Kvikmyndahúsum hefur fækkað um helming síðustu 20 ár

Fjöldi kvikmyndahúsa á landinu hefur dregist saman um helming síðan árið 1995. Íslendingar fóru mun meira í bíó í hruninu. Að meðaltali eru um 14 myndir frumsýndar í hverjum mánuði.

Ásókn í kvikmyndahús jókst mikið í hruninu, en bíó er ein ódýrasta afþreying sem völ er á.
Ásókn í kvikmyndahús jókst mikið í hruninu, en bíó er ein ódýrasta afþreying sem völ er á.
Auglýsing

Kvik­mynda­húsum á land­inu hefur fækkað um helm­ing síðan árið 1995. Þá voru 31 kvik­mynda­hús á land­inu en í dag eru þau 16. Ekki hefur fækkað neitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu 20 ár, en öllum þeim kvik­mynda­húsum sem hefur verðið lokað eru á lands­byggð­inni. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 25 kvik­mynda­hús utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins árið 1995 en nú eru þau ein­ungis níu. Nýj­ustu tölur Hag­stof­unnar eru frá árinu 2014, en Alfreð Ásberg Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bíó­anna, útveg­aði nýrri töl­ur.

Hann segir að breyt­ing á tækni­bún­aði, sem varð árið 1995, um textun á kvik­myndum hafi gert lands­byggð­inni erf­ið­ara fyrir að fylgja því eftir vegna kostn­að­ar.

„Árið 2003 kom svo digital­væð­ing­in, sem var kost­aði líka sitt, og gerði smærri kvik­mynda­húsum á land­inu erfitt fyr­ir,“ segir Alfreð við Kjarn­ann. „En bíó­húsin á lands­byggð­inni stand­ast ekki sam­an­burð við þau í Reykja­vík þar sem mörg þeirra voru líka notuð sem sam­komu­hús og ekki mikið fyrir kvik­mynda­sýn­ing­ar. Þar af leið­andi voru þau ekki upp­færð með sama hætt­i.“

Auglýsing

Fjölgar á lands­byggð­inni á ný

Alfreð seg­ist þó hafa heyrt af því að það standi til að fjölga kvik­mynda­húsum á lands­byggð­inni á ný. Staf­rænn tækni­bún­aður hafi lækkað í verði und­an­farin ár sem geri það auð­veld­ara fyrir smærri kvik­mynda­hús að upp­færa.

Sam­bíóin reka fimm kvik­mynda­hús, þrjú í Reykja­vík, eitt á Akur­eyri og eitt í Kefla­vík. Sena reka tvö bíó í Reykja­vík og eitt á Akur­eyri. Í Reykja­vík eru svo tvö bíó til við­bót­ar; Laug­ar­ás­bíó og Bíó Para­dís. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru svo rekin sex kvik­mynda­hús til við­bót­ar; á Ísa­firði, Akra­nesi, Sel­fossi, Sauð­ár­króki, Pat­reks­firði og í Vest­manna­eyj­um.

Í þessum sextán kvik­mynda­húsum á land­inu öllu eru sam­tals 40 salir og 6.700 sæti. Alfreð segir að Sam­bíóin hafi verið að fækka sætum und­an­farin ár til þess að bjóða upp á meira bil á milli sæta.

Fólk fór í bíó í hrun­inu

Þróun í fjölda kvik­mynda­húsa­gesta jókst mikið í efna­hags­hrun­inu. Árið 1996 var fjöldi gesta yfir 1,4 millj­ón. Strax í kjöl­far hruns­ins, árið 2008, fór fjöld­inn yfir 1,7 millj­ón. Ásókn í kvik­mynda­hús dróst svo aftur saman eftir hrun og árið 2014 var hann kom­inn aftur niður í það sama og árið 1996, rúma 1,4 millj­ón.

Alfreð segir þessa þróun skýr­ast af því að fólk hafði minna á milli hand­anna í hrun­inu.

Kvik­mynda­hús eru ódýrasta skemmtun sem völ er á,“ segir hann. „Fáir fóru til útlanda og ferða­lög og sótt­ust því í ódýr­ari afþr­ey­ing­u.“

Að með­al­tali eru um 15 nýjar kvik­myndir frum­sýndar í hverjum mán­uði. Sam­kvæmt Alferð hefur þeim þó fækkað síðan 2011, þegar 181 kvik­mynd var frum­sýnd. Árið 2014 voru 154 myndir frum­sýnd­ar, en þeim fjölg­aði árið eft­ir, en þá voru þær 175.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None