vegna hlut­deildar Þórs­merkur í tapi dótt­ur­fé­laga sinna, Árvak­urs, sem gefur út Morg­un­blaðið og rekur mbl.is, og Lands­prents, sem rekur prent­smiðju. Sam­an­lagt töp­uðu dótt­ur­fé­lögin 163 millj­ónum króna á árinu 2015. Það er tæp­lega fjórum sinnum meira tap þeirra á árinu 2014, þegar Árvakur og Lands­prent töp­uðu sam­tals 42 millj­ónum króna. Þá var allt það tap vegna rekstur Árvak­urs. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Þórs­merkur fyrir árið 2015, sem skilað var inn til árs­reikn­inga­skráar í júní.

Árvakur hefur tapað umtals­verðum fjár­hæðum á und­an­förnum árum. Rekstr­­ar­tap félags­­ins var 667 millj­­ónir króna árið 2009. Árið eftir tap­aði það 330 millj­­ónum króna alls og árið 2011 nam tapið 205 millj­­ónum króna. Tapið 2012 var 47 millj­­ónir króna. Árið 2013 skil­aði Árvakur sex millj­­óna króna hagn­aði en 2014 var rekst­­ur­inn aftur kom­inn öfugu megin við núllið. Þá tap­aði félagið 42 millj­­ónum króna. 

Ef tap Þórs­merkur í fyrra er allt vegna tap­rekst­urs á fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Árvakri, líkt og verið hefur árin á und­an, þá nemur tap Árvak­urs frá 2009, þegar uppi­staðan í núver­andi eig­enda­hópi eign­að­ist félag­ið, og til loka síð­asta árs verið tæp­lega 1,5 millj­arðar króna.

Auglýsing

Félög með tengsl við útveg eiga 96 pró­sent

Þórs­mörk ehf. er að lang­mestu leyti í eigu félaga sem tengj­ast stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins. 

Á meðal þeirra sem stýra félögum sem eiga hlut er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja (18,43 pró­sent), Sig­ur­jón Rafns­son, aðstoð­ar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­firð­inga (9,10 pró­sent. Félagið sem hann stýrir er síðan að fullu í eigu Kaup­fé­lags­ins), Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýsis (1,97 pró­sent), Gunn­þór Ingv­ars­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, (6,14 pró­sent) Ólafur Mart­eins­son, for­stjóri Ramma (6,14 pró­sent), Einar Valur Krist­jáns­son, for­stjóri hrað­frysti­húss­ins Gunn­varar (1,72 pró­sent), Aðal­steinn Ing­ólfs­son, for­stjóri Skinn­ey-­Þinga­nes (4,10 pró­sent) og dán­arbú Páls Hreins Páls­son­ar, stofn­anda Vísis og föður þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins Páls Jóhanns Páls­sonar (2,05 pró­sent). Sam­tals eiga þessir aðilar 49,65 pró­sent hlut í Þórs­mörk, og þar með Árvakri.

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Það fyrirtæki er fyrirferðamikið á meðal eigenda Árvakurs.Stærsta hlut­inn í Þórs­mörk og Árvakri, og þar af leið­andi í Morg­un­blað­inu, eiga hins vegar félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Hlynur A ehf., einka­hluta­fé­lag Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins og á 16,38 pró­sent hlut, Ísfé­lagið á beint 13,34 pró­sent hlut. Auk þess keypti félag sem heitir Legalis 12,37 pró­sent hlut Ósk­ars Magn­ús­son­ar, sem leiddi kaupin á Árvakri árið 2009 og starf­aði sem útgef­andi félags­­ins árum sam­an, í fyrra. Sig­­ur­­björn Magn­ús­son veitir því félagi for­stöðu en eig­endur þess eru sagðir hann, Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son og Hanna Ólafs­dótt­ir. Gunn­laugur Sævar er stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Sig­ur­björn situr í stjórn þess. Sam­an­lagt eiga því aðilar með bein tengsl við Ísfé­lag Vest­mann­ey­inga 42,09 pró­sent hlut.

Stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins eiga því 91,74 pró­sent í Þórs­mörk og Árvakri. Þegar við bæt­ist hlutur sem Hall­­dór Krist­jáns­­son, tengda­­sonur fyrrum eig­enda Stál­­skipa, fer þetta hlut­­fall þeirra sem eru með sterka sjáv­ar­út­vegsteng­ingu upp í 95,84 pró­­sent.

