gaspípur pípur pípa leiðsla
Auglýsing

Banda­rískir stjórn­mála­menn reyna að koma í veg fyrir að Danir heim­ili lagn­ingu gasleiðslu sem fyr­ir­tækið Nord Str­eam hyggst leggja, frá Vyborg í Rúss­landi til Greifswald í Þýska­landi. Ætl­unin er að leiðslan liggi, að hluta, á dönsku haf­svæði í nágrenni Borg­und­ar­hólms og hún er því háð sam­þykki Dana. 

Lagn­ing leiðsl­unn­ar, sem nefn­ist Nord Str­eam 2 hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi en áætl­anir gera ráð fyrir að verk­inu verði lokið á árinu 2019. 

Nord Str­eam var stofnað árið 2005, hét þá North European Gas Pipeline Company en fékk núver­andi heiti ári síð­ar. Fyr­ir­tækið varð til í sam­vinnu Rússa og Þjóð­verja, Ger­hard Schröder kansl­ari Þýska­lands og Vla­dimir Putin for­seti Rúss­lands und­ir­rit­uðu stofn­samn­ing­inn, í Sviss en und­ir­bún­ingur hófst átta árum fyrr, árið 1997. Rúss­neska fyr­ir­tækið Gazprom á rúm­lega helm­ings hlut í Nord Str­eam, þýsku fyr­ir­tækin Winters­hall og E.ON eiga hvort um sig 15.5% hluta­fjár og nokkur önnur fyr­ir­tæki minni hlut.

Auglýsing

Nord Str­eam fyr­ir­tækið var stofnað í þeim til­gangi að leggja gasleiðslu, sem síðar fékk nafnið Nord Str­eam 1, sjó­leið­ina frá Vyborg í Rúss­landi til Greifswald í Þýska­landi. Leiðslan, sem er 1224 kíló­metra löng, var tekin í notkun í sept­em­ber 2011. Nord Str­eam 1 er í raun tvær leiðsl­ur, hlið við hlið á sjáv­ar­botn­in­um. Ætl­unin er að nýja lögn­in, Nord Str­eam 2, liggi við hlið þeirra, um Finn­lands­flóa og Eystra­salt.

Nord Stream gasleiðslanRússar leggja mikla áherslu á nýju leiðsl­una

Nord Str­eam 1 gasleiðslan leysti úr brýnni þörf. Rússar vinna geysi­mikið gas og selja stóran hluta þess til ann­arra landa. Stór gasleiðsla liggur um Hvíta-Rúss­land og Úkra­ínu til Pól­lands, þrjár aðrar stórar leiðslur liggja um Úkra­ínu, tvær þeirra til Vest­ur­-­Evr­ópu og sú þriðja til Rúm­en­íu. Stærst þess­ara þriggja er leiðsla sem ber heitið Bræðra­lag. Ekki er bein­línis hægt að segja að það sé rétt­nefni, það hefur nefni­lega verið allt annað en bræðra­þel sem ein­kennt hefur sam­skipti Rúss­lands og Úkra­ínu að und­an­förnu.

Úkra­ínu­menn, sem kaupa gas af Rússum, hafa ekki alltaf getað staðið í skilum með greiðslur og Rússar hafa þá hótað að loka fyrir gas­streymið. Þá hafa Úkra­ínu­menn á móti hótað (og stundum ekki látið standa við orðin tóm) að loka fyrir gegn­um­streymið til Vest­ur­-­Evr­ópu. Rússum þykir lítt þol­andi að vera þannig háðir Úkra­ínu að þessu leyti og það er helsta ástæða þess að rúss­nesk stjórn­völd, með Pútín í broddi fylk­ing­ar, leggja mikla áherslu á lagn­ingu Nord Str­eam 2 leiðsl­unn­ar.  

Er þörf fyrir nýju leiðsl­una?

