Fjögur áhersluatriði Tesla næstu 10 árin

Elon Musk er búinn að birta „leyniáætlun“ sína fyrir bílaframleiðandann Teslu næstu tíu árin.

Elon Musk stofnaði bílafyrirtækið Tesla árið 2004.
Elon Musk stofnaði bílafyrirtækið Tesla árið 2004.
Auglýsing

Eftir að Elon Musk seldi inter­net­fyr­ir­tækið PayPal árið 2002 stofn­aði hann SpaceX og Tesla Motors. Geim­ferða­fyr­ir­tækið SpaceX hefur þegar náð tals­verðum árangri og sinnir nú geim­ferðum fyrir NASA og er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem þjón­ustar Alþjóð­legu geim­stöð­ina á spor­braut um jörðu. Bíla­fram­leið­and­inn Tesla Motors hefur síðan árið 2004 verið leið­andi í þróun og fram­leiðslu raf­bíla í heim­in­um.

Árið 2006 birti Elon Musk „leyni­lega 10 ára áætl­un“ á vef Tesla. Mark­miðin þar voru fjögur og hafa þau öll verið upp­fyllt. Hægt er að lesa þennan tíu ára gamla blogg­póst á vefn­um. Í vik­unni sem leið birti Musk svo „annan hluta leyni­legu aðal­á­ætl­un­ar­inn­ar“ sem á að gilda næstu tíu árin.

„Listin yfir banda­ríska bíla­fram­leið­endur sem hafa ekki orðið gjald­þrota hefur tvö atriði: Ford og Tesla,“ skrifar Musk í nýj­ustu blogg­færsl­unni sinni. „Að setja bíla­fyr­ir­tæki á legg er heimsku­legt og að stofna raf­bíla­fyr­ir­tæki er heimsku­legt í öðru veld­i.“ Mark­miðið með þessum blogg­póstum segir Musk vera að útskýra hvernig Tesla á að passa inn í fram­tíð­ina. Mark­miðið með Teslu sé að hraða þróun í átt að auk­inni sjálf­bærri orku­notk­un.

Auglýsing

Hér að neðan hafa verið tekin saman lyk­il­at­riði í áætl­un­inni sem Tesla mun starfa eftir næsta ára­tug­inn.

Sjálf­bær orku­notkun heim­ila

Elon Musk hefur þegar byrjað að prófa nýja tækni á sínu eigin heim­ili. Þar er hann búinn að koma fyrir sér­stakri Tesla-raf­hlöðu í bíl­skúrnum hjá sér og þekja þakið sitt með sól­ar­raf­hlöðum sem fram­leiða raf­magn til heim­il­is­nota. Tæknin er enn í þróun en Musk segir hönnun þaks­ins á hús­inu hans koma í veg fyrir að hann þurfi ennþá að tengj­ast hefð­bundnum raf­orku­strengj­um.

Mark­mið Tesla verður að koma þessu í almenn­ings­eign. Þannig geti heim­ili fólks orðið sjálf­bær með raf­orku. Hvort sem það verður til að rista brauð, horfa á sjón­varpið eða hlaða bíl­inn. Í blogg­inu segir að umhverfis allan heim­inn eigi að vera hægt að panta græjurnar í gegnum eina vef­síðu, að aðeins þurfi að setja kerfið upp einu sinni, að einn tengiliður verði fyrir hvern og einn og bara eitt app til að stýra öllu.

Til þess að þetta geti orðið að veru­leika er stefnt að því að sam­eina Teslu og sól­ar­sellu­fyr­ir­tækið Sol­arCity sem Musk tók þátt í að stofna árið 2006.

Elon Musk talar á umhverfisráðstefnu í Osló í apríl síðastliðnum.

Fjöl­breytt­ari raf­öku­tæki

Eins og er þá hefur Tesla aðeins ráð­ist inn á sport­bíla- og jepp­linga­mark­að­inn með bíl­teg­undum sín­um. Á næstu tíu árum er mark­miðið að fram­leiða fleiri gerðir bíla. Þegar hefur verið ráð­gert að smíða pall­bíll sem skartar merkjum Tesla. Í blogg­færsl­unni stefnir Musk að því að fram­leiða líka vöru­flutn­inga­bíla, rút­ur, almenn­ings­sam­göngu­vagna og allt þar á milli.

En til þess að það sé hægt hefur Musk kom­ist að því að Tesla þurfi að breyta verk­smiðjum sínum úr því að vera aðeins það — verk­smiðjur — í að verða sölu­var­an. Til þess að þetta gangi upp verður að auka afkasta­get­una allt að tífallt fyrir árið 2022. Þá fyrst geti Tesla-bif­reiðar orðið nógu ódýrar svo almenn­ingur sjái hag í að kaupa slíka bíla.

Bílar sem aka sjálfir verði tífallt örugg­ari

Sjálfa­kandi bílar hafa þegar verið sendir út á göt­urn­ar. Google hefur til dæmis náð miklum árangri með sjálfa­kandi hug­bún­að­inn sinn og sýnt fram á að tölvur eru raun­veru­lega mun örugg­ari bíl­stjórar en mann­fólkið sjálft. Þeir sem hafa keypt sér nýjan bíl nýlega hafa að öllum lík­indum einnig upp­lifað bíl­inn taka stjórn­ina við vissar aðstæð­ur. Bíl­arnir eru farnir að hjálpa þér við að stýra, bremsa og láta þig vita þegar þú ert að bakka á staur eða næsta bíl.

Á næstu tíu árum ætlar Tesla að gera sjálf­stýr­ing­una tíu sinnum örugg­ari en mennska öku­menn. Musk telur að sjálf­stýrðir Tesla-bílar muni þurfa að aka sjálfir um 10 millj­arða kíló­metra til þess að heim­ur­inn taki slíka bíla í sátt. Það mun taka fimm og hálft ár á þeim hraða sem áætl­unin er á núna.

Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóri rammasamnigns Sameinuðu þjóðana um loftslagsbreytingar, um borð í Teslu. Orkuskipti í samgöngum vega þungt í þeim aðgerðum sem ríki heims hyggjast ráðast í á næstu áratugum.

Leyfum bílnum að búa til pen­inga

Sam­kvæmt könnun sem gerð var af félagi bif­reiða­eig­enda í Banda­ríkj­unum í fyrra notar hinn almenni bíla­eig­andi bíl­inn sinn að jafn­aði í 46 mín­útur á dag. Á milli þess sem að bíll­inn er í notkunn stendur hann oftar en ekki yfir­gef­inn á bíla­stæði í stór­borg. Tesla hygg­ist bjóða upp á þjón­ustu þar sem bíll­inn getur verið í notkunn lengur á dag. Og búið til pen­inga fyrir eig­and­ann í leið­inni.

Þegar sjálf­stýr­ing bíla verður loks leyfð af yfir­völdum og ekki háð und­an­þágum til til­rauna, mun verða hægt að senda bíl­inn hingað og þangað far­þega­laus­an. Bíll­inn gæti þess vegna verið heima hjá þér á meðan þú ert í vinn­unni. En hann gæti líka verið að sinna öðrum sem þurfa að kom­ast á milli staða.

Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None