Flestir for­svar­s­­menn félag­anna hitt­­ast víðar en á hlut­hafa­fundum Árvak­­urs. Þeir sitja nær allir í stjórn Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi (SFS), sem áður hét Lands­­sam­­band íslenskra útgerð­­ar­­manna (LÍÚ).

Aðrir eig­endur eru Þor­­geir Bald­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Odda (0,08 pró­­sent), Jón Pálma­­son, sem á m.a. Ikea á Íslandi ásamt bróður sínum (2,05 pró­­sent)  og er bróðir Ing­i­­bjargar Pálma­dótt­­ur, aðal­­eig­anda 365 miðla, og Ásgeir Bolli Krist­ins­­son, fjár­­­festir sem oft­­ast hefur verið kenndur við tísku­vöru­versl­un­ina Sautján (2,05 pró­­sent).

Kaupfélag Skagfirðinga, sem á 9,1 prósent í Þórsmörk, eiganda Árvakurs, á líka hlut í Mjólkursamsölunni. Því er ljóst að stórir hags­muna­að­ilar í íslensku sam­fé­lagi halda um alla þræði í félag­inu sem á Morg­un­blað­ið. Fyrir utan hina mjög sýni­legu teng­ingu við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins nær það net víð­ar. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem á 9,1 pró­sent hlut í Þórs­mörk, á til að mynda hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni. Félög tengd Guð­björgu Matth­í­as­dóttur eiga eitt stærsta heild­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins, Íslensk Amer­íska. Þá eiga félög tengd Sam­herja m.a. stóran hlut í Olís.

Í umboði Þór­s­­merkur sitja fimm manns í stjórn Árvak­urs. Sig­­ur­­björn Magn­ús­­son er stjórn­­­ar­­for­­maður en auk hans sitja þar Ásdís Halla Braga­dóttir (fyrrum bæj­­­ar­­stjóri Garða­bæjar fyrir hönd Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og einn aðal­­eig­anda heima­­þjón­ust­unnar Sinn­um), Bjarni Þórður Bjarna­­son (fram­­kvæmda­­stjóri Arct­­ica Fin­ance), Katrín Pét­­ur­s­dóttir (for­­stjóri Lýs­is) og Frið­­­björn Orri Ket­ils­­son (fyrrum rit­­stjóri og ábyrgð­­ar­­maður vefs­ins amx.is, sem hætti starf­­semi 1. októ­ber 2013).

Grund­völl­ur­inn við­skipta­legs eðlis

Uppi­staðan í þessum hópi hefur átt ráð­andi hlut í Morg­un­blað­inu frá því í febr­úar 2009. Þá var til­kynnt að hópur undir for­ystu Ósk­ars Magn­ús­sonar hefði stofnað félagið Þór­s­­mörk ehf., sem myndi eign­­ast Árvakur með yfir­­­töku skulda og nýju hluta­­fé.

Óskar sagði við Morg­un­­blaðið að þessu til­­efni að mark­miðið með kaup­unum væri „fyrst og fremst það að reka góð­an, traustan og trú­verð­ugan fjöl­­miðil sem Morg­un­­blaðið hefur verið og koma honum upp úr því fari sem hann hefur verið í að und­an­­förn­u[...]Við teljum að það megi gera úr þessu góðan og arð­væn­­legan rekst­­ur. Það er aðal­­­mark­mið þeirra fjár­­­festa sem hafa komið til liðs við mig í þessu verk­efni til þessa. Svo eru sjálf­­sagt mis­­mun­andi ástæður hjá hverjum og ein­­um. Eflaust bera allir ein­hverjar til­­f­inn­ingar til Morg­un­­blaðs­ins, hafa áhuga á þessu merka fyr­ir­­bæri í íslenskri fjöl­miðla­­sögu og vilja af ýmsum ástæðum að það blað verði gefið út áfram. Grund­­völl­­ur­inn er samt sem áður við­­skipta­­legs eðl­is“.

