Af rafknúnum hnattferðum og íslenskum kappakstursbílum

Með hnattferð Solar Impulse og nemendaverkefni á borð við Formula Student verður til gríðarmikilvæg þekking á beislun vistvænnar orku.

Bertrand Piccard tók „selfie“ af sér fljúga síðasta legginn milli Kaíró og Abu Dhabi á dögunum.
Bertrand Piccard tók „selfie“ af sér fljúga síðasta legginn milli Kaíró og Abu Dhabi á dögunum.
Auglýsing

Það er liðið rúm­lega ár síðan sól­ar­orkuflug­vélin Solar Impulse II tók á loft frá Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og hélt í hring­ferð um hnött­inn. Mark­miðið var að kom­ast alla leið án þess að nota dropa af jarð­efna­elds­neyti. Það tókst því í vik­unni sem leið var vél­inni lent á ný í Abu Dhabi á ný við mik­inn fögn­uð. Á leið­inni hafði teymið meðal ann­ars sett heims­met í lengsta flugi sög­unnar.

Hring­ferð Solar Impul­se-flug­vél­ar­innar er gríð­ar­lega stórt og tákn­rænt skref um þær aðgerðir sem grípa verður til svo hægt sé að stemma stigu við hlýnun lofts­lags í heim­in­um. Flug­ferða­lög valda gríð­ar­legri losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum út í and­rúms­loftið og enn er ekki búið að full­komnar þá tækni sem til þarf svo hægt sé að standa fyrir vist­vænum loft­ferð­um. Solar Impulse er fyrsta skrefið í þá átt.

„Þessi dagur fer í sögu­bæk­urn­ar. Ekki bara ykkar eigin heldur líka bækur mann­kyns­ins alls,“ sagði Ban Ki-moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, þegar raf­flug­vélin var að loka hringnum yfir Persaflóa.

Auglýsing

Verk­efnið var gríð­ar­lega stórt og talið nær óger­legt þegar Sviss­lend­ing­arnir André Bors­hberg og Bertrand Piccard hófu að kanna fýsi­leika þess að fljúga ein­ungis á raf­orku sem fram­leidd var um borð frá sól­inni árið 2002. Til þess að gera þetta mögu­legt er flug­vélin fislétt miðað við stærð hennar og vegur aðeins 2,3 tonn. Væng­haf hennar er stærra en á júm­bó­þotu og á væng­ina er búið að raða meira en 17.000 ofur­næmum sól­ar­sellum sem hlaða raf­löður vél­ar­inn­ar.

Magnað afrek

Bors­hberg og Piccard skipt­ust á að fljúga vél­inni í allt að 20 klukku­stundir í einu á ferða­lag­inu umhverfis hnött­inn sem á end­anum tók rúmt ár. Ferða­lagið var svo langt vegna þess að öll verð­ur­skil­yrði þurftu að vera ákjós­an­leg áður en haldið var af stað á ný frá nýjum áfanga­stöðum og oft beðið svo dögum skipti. Auk þess fór vélin ekki hratt yfir. Ferða­lagið frá Japan til Havaí tók til dæmis tæp­lega 118 klukku­stundir – fjóra daga, 21 klukku­stund og 52 mín­útur – og varð um leið lengsta flug sög­unn­ar. Með venju­legu áætl­un­ar­flugi ætti ferða­löngum að takast að fara þessa leið á um það bil átta og hálfum tíma.

Flug­leið Solar Impulse II umhverfis hnött­inn

Dragðu kortið til hliðar til að sjá alla leið­ina og smelltu á teikni­bólurn­ar.

„Þetta sýnir að maður getur gert ótrú­leg­ustu hluti með hreinni tækni, end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um, eins og fljúga dag og nótt á sól­ar­orkunn­i,“ sagði Piccard í sam­tali við CNBC-frétta­stof­una banda­rísku þegar ferð­inni lauk í Abu Dhabi á þriðju­dag. „Þessi flug­vél getur raun­veru­lega flogið enda­laust því hún þarf ekki að stoppa og taka elds­neyt­i.“

Ferða­lag þeirra Piccard og Bors­hberg gekk hins vegar ekki hnökra­laust fyrir sig. Við kom­una í Havaí síð­asta sum­ar, eftir þetta lengsta flug sög­unn­ar, komu í ljós óaft­ur­kræfar skemmdir á raf­hlöðum vél­ar­innar vegna ofhitn­un­ar. Á meðan við­gerðir stóðu yfir beið vélin á flaug­hlað­inu þar til hún tókst á loft á ný í vor. Um leið og ferða­lag­inu var áfram haldið voru Sviss­lend­ing­arnir fljótir á leið­ar­enda.

Mik­il­væg þekk­ing verður til

„Allt of oft þegar maður talar um umhverf­is­vernd þá hljómar það leið­in­legt og dýrt verk­efni. Við vildum sýna fram á að umhverf­is­vernd er akkúrat hið gagn­stæða, að nú eigum við hreina orku­gjafa sem eru arð­bær­ir, skapa störf og stuðla að efna­hags­vexti. Ef þessar lausnir yrðu not­aðar all­staðar myndum við minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um helm­ing, minnka álag á nátt­úru­auð­lindir og draga úr meng­un,“ sagði Piccard einnig.