Svarið við þeirri spurn­ingu fer eftir því hver svar­ar. Rússar segja brýna þörf fyrir þessa nýju leiðslu. Hún tryggi öryggi í gas­flutn­ing­um, gas­notkun auk­ist með ári hverju og ekki sé útlit fyrir að það breyt­ist. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins eru margir á þeirri skoðun að núver­andi lagna­kerfi anni full­kom­lega flutn­ings­þörf­inni og ekki sé útlit fyrir að það breyt­ist á næstu árum. Lítil sem engin þörf sé því fyrir nýju leiðsl­una og því sé rétt að flýta sér hægt.

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins er sú skoðun útbreidd að öryggi í gas­flutn­ingum og aukin sala á næstu árum sé ekki efst í huga Rússa varð­andi nýju leiðsl­una. Þeir hafi annað í huga. Nefni­lega það að þeim þætti ákjós­an­legt að gasleiðslur til Úkra­ínu yrðu algjör­lega aðgreindar frá öðrum leiðsl­um. Þá hefðu þeir „gas­ráð“ Úkra­ínu algjör­lega í hendi sér og gætu lokað fyrir streymið að vild. Þetta snýst semsé, að mati ESB miklu frekar um sam­band Rúss­lands og Úkra­ínu en um gas­flutn­inga­ör­yggi íbúa Vest­ur­-­Evr­ópu. Þetta sé með öðrum orðum milli­ríkjapóli­tík þar sem Rússar vilji hafa tögl og haldir í sam­skiptum sínum við Úkra­ínu.

Banda­ríkja­menn þrýsta á Evr­ópu­sam­bandið og Dani 

Á leið­toga­fundi NATO fyrir skömmu ræddi Barack Obama Banda­ríkja­for­seti um nýju gasleiðsl­una við Andrzej Duda for­seta Pól­lands. Obama sagði þar að Nord Str­eam 2 leiðslan væri „slæm hug­mynd“. Fyrir tíu dögum sendu sex virtir banda­rískir öld­unga­deild­ar­þing­menn (svo­kall­aðir þunga­vigt­ar­menn), repúblikanar og demókrat­ar, Jean-Claude Juncker for­manni fram­kvæmda­stjórnar ESB bréf þarsem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna Nord Str­eam 2. Í bréf­inu segja þing­menn­irnir að til­gangur Rússa sé aug­ljós­lega að gera Vest­ur­-­Evr­ópu háð­ari rúss­neskri orku og styrkja þannig stöðu sína. Banda­rísku þing­menn­irnir benda jafn­framt á leiðir til að koma í veg fyrir lagn­ingu leiðsl­unnar og nefna þar sér­stak­lega danska haf­svæðið við Borg­und­ar­hólm, en Danir verða að sam­þykkja lagn­ingu leiðsl­unnar áður en hægt verður að hefj­ast handa. Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur ekki brugð­ist við bréfi banda­rísku þing­mann­anna en full­trúar á Evr­ópu­þing­inu hafa einnig lýst áhyggjum vegna máls­ins. Pól­verjar og fleiri aust­ur-­evr­ópsk ríki hafa sömu­leiðis hvatt fram­kvæmda­stjórn­ina til að koma í veg fyrir að leiðslan verði lögð. Robin L. Dunnigan aðstoð­ar­orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna var fyrr á árinu í Kaup­manna­höfn til að ræða þessi mál við danska ráð­herra og lýsti þar áhyggjum Banda­ríkja­stjórn­ar.

Hvað gera Dan­ir?

Á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, eru skoð­anir skipt­ar. Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að rétt sé að fara sér hægt, enn sé tals­vert í að Danir þurfi að ákveða hvernig brugð­ist skuli við þegar umsókn um „grænt ljós“ vegna leiðsl­unnar berst. Í blaða­við­tölum hefur Lars Løkke Rasmus­sen sagt að Danir vilji halda góðum tengslum við Rússa en hins­vegar vegi sjón­ar­mið ESB ríkj­anna, sem mörg hafa lýst and­stöðu, þungt í þessu sam­bandi. Best væri að ESB ríkin stæðu ein­huga þegar að ákvörðun kæmi sagði ráð­herr­ann. „Þar þurfum við skýr­ari línur áður en til ákvörð­unar kem­ur.“ Búast má við að umsókn um leyfi Dana verði lögð fram á næsta ári, 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None