Kaup­verðið ekki gefið upp

Til að eign­­ast Árvakur þurfti ekki að borga Íslands­­­banka neitt. Það þurfti ein­fald­­lega að yfir­­­taka ein­hverjar skuldir og leggja til nýtt hluta­­fé. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu Íslands­­­banka um málið kom fram að um 200 millj­­ónum króna hefði munað á til­­­boði Þór­s­­merkur og næst­hæsta til­­­boð­inu, sem var frá félagi í eigu Steve Cosser og við­­skipta­­fé­laga hans Ever­hard Vis­s­er. Kaup­verðið var hins vegar ekki gefið upp.

Nýir eig­endur réð­ust ekki í neinar sér­­stakar breyt­ingar inn­­an­húss fyrst um sinn. Ólafur Steph­­en­­sen, sem hafði verið ráð­inn rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins sum­­­arið 2007, hélt stóli sínum og engar stór­væg­i­­legar upp­­sagnir voru boð­að­­ar. Það breytt­ist allt um miðjan sept­­em­ber þegar Ólafi var sagt upp störf­­um. Ólaf­­ur, sem er yfir­­lýstur Evr­­ópu­­sam­­bands­sinni, hafði haldið á lofti stefnu í þeim mála­­flokki sem var nýjum eig­endum ekki að skapi. Auk þess voru þeir ekki ánægðir með afstöðu sem birt­ist í rit­­stjórn­­­ar­­skrifum blaðs­ins í Ices­a­ve-­­mál­inu, sem þá var farið að taka á sig býsna hat­ramma mynd. Í þeim skrifum hafði samn­inga­­leið verið gert hátt undir höfði. Ítrekað hafði verið þrýst á Ólaf að skipta um kúrs í þessum mál­um, en hann hafði ávallt neit­að.

Í stað Ólafs voru tveir nýir rit­­stjórar ráðn­­­ir. Þeir voru Har­aldur Johann­essen, fyrrum rit­­stjóri Við­­skipta­­blaðs­ins, og Davíð Odds­­son, fyrrum for­­sæt­is­ráð­herra, seðla­­banka­­stjóri og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Har­aldur er auk þess í dag fram­kvæmda­stjóri bæði Þórs­merkur og Árvak­urs.

Skýr stefnu­breyt­ing með nýjum rit­stjórum

Með ráðn­­ingu þeirra Dav­­íðs og Har­aldar voru send skýr skila­­boð um breytta stefnu blaðs­ins. Sú stefna hefur alla tíð síðan ein­­kennst af nokkrum ráð­andi þátt­um: And­­stöðu við vinstri­st­jórn­­ina sem sat frá 2009 - 2013, Evr­­ópu­­sam­­band­ið, Ices­a­ve-­­samn­ing­anna, breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, RÚV og við breyt­ingar á kvóta­­kerf­inu og aukna gjald­­töku á sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki. Það má með nokk­urri vissu segja að hörð and­staða Morg­un­blaðs­ins og skoð­ana­systk­ina þess hafi borið mik­inn árang­ur. Vinstri­st­jórnin hrökkl­að­ist frá sem ein óvin­sælasta rík­is­stjórn sög­unn­ar, Evr­ópu­sam­bands­að­ild hefur verið lögð á hill­una, Ices­a­ve-­samn­ing­arnir fóru í þjóð­ar­at­kvæði og fyrir dóm­stóla, komið hefur verið í veg fyrir allar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, RÚV hefur verið fjársvelt og undið hefur verið ofan af álagn­ingu veiði­gjalda með þeim hætti að þau eru nú ein­ungis brota­brot af því sem þau áttu að ver­a. 

Fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar áttu sér stað í kjölfar uppljóstrunar á aflandsfélagatengslum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins er því haldið fram að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið leiddur í gildru og að um aðför sé að ræða.Á und­an­förnum miss­erum hefur bæst við mjög sterkur stuðn­ingur við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og þá skýr­ingu að hann hafi verið leiddur í gildru eða orðið fyrir árás þegar hann sagði ósatt um aflands­fé­lag sitt í sjón­varps­við­tali snemma í apríl síð­ast­liðn­um. Blaðið beitti sér einnig mjög í síð­ustu for­seta­kosn­ing­um, sér­stak­lega í gagn­rýni á fram­bjóð­and­ann Guðna Th. Jóhann­es­son og í stuðn­ingi við Davíð Odds­son, rit­stjóra þess, sem var í fram­boði. Þessi stefna birt­ist sér­­stak­­lega í rit­­stjórn­­­ar­­greinum Morg­un­­blaðs­ins. Síð­ustu vik­urnar hefur meg­in­þema þeirra skrifa verið að tala fyrir því að hætt verði við kosn­ingar í haust.