Hann bætti við að verk­efnið hefði einnig dregið athygli að þessu vanda­máli og að öðrum lausnum á því. „Þetta er ein lausn. Ekki aðeins fyrir loft­ferðir heldur líka fyrir almenna orku­fram­leiðslu.“

Verk­efni á borð við þetta eru til þess fallin að auka þekk­ingu og flýta fram­þróun í fram­leiðslu á vist­vænni orku. Á Íslandi urðu einnig tíma­mót á svip­uðum vett­vangi í sumar því Formula Stu­dent-lið Háskóla Íslands, Team Spark, náði besta árangri sínum í verk­fræði­keppn­inni til þessa.

Team Spark-kappakstursbíllinn á ferð í Varano á Ítalíu.

Team Spark náði í fyrsta sinn að taka þátt í akst­urs­hluta keppn­inn­ar, sem fram fór bæði á Sil­ver­sto­ne-­kappakst­urs­braut­inni í Bret­landi og í Varano á Ítal­íu. Liðið hefur ávallt lagt áherslu á að nota vist­væna orku­gjafa í kappakst­urs­bíl sínum þó það sé ekki skil­yrði til þátt­töku í þess­ari alþjóð­legu keppni.

Verk­efni á borð við þetta hefur gert það að verkum að á Íslandi fá verk­fræði­nemar þjálfum og öðl­ast þekk­ingu um hvernig hægt er að beisla og nota vist­væna orku, í þessu til­viki raf­orku, sem hægt er að nota við orku­skipti á Íslandi og ann­ars­stað­ar.

Gömul tækni glímir við ný vanda­mál

Orku­skiptin munu á end­anum þurfa að eiga sér stað enda eru auð­lindir jarðar af skornum skammti. Aldrei hefur gengið jafn hart á þessar auð­lindir sem knýja sam­fé­lög manna áfram í nútím­an­um.

Á Íslandi er vinna þegar hafin við að móta stefnu stjórn­valda til fram­tíðar í þessum efn­um. Nýlega fjall­aði Kjarn­inn um stefnu Reykja­vík­ur­borgar í lofts­lags­málum. Þar segir að stefnt verði að því að fækka bens­ín­stöðvum mikið á næstu árum í takti við þá þróun að jarð­efna­elds­neytisknúnum bílum fækki í hlut­falli við raf­bíla og aðra bíla sem ganga fyrir vist­vænum orku­gjöf­um. Á sama tíma á að ráðst í upp­bygg­ingu inn­viða til að stuðla að þess­ari þró­un, hvort sem það er fyrir almenna­bíla­um­ferð eða umferð skipa í Reykja­vík­ur­höfn.

Íslensku verk­fræði­nem­arnir mættu allskyns hindr­unum í keppn­inni eins og þeir Piccard og Bors­hberg þurftu að yfir­stíga í hnatt­flugi sínu á Solar Impul­se. Og eitt helsta vanda­málið um borð í kappakst­urs­bílnum íslenska og flug­vél­inni sviss­nesku var einmitt af sama meiði; nefni­lega ofhitnun raf­gey­manna og raf­kerf­is­ins sem knýr far­ar­tækin áfram.

Raf­tækni í far­ar­tækjum er alls ekki ný af nál­inni. Raf­knúin far­ar­tæki hafa raunar verið til síðan á nítj­ándu öld, jafn­vel þó þau hafi ekki öll verið mjög skil­virk. Mikið af lest­ar­kerfi heims­ins, sér­stak­lega í þétt­býli, er knúið raf­magni í gegnum streng. Orkan er í þess konar far­ar­tækjum hvergi geymd um borð í lengri tíma. Það er hins vegar ekki fyrr en seint á 20. öld sem að til­raunir með afkasta­meiri og lang­dræg­ari raf­knúin far­ar­tæki sem hýstu orku­forða sinn hófust. Og það var alls ekki fyrr en seint á fyrsta ára­tug 21. ald­ar­innar sem að þessi tæki fóru að þykja nógu góð í augum almenn­ings.

Raf­væð­ing í sam­göngum ef afar skammt á veg kom­in, en þróun tækn­innar er hröð. Í nýlegri blogg­færslu frá frum­kvöðl­inum Elon Musk lýsir höf­undur fram­tíð­ar­sýn sinni með Tesla-­fyr­ir­tæk­ið. Tesla-raf­bíl­arnir eru þegar vin­sælir með almenn­ings, sökum skil­virkni og lang­drægni þeirra. Musk telur að á næstu tíu árum muni Teslu takast að fram­leiða nógu marga raf­bíla til að geta selt á hag­kvæmu verði fyrir milli­stétt­ar­fólk í heim­in­um. Um leið og það veðrur veru­leik­inn ættu bílar með sprengi­hreyfil fljót­lega að verða í minni­hluta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None