Hafa sett 1,2 millj­arða inn í félagið

Líkt og áður sagði var kaup­verðið á Árvakri aldrei gefið upp. Hlutafé Þór­s­­merkur í félag­inu var hins vegar metið á 300 millj­­ónir króna í árs­­reikn­ingi félags­­ins fyrir árið 2009. Því verður að telj­­ast lík­­­legt að það sé sú upp­­hæð sem greidd hafi verið fyrir það. Til við­­bótar settu nýir eig­endur Árvak­­urs strax 150 millj­­ónir króna inn í rekst­­ur­inn á árinu 2009. Alls greiddu þeir 650 millj­­ónir króna í hlutafé inn í Þór­s­­mörk, svo ljóst var að þeir ætl­­uðu sér að hafa borð fyrir báru. Í lok árs 2009 voru enn rúm­­lega 200 millj­­ónir króna til að draga á frá eig­end­un­­um.

Ekki leið á löngu þar til að það fé var uppurið og hlut­haf­­arnir greiddu 540 millj­­ónir króna í nýtt hlutafé inn í Árvakur árið 2012. Skömmu áður hafði Árvakur farið í gegnum fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu, númer tvö frá árinu 2009, á árinu 2011. Þá afskrif­aði við­­skipta­­banki þess um einn millj­­arð króna af skuldum þess og gerði Árvakur að frekar skuld­léttu félagi. Sam­an­lagt hafði því um 4,5 millj­­arðar króna af skuldum félags­­ins verið afskrif­að­­ar.

Kjarn­inn hefur árs­­reikn­ing Þór­s­­merkur vegna árs­ins 2015 undir hönd­­um. Þar kemur fram að eig­endur félags­­ins hafi alls sett 1.221 millj­­ónir króna inn í Þór­s­­mörk, en eina eign félags­­ins er Árvakur og Lands­­prent, félag utan um rekstur prent­smiðju félags­­ins. Þar kemur einnig fram að kröfur á tengd félög, sem eru ofan­greind, hafi vaxið um 35 millj­ónir króna í fyrra og að eft­ir­stand­andi hand­bært fé Þórs­merkur sé 66 millj­ónir króna. 

Raunar er tap­­rekstur eitt­hvað sem eig­endur Þórs­merk­ur/Ár­vak­­urs eru orðnir býsna van­­ir. Rekstr­­ar­tap félags­­ins var 667 millj­­ónir króna árið 2009. Árið eftir tap­aði það 330 millj­­ónum króna alls og árið 2011 nam tapið 205 millj­­ónum króna. Tapið 2012 var 47 millj­­ónir króna. Árið 2013 skil­aði Árvakur sex millj­­óna króna hagn­aði en 2014 var rekst­­ur­inn aftur kom­inn öfugu megin við núllið. Þá tap­aði félagið 42 millj­­ónum króna. Miðað við það sem kemur fram í árs­reikn­ingi Þórs­merkur um hlut­deild þess í tapi einu dótt­ur­fé­laga sinna, Árvak­urs og Lands­prents, þá hefur tapið verið um 163 millj­ónir króna í fyrra.

Sam­tals nemur tap Árvak­­urs á tíma­bil­inu 2009 til loka árs 2015, eða þann tíma sem upp­i­­­staðan í núver­andi eig­enda­hópi hefur átt félag­ið, því 1.448 millj­ónum króna króna.

Skuldir Árvak­­urs hafa lækkað umtals­vert und­an­farin ár, sér­­stak­­lega vegna skulda­n­ið­­ur­­fell­inga við­­skipta­­banka félags­­ins, og voru um 1,1 millj­­arður króna í lok árs 2014. Lang­­tíma­skuldir hafa einnig minnkað hratt og voru um 536 millj­­ónir króna. Árs­reikn­ingi Árvak­urs fyrir 2015 hefur ekki verið skilað inn til árs­reikn­inga­skráar og því er liggja ekki fyrir upp­lýs­ingar um upp­færða skulda­stöðu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None